Stjörnurnar fjölmenntu á endurkomu Hönsu á stóra sviðið Líf og fjör var í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur fyrir fullu húsi. Verkið er í leikstjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur og með aðalhlutverkin fara þær Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Aldís Amah Hamilton. Lífið 26. febrúar 2024 13:01
Baltasar og Eliza á hátíðarsýningu Natatorium Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Natatorium í Smárabíói síðastliðinn miðvikudag fyrir fullum sal. Myndin hlaut góðar viðtökur gesta að sýningu lokinni. Lífið 23. febrúar 2024 15:59
Frægir úr fjölmörgum áttum í funheitu partýi Margt var um manninn á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti á dögunum þar sem skálað var fyrir því að febrúar væri rúmlega hálfnaður og daginn tekið að lengja. Boðið var upp á léttar veitingar, vín og kokteila með tilheyrandi gleði og fram eftir kvöldi. Lífið 20. febrúar 2024 19:01
World Class hjónin, forsetafrúin og landsliðsfyrirliði í glæsiteiti Húsfyllir var í glæsiteiti Dineout, í samstarfi við Food & Fun, á þakbar Edition hótel, The ROOF í gærkvöldi. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga voru meðal gesta sem gæddu sér á ljúffengum réttum og skáluðu fyrir Food & Fun hátíðinni sem hefst 6. mars næstkomandi. Lífið 19. febrúar 2024 21:17
Stjörnum prýdd frumsýning Saknaðarilms Mikil gleði var á frumsýningu einleiksins Saknaðarilmur, sem byggður er á bókum Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar, í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikur einleikinn. Leikstjórn er í höndum Björns Thors, eiginmanns Unnar. Lífið 16. febrúar 2024 16:30
Ferskur andblær í hlustunarpartýi Ízleifs Beðið er eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins Ízleifs með eftirvæntingu. Ízleifur, sem er bæði pródúsent og rappari, hélt hlustunarpartý fyrir vini og vandamenn í Þjóðleikhúsinu í vikunni. Tónlist 15. febrúar 2024 18:01
Unaðsstund Elizu og Guðna Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu. Lífið 15. febrúar 2024 12:28
Æðisleg Dorrit stal senunni í Bíó Paradís Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. Lífið 14. febrúar 2024 13:00
Myndaveisla: Öllu til tjaldað í lokaþætti Idolsins Idol stemningin náði algjöru hámarki síðastliðið föstudagskvöld þegar sigurvegari seríunnar var krýndur. Glamúrinn gaf ekkert eftir og þau Anna Fanney, Jóna Margrét og Björgvin sungu sitt síðasta, í bili. Tónlist 13. febrúar 2024 08:01
Fríðasta fólk fjarðarins á Þorrablóti Hafnarfjarðar Mikil gleði og stemning var á þorrablóti Hafnarfjarðar sem fór fram á Ásvöllum um helgina í annað sinn. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma Lífið 12. febrúar 2024 11:49
Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Anna Fanney Kristinsdóttir er Idolstjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Jónu Margréti og bar sigur úr býtum. Lífið 9. febrúar 2024 20:54
Myndaveisla: Spennuþrungin stemmning á undanúrslitakvöldinu Undanúrslitaþáttur Idol fór fram síðastliðinn föstudag í Idolhöllinni að Fossaleyni. Aðeins þrír keppendur standa nú eftir sem keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands. Lífið 6. febrúar 2024 08:00
Heitustu gellur og gaurar Laugardalsins á ógleymanlegu þorrablóti Mikil gleði og mikið stuð var á þorrablóti Laugardalsins sem fór fram í Þróttaraheimilinu á laugardagskvöld í annað sinn. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma. Gestir næsta árs þurfa að hafa hraðar hendur til að missa ekki af stuðinu. Lífið 6. febrúar 2024 07:02
Myndaveisla: Júlí Heiðar og Prettyboitjokkó í eina sæng Tónlistarmaðurinn og hjartaknúsarinn Júlí Heiðar Halldórsson fagnaði sinni fyrstu sólóplötu, Þrjátíu og þrír, með sérstöku hlustunarpartýi síðastliðið miðvikudagskvöld. Platan er væntanleg 22. mars á 33 ára afmælisdegi Júlís. Lífið 5. febrúar 2024 14:46
Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu listrænt D-vítamín Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín. Menning 30. janúar 2024 12:00
Myndaveisla: Rafmögnuð spenna böðuð í Hollywood glamúr Þriðji þáttur af Idol þáttunum sem sýndir eru í beinni útsendingu fór fram síðastliðið föstudagskvöld. Sex keppendur stigu á svið í Idol höllinni að Fossaleyni en einungis fjórir stóðu eftir í lok kvölds. Lífið 30. janúar 2024 07:00
Súr matur en sæluvíma í Krikanum Hafnfirðingar mættu í sínu fínasta pússi og blótuðu þorrann á Þorrablóti FH í Kaplakrika síðastliðið laugardagskvöld. Lífið 29. janúar 2024 16:38
Myndaveisla: Gleði og tár í stærstu opnuninni til þessa Myndlistarunnendur létu sig ekki vanta í Ásmundarsal á laugardag. Metaðsókn var á opnun sýningar Hreins Friðfinnssonar og Sigurðar Guðjónssonar. Menning 29. janúar 2024 15:00
Myndaveisla: Af EM á þorrablót Valsmanna Þorrablót Miðbæjar og Hlíða var haldið með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld á Hlíðarenda. Valsmenn stóðu fyrir blótinu sem var glæsilegt. Lífið 29. janúar 2024 11:25
Stjörnulífið: Blót, bóndadagur og börn Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. Lífið 29. janúar 2024 10:15
Prinsinn í Fram dreginn upp á svið og djammað á stólunum Það voru spiluð miklu meiri stemmningslög en Fram, fram, fylking þegar Framarar troðfylltu íþróttahúsið í Úlfarsárdal og efndu til þorrablóts. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta og Framprins heiðraði uppeldisfélagið. Svo gaman var að sumir gestir stóðu uppi á stólum. Lífið 29. janúar 2024 07:00
Myndaveisla: Ráðherrarnir létu sig ekki vanta á Kópavogsblótið Kópavogsblótið var haldið síðastliðinn á föstudag, á sjálfan bóndadaginn, í Fífunni í Kópvogi. Rúmlega 2500 manns mættu á viðburðinn. Lífið 28. janúar 2024 14:47
Öflugar konur úr atvinnulífinu fjölmenntu á Hótel Grand Þrjár konur úr atvinnulífinu voru heiðraðar af Félagi kvenna í atvinnulífinu við hátíðlega athöfn í gær. Nánustu vinum og fjölskyldu verðlaunahafanna var boðið í gleðina. Viðskipti innlent 25. janúar 2024 16:54
Fullt hús á Fullu húsi Fyrsta kvikmynd Sigurjóns Kjartanssonar í fullri lengd, Fullt hús, verður frumsýnd á morgun föstudag, en forsýning myndarinnar fór fram í Laugarásbíói í gærkvöldi. Lífið 25. janúar 2024 16:15
Myndir frá fjölmennu kveðjupartýi borgarstjóra í Borgarleikhúsinu Dagur B. Eggertsson hélt kveðjupartý í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag með glæsibrag. Fjöldi fólks mætti og fagnaði tímamótunum í lífi Dags. Lífið 24. janúar 2024 15:28
Myndaveisla: Grafarvogsbúar með kennslustund í að skemmta sér Fjölmennt var á Þorrablóti Grafarvogs sem fór fram í Egilshöll á laugardagskvöld. Um 1200 manns mættu og skemmtu sér konunglega og blítuðu Þorrann. Þema kvöldsins var níundi áratugurinn eða 80's tímabilið. Lífið 23. janúar 2024 19:01
Myndaveisla: Túbering, glingur og 80's múndering Annar þáttur af Idol var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðinn föstudag. Sjö keppendur stigu þar á svið en aðeins sex komust áfram í lok kvölds. Lífið 23. janúar 2024 12:01
Myndaveisla: Troðfullt hús þrátt fyrir leikinn Franska kvikmyndahátíðin opnaði með pompi og prakt í Bíó Paradís á fimmtudagskvöldið og fjöldi fólks lagði leið sína á Hverfisgötuna til að horfa á kvikmyndina L’Innocent (Hinn Saklausi) eftir Louis Garrell. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2024 18:01
Myndaveisla: Stjörnum prýdd frumsýning Lúnu Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudaginn þegar sýningin Lúna var frumsýnd fyrir fullu húsi. Lífið 22. janúar 2024 14:01
Myndaveisla: Dagur B fékk viðstadda til að sperra upp eyrun Um sjö hundruð háskólanemar mættu í eina stærstu vísindaferð landsins til að kynna sér frumkvöðlakeppnina Gulleggið í Grósku á dögunum. KLAK - Icelandic Startups stóð fyrir viðburðinum sem hefur fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendum háskóla landsins. Lífið 19. janúar 2024 13:02