Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siða­reglur

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði ekki spurningu formanns Sjálfstæðisflokksins um siðareglur Alþingis þegar Guðrún Hafsteinsdóttir innti eftir afstöðu forsætisráðherra vegna ummæla sem forseti Alþingis lét falla í síðustu viku. Kristrún benti á að forseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum, en svaraði ekki spurningu Guðrúnar um siðareglur þingsins. Í svari við fyrirspurn varaformanns Sjálfstæðisflokksins snéri Kristrún vörn í sókn og skaut á stjórnarandstöðuna fyrir að snúa út úr og fyrir að vera „pikkföst í uppþotsmálum.“

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir

Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­nefnd Mennta­skólans á Egils­stöðum gagn­rýnir skort á sam­ráði

Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Bað þing­heim af­sökunar eftir á­kall frá stjórnar­and­stöðu

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr vara­þing­maður stekkur inn í fjar­veru Guð­mundar Inga

Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Skilur von­brigðin en hafnar því að hafa tekið ó­upp­lýsta á­kvörðun

Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Breytt for­gangs­röðun jarð­ganga

Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að kenna börnunum í Kópa­vogi í fram­tíðinni?

Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt.

Skoðun
Fréttamynd

Lang­þráð verk í vega­gerð bíða fram á næsta ára­tug

Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg.

Innlent
Fréttamynd

Um­mæli Þórunnar dapur­leg

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar og forseta þingsins, um stjórnarandstöðuna sorgleg og rýra hana trausti.

Innlent
Fréttamynd

Margt sem gildir enn í sam­starfi Ís­lands og Banda­ríkjanna

Samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eiga Evrópa og Bandaríkin ekki lengur samleið í öryggismálum, segir sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Formaður utanríkismálanefndar segir Ísland í annarri stöðu en önnur Evrópulönd. Í þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í varnarmálum er sérstaklega minnst á eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna sem byggi á sameiginlegu gildismati.

Innlent
Fréttamynd

Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali

Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra bað skóla­meistara af­sökunar sem klóra sér enn í kollinum

Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er að marka ríkis­stjórn sem segir eitt en gerir annað?

Um helgina kom í ljós að þingmenn ríkisstjórnarinnar í Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis virðast kæra sig kollótta um það gríðarlega tjón sem tillaga þeirra um upptöku kílómetragjalds á ökutæki mun valda bílaleigum. Í nefndaráliti meirihlutans er nákvæmlega ekkert mark tekið á yfirveguðum og afar vel rökstuddum ábendingum Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrirtækjanna sjálfra um það tjón sem fyrirvaralaus upptaka kílómetragjaldsins um áramót mun óhjákvæmilega valda þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar fjár­lögin vinna gegn mark­miðinu

Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár.

Skoðun
Fréttamynd

Grind­víkingar fái að velja hvar þeir kjósa

Dómsmálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Áformað er að fara þá leið að þeir sem áttu lögheimili í Grindavíkurbæ 9. nóvember 2023 hafi val um að kjósa í Grindavík eða því sveitarfélagi sem þeir eiga nú lögheimili í.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grinda­vík en verður aldrei eins

Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. 

Innlent
Fréttamynd

Mála­flokkurinn kosti sveitar­fé­lögin milljarða

Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi.

Innlent
Fréttamynd

Á­föllin hafi mótað sig

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. 

Innlent
Fréttamynd

Nýsköpunarátak fyrir fram­tíð Ís­lands

Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta.

Skoðun