Körfubolti

Oddaleikur um titilinn: Fyrsti leikhlutinn skiptir miklu máli í einvíginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Jason Dourisseau í leik á móti Grindavík.
KR-ingurinn Jason Dourisseau í leik á móti Grindavík. Mynd/Daníel

KR og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Liðin hafa leikið fjóra leiki til þessa í einvíginu og það skiptir máli að byrja vel því það lið sem hefur unnið fyrsta leikhluta hefur unnið leikina.

Þau lið sem hafa unnið fyrsta leikhluta, tapað færri boltum eða gefið fleiri stoðsendingar hafa unnuð alla leikina en aðeins 1 af 4 liðum sem hafa unnið fráköstin hefur tekist að vinna og það var lið KR í síðasta leik.

Barátta um fráköstin hefur tekið stakkaskiptum frá því að Grindavík vann fráköstin með 8 í fyrsta leik þar til að KR-ingar tóku 17 fleiri fráköst í síðasta leik.

Hér fyrir má sjá hversu ákveðnir hlutir innan tölfræðinnar tengjast útkomu leikjanna í fyrstu fjórum leikjum úrslitaeinvígis KR og Grindavíkur.

Lið sem vinnur 1. leikhluta

100 prósent sigurhlutfall (4-0)

Lið sem vinnur 2. leikhluta

100 prósent sigurhlutfall (3-0, 1 jafn)

Lið sem vinnur 3. leikhluta

50 prósent sigurhlutfall (2-2)

Lið sem vinnur 4. leikhluta

50 prósent sigurhlutfall (2-2)

Lið sem skorar fyrstu körfu leiksins*

50 prósent sigurhlutfall (2-2)

Lið sem skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks

75 prósent sigurhlutfall (3-1)

Lið sem vinnur fráköstin

25 prósent sigurhlutfall (1-3)

Lið sem tekur fleiri sóknarfráköst

50 prósent sigurhlutfall (2-2)

Lið sem skorar fleiri þrista**

33 prósent sigurhlutfall (1-2, 1 jafn)

Lið sem fær fleiri víti

67 prósent sigurhlutfall (2-1, 1 jafn)

Lið sem tapar færri boltum

100 prósent sigurhlutfall (4-0)

Lið sem gefur fleiri stoðsendingar

100 prósent sigurhlutfall (3-0, 1 jafn)

Lið sem fær fleiri villur

50 prósent sigurhlutfall (2-2)

Lið sem fær fleiri stig frá bekknum**

50 prósent sigurhlutfall (2-2)

Lið sem fær fleiri mínútur frá bekknum**

50 prósent sigurhlutfall (2-2)

* KR í öllum leikjunum

**Grindavík í öllum leikjunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×