Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sigurður Gunnar besti Íslendingurinn í 8 liða úrslitunum

    Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson skilaði hæstu framlagi íslensku leikmannanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla sem lauk með þremur oddaleikjum í gærkvöldi. Sigurður Gunnar var 0.5 framlagsstigum á undan KR-ingnum Pavel Ermolinskij og aðeins Kelly Biedler hjá ÍR og Marcus Walker hjá KR skiluðu meira til sinna liða í þessum leikjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bradford hættur - útilokar ekki að þjálfa á Íslandi

    Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson eru báðir hættir

    Njarðvíkingarnir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson hafa báðir ákveðið að leggja skóna á hilluna og spiluðu því sína síðustu leiki á ferlinum í einvíginu á móti KR í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla. Karfan.is greinir frá þessu í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Yngvi kom báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum

    Valsmenn eru komnir upp í úrvalsdeild karla og úrvalsdeild kvenna í körfuboltanum eftir að bæði lið félagsins unnu úrslitaeinvígi sín á síðustu tveimur dögum. Yngvi Gunnlaugsson er þjálfari beggja liðanna og kom því báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón: Við eiginlega stálum sigrinum

    „Þetta var rosaleg spenna hérna í lokin og við eiginlega stálum sigrinum,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í undanúrslit Iceland-Express deild karla eftir að hafa unnið frækin sigur, 95-90, gegn ÍR í framlengdum oddaleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Gunnar: Hefðum átt að klára dæmið í venjulegum leiktíma

    "Ég var búinn að undirbúa mig fyrir sigur hérna í lokin,“ sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR-inga, eftir tapið í kvöld. ÍR þurfti að sæta sig við það að komast aðeins í 8-liða úrslitin í ár eftir frábært einvígi gegn Keflavík. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga gegn ÍR, 95-90.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þorleifur: Við vorum lélegir

    Þorleifur Ólafsson kom óvænt inn í lið Grindavíkur í kvöld. Hann er búinn að vera fjarverandi vegna meiðsla en Grindavík þurfti á öllu að halda í kvöld og því beit Þorleifur á jaxlinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður: Þetta var aldrei spurning í lokin

    „Þetta var virkilega sætt þó svo að sóknarleikur okkar hafi verið skelfilegur,“ sagði Sigurður Þorsteinsson eftir sigurinn í kvöld. Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-90, gegn ÍR-ingum í oddaleik um laust sæti í undanúrslitum Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sævar Ingi: Ungu strákarnir stóðu sig vel

    "Við náðum ekki að halda hraðanum niðri í þessum leik og það sást best í þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 87-73 tap liðsins í kvöld gegn Íslandsmeistaralið Snæfells.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nonni Mæju: Ingi tók okkur á góðan fund

    „Ingi Þór tók okkur á góðan fund fyrir leikinn þar sem hann fór í gegnum ýmis atriði sem vantaði í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir 87-73 sigur Íslandsmeistaraliðsins gegn Haukum í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik

    Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valur aftur í úrvalsdeildina eftir átta ára fjarveru

    Valur er komið aftur upp í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Þór, Akureyri, í oddaleik í rimmu liðanna um hvort liðið fylgir Þór frá Þorlákshöfn upp úr fyrstu deildinni. Valur vann leikinn í kvöld, 94-76, og einvígið 2-1. Allir leikirnir í rimmunni unnust á útivelli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Snæfell aftur á sigurbraut

    Það var mikil spenna í loftinu í "Fjárhúsinu“ fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði "sínum“ leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bradford spilar fyrir nýfæddan son sinn í kvöld

    Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Justin hefur aldrei unnið oddaleik á Íslandi

    Stjörnumaðurinn Justin Shouse verður í mikilvægu hlutverki hjá Stjörnunni í kvöld þegar liðið fer í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Er mjög bjartsýnn

    „Ég er ótrúlega sáttur og við lékum frábærlega í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR eftir sigurleik sinna stúlkna gegn Keflavík í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna, 75-64. Þar með hefur liðið unnið sinn hvorn leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pétur: Höfum burði til þess að senda Snæfell í frí

    "Við sýndum það hér í kvöld að við getum alveg staðið í þeim bestu,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfelli í öðrum leik liðana í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla og knúði því fram oddaleik.

    Körfubolti