Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Hann má al­veg reyna að vera fyndinn mín vegna“

Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir gjörning tónlistarmannsins og varaþingmannsins Birgis Þórarinssonar, Bigga Veiru, sem mætti með ruslapoka í afgreiðslu RÚV í dag og bað um að honum yrði komið á fréttastofuna. Hann segir Birgi alveg mega reyna fyrir sér í gríni, og að hann hafi séð verri hluti í þessari viku. 

Innlent
Fréttamynd

Óboðlegt að borgin haldi for­eldrum í ó­vissu lengur

Foreldrar skóla- og leikskólabarna Hjallastefnunnar í Reykjavík munu á morgun koma saman í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þeirri óvissu sem enn stendur um framtíð skólastarfsins í Reykjavík. Núverandi húsnæði skólans er sprungið og hefur skólinn beðið svara frá borginni um staðsetningu fyrir framtíðarhúsnæði um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lags­þjónusta á röngum for­sendum

Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

„Fall er farar­heill“

Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram.

Innlent
Fréttamynd

Stækkum Skógar­lund!

Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018.

Skoðun
Fréttamynd

Eldurinn og slökkvi­tækið

Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið.

Skoðun
Fréttamynd

„Frá­leitt að halda því fram að þetta muni kné­setja út­gerðina”

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna tollar á inn­fluttar land­búnaðar­vörur?

Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.).

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum jafnan rétt for­eldra

Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Gerandinn á­kærður fyrir manndrápstilraun á Vopna­firði

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi leið­rétting er hið rétta í stöðunni“

Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri.

Innlent
Fréttamynd

Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof

Formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna.

Innlent