Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 21-26 | Öruggt hjá ÍBV

    Eyjakonur sóttu tvö stig í Mýrina í kvöld þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 26-21, í lokaleik 2. umferð N1 deildar kvenna í handbolta. Eyjakonur byrjuðu báða hálfleik mjög vel en hleyptu Stjörnuliðinu aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum var hinsvegar aldrei spurning um hvar sigurinn endaði.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram valtaði yfir HK - myndir

    HK kom allra liða mest á óvart í N1-deild kvenna í fyrra og vann góðan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð N1-deildar kvenna. Liðið brotlenti aftur á móti í Safamýrinni í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK vann sannfærandi sigur á Stjörnunni

    HK-konur komu á óvart í fyrstu umferð N1 deildar kvenna í handbolta með því að vinna sexmarka sigur á Stjörnunni, 25-19, í Digarnesi í dag en Stjörnuliðinu var spáð mun betra gengi en HK í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fjölmennasta kvennadeildin í þrettán ár hefst í dag

    Fyrsta umferðin í N1 deild kvenna í handbolta fer fram í dag þegar fimm leikir verða spilaðir. Ellefu lið eru í deildinni og verða tíu á ferðinni í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 1999-2000 eða í þrettán ár, sem svo mörg lið eru í úrvalsdeild kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Íslenski handboltinn verður á RÚV næstu fimm árin

    Handknattleikssamband Íslands gerði í gær nýjan samning við RÚV um sýningarrétt frá íslenskum handknattleik. Samningurinn er til næstu fimm ára og tryggir RÚV sýningarrétt á öllum leikjum Íslands- og bikarkeppna karla og kvenna sem og landsleikja Íslands hér á landi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur unnu fyrsta uppgjörið við Fram

    Valskonur urðu í gær Reykjavíkurmeistarar kvenna eftir 21-17 sigur á Fram í úrslitaleik mótsins sem fór fram í Vodafone Höllinni. Þetta kom fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur til Spánar en Framkonur til Noregs

    Íslands- og bikarmeistarar Vals drógust á móti spænska liðinu Valencia Aicequip í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta kvenna en dregið var í dag. Framkonur eru líka með í EHF-bikarnum og mæta norska liðinu Tertnes Bergen.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Simona snýr aftur til ÍBV

    Meistaraflokkur kvenna í handbolta hjá ÍBV hefur fengið góðan liðstyrk en Rúmeninn Simona Vitila leikur á ný með liðinu á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stella framlengir við Fram

    Besti leikmaður N1-deildar kvenna, stórskyttan Stella Sigurðardóttir, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stelpurnar okkar fara á EM eftir allt saman

    Evrópska handknattleikssambandið, EHF, staðfesti í dag að Ísland myndi taka sæti Hollands í lokakeppni EM í handbolta í desember. Einnig hefur verið ákveðið að mótið fari fram í Serbíu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ramune: Nýtt upphaf fyrir mig

    Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arndís María og Þórunn báðar úr Val í Gróttu

    Kvennalið Gróttu hefur fengið mikinn liðstyrk í N1-deild kvenna því þær Arndís María Erlingsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir hafa báðar skrifað undir samninga við Gróttuliðið. Þær eru báðar uppaldar á Nesinu en hafa leikið með Val síðustu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stelpurnar okkar sáu aldrei til sólar í Úkraínu

    Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stelpurnar okkar fara ekki á EM

    EM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik dó í Úkraínu í dag þegar liðið tapaði með tveimur mörkum, 22-20. Úkraína fer því á EM en þetta var hreinn úrslitaleikur um farseðil á EM.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðný Jenný: Við eigum mikið inni

    "Ég er búinn að skoða þær aðeins og þær eru sterkar í gegnumbrotum og með fínar skyttur. Þetta er flott lið sem við erum að fara að mæta," sagði landsliðsmarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir en hún þarf að eiga góðan leik gegn Spáni í kvöld.

    Handbolti