KR hefur komist í oddaleik í síðustu fjögur skipti í svona stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2009 23:00 Pálmi Freyr Sigurgeirsson á ferðinni á móti Grindavík. Mynd/Valli KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64. Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Sjá meira
KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64.
Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Sjá meira