Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitar­fé­lagi

Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

„Við hvað ertu hræddur?“

Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram.

Innlent
Fréttamynd

Segir and­úð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar.

Innlent
Fréttamynd

Eplin í andlitshæð

Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum.

Skoðun
Fréttamynd

Sanna er rödd félags­hyggju, rétt­lætis og jöfnuðar!

Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Laugarnestangi skrefi nær frið­lýsingu

Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarlandslags á Laugarnestanga. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, fagnar tímamótunum og bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins.

Innlent
Fréttamynd

Von­brigði að til­lögu um símabann og sam­ræmd próf hafi verið vísað frá

Tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um fimm aðgerðir í menntamálum var vísað frá af borgarstjórnarmeirihlutanum á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi verið hægt að greiða atkvæði um tillögurnar hverja fyrir sig. Umræða um tillöguna varði í um fjórar klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Laugarnestangi - til allrar fram­tíðar

Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

„Það logar allt í hin­segin sam­fé­laginu“

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Fækka eftir­lits­aðilum veru­lega

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo.

Innlent
Fréttamynd

Mjóddin og pólitík pírata

Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja sam­ræmd próf og móttökudeildir fyrir inn­flytj­endur

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir sem eru haldnir for­dómum eiga ekki að koma ná­lægt opin­berri stefnu­mótun“

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál.

Innlent
Fréttamynd

Okkar eigin Don Kíkóti

Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti.

Skoðun