Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73

    Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-70, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Húnarnir sjóðandi heitir

    Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Karfan.is valdi Guðjón Lárusson bestan í fyrstu umferðinni

    Karfan.is ætlar að velja besta leikmann hverrar umferðar í Iceland Express deild karla og Stjörnumaðurinn Guðjón Lárusson er Gatorade-leikmaður fyrstu umferðarinnar. Guðjón lék þá afar vel í í fjarveru Jovans Zdravevski þegar Stjarnan vann 14 stiga sigur á Tindastól á Króknum, 105-81.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri

    Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans í Þór úr Þorlákshöfn unnu óvæntan níu stiga sigur á ÍR, 101-92, í Seljaskólanum í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi en það er óhætt að segja að Þórsarar hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessum útisigri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Árni: Eigum eftir að stilla okkur betur saman

    "Við Fjölnismenn verðum að skoða okkur sjálfa í liðsvörninni, það þarf að stilla þetta eitthvað betur," sagði Árni Ragnarsson, leikmaður Fjölnis eftir 73-95 tap gegn Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Grindvíkingar unnu öruggan sigur

    Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í kvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Fjölnismenn töpuðu hins vegar fyrir ÍR í fyrstu umferð og voru því að leita að fyrsta sigrinum á þessu tímabili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Enginn liðsbragur á þessu

    Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var alls ekki sáttur við frammistöðu deildarmeistaranna frá síðustu leiktíð þrátt fyrir góðan sigur á Haukum 89-93 á útivelli í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn byrja vel - unnu fjórtán stiga sigur á Króknum

    Stjarnan fór í góða ferð á Sauðárkrók í kvöld og vann 14 sigur á heimamönnum í Tindastól, 105-91, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla. Stjarnan var með örugga forystu stærsta hluta leiksins en kláruðu þó ekki leikinn endanlega fyrr en með góðum spretti í upphafi fjórða leikhlutans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar burstuðu nýliða Valsmanna á Hlíðarenda

    Njarðvíkingar unnu 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina

    Íslandsmótið í körfuknattleik karla hófst í gær með þremur leikjum í Iceland Express deildinni. Fyrstu umferð lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stöð 2 sport sýndi veglegan upphitunarþátt um deildina s.l. miðvikudag og er hægt að sjá þáttinn í heild sinn á Vísir. Þar fór Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 yfir málin með þeim Svala Björgvinssyni og Guðmundi Bragasyni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR slapp með skrekkinn á móti strákunum hans Benna - myndir

    Íslandsmeistarar KR hófu tililvörnina á naumum sigri á nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn, 90-84, í DHL-höllinni í gærkvöldi en fyrsta umferð Iceland Express deildar karla hófst þá með þremur leikjum. Þór minnkaði muninn í þrjú stig þegar fáar sekúndur voru eftir af leiknum en KR-ingar lönduðu sigrinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Íslandsmeistararnir byrja á sigri gegn nýliðunum

    KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík stakk Keflavík af í þriðja leikhlutanum

    Grindvíkingar fylgdu eftir sigri í Meistarakeppni KKÍ um helgina með því að vinna sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 86-80, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Grindavík lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta eftir að Keflavík hafði verið með frumkvæðið framan af leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Það var kominn tími á búning sem vekti athygli

    Karlalið KR mun frumsýna nýjan og endurbættan búning í kvöld er liðið tekur á móti sínum gamla þjálfara, Benedikt Guðmundssyni, og lærisveinum hans í Þór Þorlákshöfn. Breytingarnar koma þó ekki af góðu einu því aðalstjórn KR fór meðal annars fram á breytingar.

    Körfubolti