Frikki Stefáns: Stoltur af mörgu sem ég hef gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2014 07:00 Friðrik Stefánsson gaf aldrei neitt eftir í vörninni og þekktar eru viðureignir hans við miklu stærri menn. Hér er hann í leik með Njarðvík. Vísir/Valli Njarðvíkingar heimsóttu nágranna sína í Keflavík í Dominos-deild karla í gærkvöldi en án reynsluboltans Friðriks Stefánssonar. Hann gaf það út í aðdraganda leiksins að skórnir væru komnir upp í hillu. „Ég ætlaði að klára þetta tímabil en bensínið er búið. Þegar maður er farinn að skakklappast í vinnunni þá þarf maður að taka stórar ákvarðanir,“ segir Friðrik. „Ég skil ótrúlega sáttur við þetta og er stoltur af mörgu sem ég hef gert. Það er fínt miðað við það að hafa eiginlega aldrei spilað í yngri flokkum,“ segir Friðrik en hann kom seint inn í körfuboltann. „Titlarnir eru hápunktarnir og svo flottir sigrar með landsliðinu. Ég man eftir þeim. Ég hafði alltaf gaman af því að glíma við stærri menn í leikjum með landsliðinu. Manni gekk oft vel með þessa gæja en oft var manni líka alveg pakkað saman,“ segir Friðrik. Menn hafa farið fögrum orðum um Friðrik á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu. Logi Gunnarsson, einn reyndasti atvinnumaður Íslands, átti ein eftirminnileg á fésbókinni: „Besti varnarmiðherji sem ég hef spilað með, þó ég hafi spilað með fjöldanum öllum af liðum í Evrópu,“ skrifaði Logi. „Þetta er svolítið eins og minningargreinar og það eru því oft blendnar tilfinningar í þessu sérstaklega af því að þetta er í annað skiptið sem ég hætti. Ég var alveg góður að vera hættur í fyrra skiptið en félagarnir gátu verið ansi sannfærandi þegar þeir voru að reyna að fá mig inn aftur.“ Friðrik segist alltaf hafa verið fínn varnarmaður og var aldrei frekur á skotin í sókninni. „Það er bara einn bolti inn á vellinum í einu og ég þarf ekki að skora til að mér líði vel,“ segir Friðrik og bætir við: „Það voru ótrúleg forréttindi þegar ég kom fyrst til Njarðvíkur að vera í liði með Teiti (Örlygssyni), Brenton (Birmingham), Frikka (Friðriki Ragnarssyni) og Palla (Páli Kristinssyni). Þetta eru allt strákar sem voru frábærir varnarmenn. Maður var því fljótt skólaður til í þessu,“ segir Friðrik. Friðrik segist vera orðinn grænn í gegn þótt hann hafi ekki komið í Njarðvík fyrr en hann var 22 ára. En af hverju fór Friðrik í Njarðvík? „Við Palli (Páll Kristinsson) erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum í drengjalandsliðinu. Ég ætlaði að fara í háskóla úti en svo klikkaði það. Það var því eiginlega gefið að ég myndi fara í Njarðvík. Ég hafði alltaf haldið með Njarðvík síðan ég var polli,“ segir Friðrik. Hann og Páll Kristinsson voru báðir hættir á sínum tíma. „Við hættum saman. Svo ákvað hann að taka miðherjastöðuna eitt tímabil og síðan ákvað ég að leysa hann af í þessu. Það var svona smá uppklapp hjá okkur í lokin,“ segir Friðrik. Dominos-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Njarðvíkingar heimsóttu nágranna sína í Keflavík í Dominos-deild karla í gærkvöldi en án reynsluboltans Friðriks Stefánssonar. Hann gaf það út í aðdraganda leiksins að skórnir væru komnir upp í hillu. „Ég ætlaði að klára þetta tímabil en bensínið er búið. Þegar maður er farinn að skakklappast í vinnunni þá þarf maður að taka stórar ákvarðanir,“ segir Friðrik. „Ég skil ótrúlega sáttur við þetta og er stoltur af mörgu sem ég hef gert. Það er fínt miðað við það að hafa eiginlega aldrei spilað í yngri flokkum,“ segir Friðrik en hann kom seint inn í körfuboltann. „Titlarnir eru hápunktarnir og svo flottir sigrar með landsliðinu. Ég man eftir þeim. Ég hafði alltaf gaman af því að glíma við stærri menn í leikjum með landsliðinu. Manni gekk oft vel með þessa gæja en oft var manni líka alveg pakkað saman,“ segir Friðrik. Menn hafa farið fögrum orðum um Friðrik á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu. Logi Gunnarsson, einn reyndasti atvinnumaður Íslands, átti ein eftirminnileg á fésbókinni: „Besti varnarmiðherji sem ég hef spilað með, þó ég hafi spilað með fjöldanum öllum af liðum í Evrópu,“ skrifaði Logi. „Þetta er svolítið eins og minningargreinar og það eru því oft blendnar tilfinningar í þessu sérstaklega af því að þetta er í annað skiptið sem ég hætti. Ég var alveg góður að vera hættur í fyrra skiptið en félagarnir gátu verið ansi sannfærandi þegar þeir voru að reyna að fá mig inn aftur.“ Friðrik segist alltaf hafa verið fínn varnarmaður og var aldrei frekur á skotin í sókninni. „Það er bara einn bolti inn á vellinum í einu og ég þarf ekki að skora til að mér líði vel,“ segir Friðrik og bætir við: „Það voru ótrúleg forréttindi þegar ég kom fyrst til Njarðvíkur að vera í liði með Teiti (Örlygssyni), Brenton (Birmingham), Frikka (Friðriki Ragnarssyni) og Palla (Páli Kristinssyni). Þetta eru allt strákar sem voru frábærir varnarmenn. Maður var því fljótt skólaður til í þessu,“ segir Friðrik. Friðrik segist vera orðinn grænn í gegn þótt hann hafi ekki komið í Njarðvík fyrr en hann var 22 ára. En af hverju fór Friðrik í Njarðvík? „Við Palli (Páll Kristinsson) erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum í drengjalandsliðinu. Ég ætlaði að fara í háskóla úti en svo klikkaði það. Það var því eiginlega gefið að ég myndi fara í Njarðvík. Ég hafði alltaf haldið með Njarðvík síðan ég var polli,“ segir Friðrik. Hann og Páll Kristinsson voru báðir hættir á sínum tíma. „Við hættum saman. Svo ákvað hann að taka miðherjastöðuna eitt tímabil og síðan ákvað ég að leysa hann af í þessu. Það var svona smá uppklapp hjá okkur í lokin,“ segir Friðrik.
Dominos-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti