Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. Innlent 10. mars 2025 14:01
Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. Viðskipti innlent 10. mars 2025 12:34
Heiða liggur enn undir feldi Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. Innlent 10. mars 2025 12:15
„Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ er verulega ósátt við nýja kjarasamninga kennara og sérstaklega aðkomu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur nýs borgarstjóra að þeim. Heiða Björg gegnir jafnframt embætti formanns Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Innlent 10. mars 2025 12:06
Að komast frá mömmu og pabba Að kaupa sína fyrstu fasteign er stórt og spennandi skref, en fyrir marga unga Íslendinga virðist það oft vera nánast ómögulegt verkefni. Hátt fasteignaverð, strangar lánareglur og síhækkandi daglegur kostnaður hafa gert það að verkum að mörg ungmenni eiga erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð án aðstoðar. Skoðun 10. mars 2025 10:47
Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis mun ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir. Viðskipti innlent 10. mars 2025 09:13
Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Skoðun 10. mars 2025 09:02
Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. Innlent 9. mars 2025 11:30
„Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Eitt af forgangsverkum nýs meirihluta í borgarstjórn er að finna íbúum hjólhýsa nýtt svæði innan borgarmarkanna og verður umhverfis- og skipulagsráði falið að finna staðinn. Sem stendur halda íbúarnir til á iðnaðarsvæði á Sævarhöfða. Innlent 8. mars 2025 20:53
Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. Innlent 8. mars 2025 19:31
Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. Innlent 8. mars 2025 15:01
Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Menningarráðherra segir ekkert hæft í því að afstaða þingmanns Flokks fólksins til umfjöllunar um styrkjamálið sé valdur að breytingum á fjölmiðlafrumvarpi hans. Vinna við breytingar, á skjön við fyrri yfirlýsingar, hafi verið hafin um miðjan janúar, áður en styrkjamálið kom upp. Innlent 7. mars 2025 22:19
Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Innlent 7. mars 2025 18:57
Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í dag pistil um biðlista borgarinnar eftir leikskólaplássi. Sonur hennar bíður nú eftir plássi og ef fer sem horfir kemst hann ekki inn fyrr en ári of seint miðað við upplýsingar á vef borgarinnar. Innlent 7. mars 2025 14:31
„Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Varaformaður Vinstri grænna og Ung vinstri græn fordæma ákvörðun umhverfisráðherra um að falla frá ráðstöfun 600 milljóna króna af fjárheimildum ársins 2025. Ráðuneyti hans hafi lengi verið fjársvelt og einsýnt sé að mikilvæg mál muni sitja á hakanum vegna ákvörðunar hans. Innlent 7. mars 2025 13:36
Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum. Innlent 7. mars 2025 13:00
„Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. Innlent 7. mars 2025 12:29
Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Skoðun 7. mars 2025 11:31
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Í vikunni birti Viðskiptaráð stutta samantekt um umhverfi fjölmiðla hér á landi. Hún byggir fyrst og síðast á opinberum tölum og í henni er ekki að finna neinar nýjar upplýsingar, þótt fagna megi framtakinu og áhuga ráðsins á mikilvægri atvinnugrein og lýðræðisstoð. Skoðun 7. mars 2025 07:01
Menntakerfi með ómarktækar einkunnir Frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, um námsmat er nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu leggur hún til að skólaeinkunnir verði notaðar sem lokamat grunnskóla á færni nemenda þegar þeir klára 10. bekk. Skoðun 7. mars 2025 07:01
Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður. Neytendur 6. mars 2025 21:02
Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Sjálfstæðismenn vilja færa skipulagsvald yfir alþjóðaflugvöllum á Íslandi frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti um síðustu helgi. Innlent 6. mars 2025 20:20
Opið bréf til Loga Einarssonar Kæri Logi,Ég hef satt best að segja nokkrar áhyggjur af stöðu mála í nýsköpunar- og sprotaumhverfinu - þá sérstaklega eftir að tillögur um hagræðingar í ríkisrekstri voru kynntar fyrr í vikunni. Skoðun 6. mars 2025 20:02
Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Innlent 6. mars 2025 19:23
Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Reykjavíkurborg mun gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagasamtökin Veraldarvini um hið sögufræga Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Húsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og mun meðal annars hýsa fræðslustarf í umhverfismálum. Innlent 6. mars 2025 15:14
Sjórinn sækir fram Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Skoðun 6. mars 2025 15:00
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fráfarandi fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs geta ekki orða bundist og lýsa yfir undrun og óánægju með þá ákvörðun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja niður íbúaráðin í borginni. Skoðun 6. mars 2025 14:33
Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Skoðun 6. mars 2025 14:18
Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Viðskipti innlent 6. mars 2025 13:56
Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir brýnt að finna langtímalausn fyrir skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Unnið sé að því að koma starfsemi skólans fyrir í húsnæði við Engjateig auk þess að halda skólastarfi áfram úti í Skógarhlíð þar sem skólinn hefur verið síðustu þrjú ár. Innlent 6. mars 2025 13:17