Stétt með stétt? Hvað þýða kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“? Í aðdraganda landsfundar flokksins, sem hefst næstkomandi föstudag, hefur umræða spunnist um þessa spurningu og hvort kjörorðið skipti einhverju máli í stjórnmálum samtímans. Skoðun 23.2.2025 16:32
Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.2.2025 12:07
„Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða. Innlent 22.2.2025 23:28
Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra. Innlent 22. febrúar 2025 12:24
Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað. Innlent 22. febrúar 2025 12:21
Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Viðskipti innlent 22. febrúar 2025 10:39
Áfastur plasttappi lýðræðisins Á fimmtudag var rætt um áfasta plasttappa í sal Alþingis í fjóra klukkutíma og 36 mínútur. Skoðun 22. febrúar 2025 07:31
„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Innlent 21. febrúar 2025 20:49
Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. Innlent 21. febrúar 2025 20:03
Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. Innlent 21. febrúar 2025 16:58
Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Fjórmenningarnir Elín Rósa Sigurðardóttir, Jónas G. Allansson, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson hafa verið skipuð í embætti sendiherra, en án staðarákvörðunar. Innlent 21. febrúar 2025 16:52
Svona skipta oddvitarnir stólunum Heiða Björg Hilmisdóttir verður borgarstjóri í samstarfi Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna, og Flokks fólksins. Sanna Magdalena Mörtudóttir verður forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs og Líf Magneudóttir verður formaður borgarráðs. Innlent 21. febrúar 2025 15:54
Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna boða til blaðamannafundar í Ráðhúsinu í dag. Bein útsending og textalýsing verður á Vísi frá fundinum. Innlent 21. febrúar 2025 14:00
Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Samkvæmt heimildum fréttastofu verður oddviti Samfylkingar kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Stjórnmálafræðingur segir það krefjandi fyrir nýjan borgarstjóra að halda svo breiðu samstarfi gangandi. Innlent 21. febrúar 2025 12:48
Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma. Innlent 21. febrúar 2025 08:01
Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Í landinu leikur lausum hala fyrrverandi hæstaréttardómari sem hefur gert sig breiðan í umræðu á flestum sviðum þjóðlífsins. Honum hefur verið tíðrætt um að „ekki megi láta dómstól götunnar“ ráða ferðinni. Sérstaklega þegar frægir karlmenn eru sakaðir um að brjóta á konum kynferðislega eða með öðru ofbeldi. Skoðun 21. febrúar 2025 07:00
Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Skoðun 20. febrúar 2025 22:01
Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn. Innlent 20. febrúar 2025 21:04
„Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segist hafa fulla trú á því að Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar verði afbragðsborgarstjóri. Vísir greindi frá því í dag að Heiða verði kjörinn borgarstjóri á aukafundi sem haldinn verður á morgun. Innlent 20. febrúar 2025 20:25
Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. Innlent 20. febrúar 2025 18:29
Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Nýr borgarstjóri tekur við völdum í Reykjavík á morgun þegar greidd verða atkvæði um tillögu nýs meirihluta á aukafundi borgarstjórnar. Innlent 20. febrúar 2025 16:52
Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. Innlent 20. febrúar 2025 15:29
Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að sameina öll níu sýslumannsembætti landsins í eitt. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast,“ segir ráðherra í tölvubréfi til starfsfólks. Innlent 20. febrúar 2025 15:04
Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans. Innlent 20. febrúar 2025 12:01