Félag Guðbjargar áformar að selja fyrir um tíu milljarða í útboði Ísfélagsins Fjárfestingafélag Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleigandi Ísfélagsins, mun standa að sölu á miklum meirihluta þeirra bréfa sem verða seld til nýrra fjárfesta í almennu hlutafjárútboði sjávarútvegsfyrirtækisins sem hófst í morgun. Miðað við lágmarksgengið í útboðinu, sem metur Ísfélagið á 110 milljarða, þykir félagið nokkuð hagstætt verðlagt í samanburði við önnur sjávarútvegsfyrirtæki á markaði og verðmöt sem greinendur hafa gert í tengslum við skráninguna. Innherji 23. nóvember 2023 12:04
Um þriðjungur starfsfólks farinn heim til Póllands Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. Innlent 23. nóvember 2023 11:31
Íþróttaþvottur á landsliðstreyjum Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Skoðun 23. nóvember 2023 08:01
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. Handbolti 22. nóvember 2023 17:54
Ísfélagið verðmetið á yfir 110 milljarða í útboði á um fimmtán prósenta hlut Sjávarútvegsfyrirtækið Ísfélagið, sem varð til við sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma um mitt þetta ár, hefur ákveðið að hefja almennt hlutafjárútboð þar sem til stendur að selja tæplega fimmtán prósenta hlut í félaginu. Miðað við lágmarksgengið í tilboðsbók A í útboðinu, sem er beint að minni fjárfestum, er fyrirtækið verðmetið á samtals rúmlega 110 milljarða króna. Innherji 22. nóvember 2023 16:45
Björk og Rosalia gefa út lag til höfuðs sjókvíaeldi á morgun Björk gagnrýnir íslenska sjókvíaeldisiðnaðinn harðlega í nýrri tilkynningu. Þar segist hún á morgun gefa út nýtt lag með spænsku söngkonunni Rosaliu sem ber heitið „oral.“ Lífið 20. nóvember 2023 22:53
Töluverðar skemmdir á neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja Töluverðar skemmdir virðast hafa orðið á neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja þegar akkeri Hugins VE festist í vatnslögninni. Atvikið átti sér stað á föstudagskvöld en greint var frá því á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar í gær. Innlent 20. nóvember 2023 06:54
Beint streymi: Matvælaþing í Hörpu Matvælaþing er haldið í annað sinn í Hörpu í dag. Hringrásarhagkerfið verður meginviðfangsefni þingsins í ár, en í tilkynningu um viðburðinn segir að það sé í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040 sem var mótuð á síðasta þingi. Innlent 15. nóvember 2023 07:23
Telja fasteignir og lausafé Vísis ehf. vel tryggt Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt. Viðskipti innlent 13. nóvember 2023 09:51
Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. Innlent 12. nóvember 2023 10:51
Sálumessa um spillinguna „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“. Skoðun 11. nóvember 2023 11:30
Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. Innlent 11. nóvember 2023 03:39
Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda. Viðskipti innlent 10. nóvember 2023 15:32
Bein útsending: Síðasti fundur Hringferðar SFS Lokafundur Hringferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fer fram í dag. Fulltrúar SFS hafa farið hringinn um landinn á síðustu vikum og rætt við fjölda fólks um sjávarútveginn á Íslandi. Viðskipti innlent 10. nóvember 2023 08:00
Besta fiskveiðikerfið - drepum ekki gullgæsina Fáar eða nokkrar þjóðir eiga jafn mikið undir farsælli nýtingu fiskistofna sinna og við Íslendingar. Þessi staða hefur verið okkar leiðarstjarna við þróun og uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hvarvetna fær mikið lof af kunnáttufólki og fræðimönnum. Skoðun 9. nóvember 2023 09:31
Segir Vestfirðinga óttast að gagnrýna fiskeldi Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og náttúruverndarsinni, segist vona að myndir sem hún birti af lúsugum löxum í sjókvíum í Tálknafirði verði vendipunktur í málum fiskeldis hér á landi. Hún segir marga Vestfirðinga óttast að lýsa andstöðu sinni gegn fiskeldi. Innlent 6. nóvember 2023 10:17
Lag Bjarkar og Rosalíu kemur út á fimmtudaginn Lagið Oral, úr smiðju tónlistarkonunnar Bjarkar með Rosalíu sem gestasöngkonu, kemur út fimmtudaginn næstkomandi, þann 9. nóvember. Lagið er að sögn Bjarkar framlag til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lífið 5. nóvember 2023 13:33
Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. Innlent 3. nóvember 2023 23:30
Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. Innlent 3. nóvember 2023 11:46
Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar The Guardian hefur tekið til umfjöllunar það mál sem skekið hefur íslenska sjókvíaeldisiðnaðinn að undanförnu; lús hefur lagt undir sig sjókvíar og herjar á lax. Innlent 3. nóvember 2023 09:11
Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. Innlent 2. nóvember 2023 20:37
„Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. Innlent 2. nóvember 2023 12:10
Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. Innlent 1. nóvember 2023 20:07
Viðbúnaður vegna leka í vélarúmi fiskiskips Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á hæsta forgangi síðdegis í gær vegna leka í vélarrúmi fiskiskips í Húnaflóa. Áhöfn skipsins tókst þó að stöðva lekann og sigla því til hafnar. Innlent 28. október 2023 09:40
Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. Innlent 27. október 2023 17:45
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. Innlent 26. október 2023 15:59
Nóg komið Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Skoðun 26. október 2023 14:30
Framlegð Ísfélagsins minnkar lítillega í aðdraganda skráningar á markað Eftir metafkomu í fyrra er útlit fyrir að framlegðarhlutfall í rekstri útgerðarrisans Ísfélagsins muni minnka nokkuð á þessu ári samhliða erfiðari aðstæðum en EBITDA-hagnaður félagsins var samt yfir fjórir milljarðar króna á fyrri árshelmingi. Ísfélagið, sem varð til við sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma um miðjan júní, boðaði lífeyrissjóði og aðra fjárfesta til kynningarfunda í liðinni viku en félagið stefnir að skráningu í Kauphöllina undir lok ársins. Innherji 25. október 2023 09:45
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. Erlent 24. október 2023 10:20
Arftaki Bjarna Sæmundssonar fær nafnið Þórunn Þórðardóttir Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar verður sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. desember næstkomandi og við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir og einkennisstafina HF 300. Innlent 24. október 2023 10:15