Fylkir ekki með í N1-deild kvenna Fylkir hefur ákveðið að draga lið sitt til baka úr keppni í N1-deild kvenna sem hefst eftir rúma viku. Samkvæmt heimildum Vísis verður þetta tilkynnt síðar í dag. Handbolti 22. september 2011 12:59
Sex sterk og jöfn lið í karlaboltanum í vetur Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. Handbolti 22. september 2011 06:00
Spá N1-deildar kvenna: Valur verður meistari Samkvæmt spá um gengi liða í N1-deild kvenna verður Valur meistari í N1-deild kvenna á nýjan leik, rétt eins og tvö undanfarin ár. Handbolti 21. september 2011 12:13
Valskonur meistarar meistaranna annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals unnu þriggja marka sigur á bikarmeisturum Fram, 30-27, í Meistarakeppni kvenna í handbolta en liðin mættust í þessum árlega leik í Vodafone-höllinni í kvöld. Handbolti 19. september 2011 20:56
Leikmennirnir vildu halda áfram Stjarnan verður með í N1-deild kvenna í vetur þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta var staðfest í gærmorgun eftir að skipt hafði verið um stjórn í handknattleiksdeild félagsins. Handbolti 27. ágúst 2011 06:00
Valsstúlkur töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í Tékklandi Kvennalið Vals í handknattleik tapaði í dag með einu marki, 35-34, gegn heimaliðinu HC Zlin frá Tékklandi á æfingamóti ytra. Valskonur mæta danska liðinu Tvis Holstebro klukkan 17 í síðari leik dagsins. Með liðinu leika landsliðskonurnar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Handbolti 26. ágúst 2011 14:15
Yfirlýsing frá Garðabæ Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um fjárveitingar til handknattleiksdeildar Stjörnunnar í fjölmiðlum. Handbolti 26. ágúst 2011 11:59
Sigurður: Gerðu lítið úr starfi Stjörnunnar Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Handbolti 26. ágúst 2011 09:57
Stjarnan verður með þrátt fyrir allt Aðalstjórn Stjörnunnar í Garðabæ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrri yfirlýsing er dregin til baka og tilkynnt að kvennalið félagsins í handbolta verði með í N1-deild kvenna í vetur. Handbolti 26. ágúst 2011 09:11
Baldur: Vöknuðu af værum blundi Allt útlit er fyrir að kvennalið Stjörnunnar í handknattleik verði með í N1-deild kvenna í vetur. Formaður og varaformaður handknattleiksdeildar félagsins sögðu af sér í gær. Handbolti 26. ágúst 2011 08:48
Máttum alveg ræða við Elísabetu líkt og þeir ræddu við Stellu Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Handbolti 25. ágúst 2011 22:00
Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. Handbolti 25. ágúst 2011 15:57
Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. Handbolti 24. ágúst 2011 22:50
Florentina Stanciu gengin í raðir ÍBV Markvörðurinn Florentina Stancia er gengin í raðir ÍBV úr Stjörnunni. Þetta hefur fréttastofa Vísis eftir öruggum heimildum. Handbolti 24. ágúst 2011 22:32
Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Handbolti 24. ágúst 2011 20:33
Karen Ösp gengur til liðs við Fram Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningi við Karen Ösp Guðbjartsdóttur, en leikmaðurinn gerir tveggja ára samning við Safamýraliðið. Handbolti 14. ágúst 2011 20:30
Anna Úrsúla hætt við Ungverjalandsdvöl - spilar með Val Ekkert verður af því að landsliðskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gangi til liðs við ungverska handknattleiksliðið ÉTV-Érdi VSE. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. Handbolti 9. ágúst 2011 22:05
Elísabet Gunnarsdóttir til liðs við Fram Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir er genginn til liðs við Fram. Elísabet, sem kemur úr Stjörnunni, skrifaði undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið. Handbolti 9. ágúst 2011 09:06
Fram til Ungverjalands - HK mætir frönsku liði Kvennalið Fram mætir ungverska liðinu Alcoa FCK í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik og HK mætir franska liðinu Fleury Loiret Handball í Áskorandakeppni Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vín í morgun. Handbolti 26. júlí 2011 14:15
Íslandsmeisturum Vals boðið á sterkt alþjóðlegt mót Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna verða meðal þátttakenda á sterku æfingamóti í Tékklandi í lok ágúst. Valsstúlkum var boðið að taka þátt í tveimur mótum á svipuðum tíma og ákváðu að fara til Tékklands en afþakka boð frá þýska félaginu Vfl Oldenburg. Handbolti 21. júlí 2011 22:13
Þorgerður Anna Atladóttir búin að semja við Val Þorgerður Anna Atladóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals í kvennahandboltanum og mun spila með liðinu næstu tvo tímabilin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. Handbolti 15. júní 2011 22:57
Íris Ásta á leið til Álaborgar Skyttan örvhenta í Íslandsmeistaraliði Vals, Íris Ásta Pétursdóttir, er á leiðinni til Álaborgar þar sem hún verður til reynslu í vikutíma. Handbolti 27. maí 2011 19:45
Guðríður: Ég passa upp á að hann gleymi ekki stelpunum Guðríður Guðjónsdóttir, verður áfram aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram en mun þó fá meiri ábyrgð næsta vetur þar sem að Einar verður uppteknari sem þjálfari beggja meistaraflokka Framara. Einar tók að sér bæði störfin í dag. Handbolti 16. maí 2011 17:30
Einar: Ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur við Einar Jónsson, tók í dag að sér þjálfun beggja meistaraflokksliða Fram í handboltanum. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fjögur ár og var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í vetur en núna verður hann með bæði liðin á sinni könnu. Handbolti 16. maí 2011 17:19
Magnús Stefánsson til ÍBV Magnús Stefánsson, sem leikið hefur með Fram undanfarin ár, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við 1. deildarlið ÍBV. Handbolti 14. maí 2011 12:45
Heiðdís gengur til liðs við Val Heiðdís Rún Guðmundsdóttir, fyrrum leikmaður meistaraflokks FH í handknattleik, hefur samið við Íslandsmeistara Vals fyrir næstkomandi tímabil, en samningurinn er til þriggja ára. Handbolti 10. maí 2011 11:00
Stefán áfram á Hlíðarenda Valur tilkynnti í kvöld að Stefán Arnarson verður áfram þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta til næstu tveggja ára. Stefán hefur gert Val að Íslandsmeisturum síðustu tvö árin. Handbolti 3. maí 2011 23:15
Fram fær landsliðskonu frá Fylki - Sunna semur til tveggja ára Landsliðskonan Sunna Jónsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við bikarmeistara Fram og er þar með önnur Fylkiskonan sem fer yfir í Safamýrina því áður hafði markvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir samið við Fram. Handbolti 14. apríl 2011 16:22
Stefán aðeins sá þriðji sem vinnur tvær úrslitakeppnir í röð Stefán Arnarson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, komst í hóp með þeim Theódóri Guðfinnssyni og Aðalsteini Jónssyni í gær þegar hann gerði Valsliðið að Íslandsmeisturum annað árið í röð. Valur tryggði sér titilinn með sigri á Fram í vítakeppni í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni. Handbolti 14. apríl 2011 13:30
Fram átti tvo markahæstu leikmennina í úrslitaeinvíginu Valskomur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handbolta í gærkvöldi með því að vinna þriðja leikinn í röð á móti bikarmeisturum Fram. Leikurinn sem var frábær skemmtun og líkalega sá besti sem hefur farið fram í kvennahandbolta á Íslandi fór alla leið í vítakeppni eftir að það var búið að framlengja tvisvar. Handbolti 14. apríl 2011 10:15