Körfuknattleikskappinn Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Grindavík til loka keppnistímabilsins 2013-2014.
Daníel er uppalinn Njarðvíkingur en spilaði síðast með Stjörnunni hér á landi. Hann var í liði Stjörnunnar sem tapaði fyrir KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2011.
Daníel Guðni hefur verið í meistaranámi í Lundi í Svíþjóð undanfarið eitt og hálft ár. Hann á aðeins eftir að skrifa lokaritgerð sína og mun gera það hér á landi.
Grindavík tekur á móti Tindastóli í fyrsta leik liðanna á nýju ári þann 4. janúar.
