Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Keflvíkingar frestuðu bæjarhátíð í Hólminum

    Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum sigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mikill plús fyrir Snæfell að hafa fengið Jeb Ivey

    Jeb Ivey hefur heldur betur komið sterkur inn í úrslitaeinvígið á móti Keflavík en Snæfellsliðið hefur unnið báða leikina síðan Ivey datt inn í hús rétt fyrir leik tvö. Snæfellingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík í Stykkishólmi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Aðeins þrjú af sex liðum hafa klárað í sömu stöðu og Snæfell

    Snæfellingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík í Stykkishólmi í kvöld. Snæfellingar eru sjöunda liðið í sögunni sem kemst í 2-1 í úrslitaeinvíginu og getur tryggt sér titilinn á heimavelli. Þrjú af þessum sex liðum hafa tapað í sömu stöðu og þar á meðal er Grindavíkurliðið í fyrra. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel: Við spiluðum bara ekki körfubolta.

    Hörður Axel Vilhjálmsson var með 11 stig og 7 stoðsendingar fyrir Keflavík í kvöld en það dugði þó skammt þegar liðið tapaði með 22 stigum í Hólminum í öðrum úrslitaleik Iceland Express deild. Hörður Axel var líka ekki sáttur í viðtali við Hörð Magnússon í útsendingu Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ivey ævintýrið gekk upp hjá Snæfelli - unnu Keflavík með 22 stigum

    Snæfellingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Keflavík með sannfærandi 22 stiga sigri, 91-69, í öðrum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Liðin hafa því byrjað lokaúrslitin á því að bursta hvort annað í fyrstu tveimur leikjunum. Næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús Þór: Snæfell er ekkert að fara að stoppa þá

    Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jeb Ivey til Snæfells - er í ferju á leiðinni til Stokkhólms

    Snæfellingar hafa ákveðið að skipta um leikstjórnanda vegna meiðsla Sean Burton. Burton er tognaður illa á ökkla og var aðeins skugginn af sjálfum sér í fyrsta leik úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur. Ingi Þór Steinþórsson hefur kallað á Jeb Ivey, fyrrum leikmann KFÍ og Njarðvíkur, til að hlaupa í skarðið fyrir Burton. Þetta kom fyrst fram í viðtalsþætti Valtýs Björns Valtýssonar á X-inu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Aðeins tvö lið hafa komið til baka eftir stærra tap í fyrsta leik

    Keflavík vann 19 stiga sigur á Snæfelli í gær, 97-78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Þetta var níundi stærsti sigur í fyrsta leik lokaúrslita í sögu úrslitakeppninnar og aðeins tveimur liðum hefur tekist að koma til baka eftir stærra tap í fyrsta leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Myndasyrpa úr Keflavík

    Í kvöld hófust lokaúrslitin í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla þegar að Keflavík og Snæfell mættust í fyrsta leik úrslitarimmunnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón: Spiluðum ágætlega en margt má laga

    „Heilt yfir spiluðum við leikinn ágætlega. Það er þó margt sem má laga og gera betur, sérstaklega þegar við förum á útivöll," sagði Guðjón Skúlason eftir öruggan sigur Keflavíkur á Snæfelli í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fimm hafa verið með í öllum 11 úrslitaleikjum Keflavíkur og Snæfells

    Keflavík og Snæfell hefja í kvöld sitt fjórða úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en liðið mættust einnig í lokaúrslitunum 2004, 2005 og 2008. Fimm leikmenn hafa verið með í öllum ellefu leikjum liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en bara fjórir þeirra verða með í Toyota-höllinni í Keflavík þegar fyrsti leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld.

    Körfubolti