Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Datt af hest­baki og er á bata­vegi: „Er rétt að skríða saman“

    Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ýmis­legt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“

    Grind­víkingar hafa blásið í her­lúðra í Bónus deildinni í körfu­bolta og nýverið kynnt komu þriggja nýrra leik­manna. Einn þeirra er fyrr­verandi NBA leik­maður. Þjálfari liðsins, Jóhann Þór Ólafs­son, segir pirring hafa gert vart um sig í leik­manna­hópnum varðandi ákveðna hluti. Hann bindur vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið og við­töl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum

    ÍR jafnaði Þór Þorlákshöfn að stigum með dramatískum eins stigs sigri sínum í leik liðanna í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn urðu 94-95 en það var Zarko Jukic sem tryggði ÍR-ingum sætan sigur með því að blaka boltanum ofan í rétt rúmri sekúndu fyrir leikslok.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Kefla­vík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust

    Bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu með ellefu stigum gegn Íslandsmeisturum Vals í fimmtándu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Bæði lið hafa verið í örlitlu brasi það sem af er móts og vonast til þess að rétta úr kútnum fyrir úrslitakeppnina. Eftir mikinn baráttuleik voru það Valur sem höfðu á endanum betur 70-81 og tóku sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Erum í þessu til þess að vinna“

    Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101.

    Körfubolti