Eyjakonur unnu sinn fjórða sigur í röð í N1 deild kvenna í dag þegar þær sóttu tvö stig í Digranes. ÍBV vann 35-30 sigur á heimastúlkum í HK sem höfðu fyrir leikinn unnið alla heimaleiki vetrarins.
Florentina Stanciu var að venju öflug í marki ÍBV-liðsins en hún varði sextán skot í leiknum þar af voru þrjú víti. Grigore Ggogota, Guðbjörg Guðmannsdóttir og Ivana Mladenovic voru markahæstar með sjö mörk en Guðbjörg nýtti 7 af 8 skotum sínum í leiknum.
ÍBV komst aftur upp í 3. sætið en liðið er búið að vinna 5 af 7 leikjum sínum í vetur þar af alla þrjá leikina á Höfuðborgarsvæðinu.
HK-konur voru fyrir leikinn búnar að vinna alla fjóra heimaleiki sína í vetur en þurftu að sætta sig við fyrsta heimatapið í dag.
HK - ÍBV 30-35 (15-18)
Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 7, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Arna Björk Almarsdóttir 4, Gerður Arinbjarnar 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2.
Mörk ÍBV: Grigore Ggogota 7, Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Ivana Mladenovic 7, Simona Vintale 5, Drífa Þorvaldsdóttir 4, Rakel Hlynsdóttir 3, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Guðdís Jónatansdóttir 1.
Eyjakonur fyrstar til að vinna í Digranesinu í vetur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

