Marija er besta skyttan í Olísdeild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2013 07:30 Marija Gedroit. Mynd/Stefán Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er besta skytta deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Haukakonan Marija Gedroit fékk þar mjög flotta kosningu en hún er ríkjandi markadrottning deildarinnar. Marija fékk fjórtán stigum meira en Vera Lopes hjá ÍBV. Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er besta íslenska skyttan en hún fékk einu stigi meira en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni. „Vá. Þetta kemur mér mikið á óvart. Það er gaman að fá svona viðurkenningu og vonandi get ég haldið áfram á sömu braut,“ voru fyrstu viðbrögð Mariju Gedroit þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita að hún hefði verið kosin besta skytta deildarinnar. „Ég er á mínu þriðja ári hjá Haukum og ég er mjög ánægð með að hafa komið hingað. Haukar eru fullkomið lið fyrir mig. Allt liðið reynir að vinna með mér og hjálpa mér og á móti reyni ég að hjálpa liðinu. Við reynum að gera þetta saman,“ segir Marija. „Við hittum á gullkálfinn þarna,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, um Mariju. „Hún er með hæð til að vera góð skytta og hún er með góð skot, bæði frá gólfi sem og þegar hún stekkur upp. Það er bara kraftur í henni,“ segir Halldór Harri og er sammála kosningunni þótt hann hafi ekki getað gefið sínum leikmanni atkvæði. „Þetta kemur mér ekki á óvart því mér finnst hún vera besta vinstri skyttan á landinu og með betri leikmönnum í deildinni finnst mér,“ segir hann. Það tók samt smá tíma fyrir hana að aðlagast eftir að hún kom til Íslands fyrir tímabilið 2011-12. „Þetta tók auðvitað sinn tíma og hún var ekkert rosalega góð fyrsta hálfa árið. Þegar henni leið loksins vel á Íslandi þá skaust hún upp. Hún kemur inn í ungan hóp og sýnir fordæmi um hvernig á að gera hlutina,“ segir Halldór Harri en hvað með áhuga annarra liða? Eru félög að reyna að stela henni frá Haukum? „Hún á samning hér út næsta ár líka og verður hjá okkur næstu árin. Það hefur örugglega verið reynt að taka hana frá okkur en við erum passasamir með samninga og það er erfitt að brjóta þá,“ segir Halldór Harri. Marija er ánægð hjá Haukum og segir að liðið sé á réttri leið. „Við erum að vaxa sem lið og reynum að bæta okkur á hverju ári. Liðið er mun betra núna en það var á mínu fyrsta ári. Við ætlum að vinna eitthvað í framtíðinni hvort sem það verður í ár eða á næstu ári,“ segir Marija bjartsýn. „Kærastinn minn, Giedrius Morkunas, spilar einnig með Haukum og okkur líður báðum eins og við séum heima hjá okkur. Ég er að reyna að læra íslenskuna en Giedrius talar hana mun betur en ég,“ segir Marija og þrátt fyrir þessa flottu kosningu er hún ekkert á leiðinni í sterkara lið. „Ég held að ég sé ekki að fara neitt. Ég vona bara að við í Haukum náum að komast ofar á töflunni,“ sagði Marija.Ragnheiður Júlíusdóttir, FramMynd/DaníelHver er besta skyttan í Olís-deild kvenna? 1. Marija Gedroit, Haukum 33 (6 atkvæði í 1. sæti) 2. Vera Lopes, ÍBV 19 (2) 3. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 18 (2) 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 17 (2) 5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 9 6. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 4 7. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 3 8. Thea Imani Sturludóttir, Fylki 2 9. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 1 10. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 1 11. Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 1Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Fréttablaðið greinir síðan frá fleiri niðurstöðum könnunnarinnar á næstu dögum. Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er besta skytta deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Haukakonan Marija Gedroit fékk þar mjög flotta kosningu en hún er ríkjandi markadrottning deildarinnar. Marija fékk fjórtán stigum meira en Vera Lopes hjá ÍBV. Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er besta íslenska skyttan en hún fékk einu stigi meira en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni. „Vá. Þetta kemur mér mikið á óvart. Það er gaman að fá svona viðurkenningu og vonandi get ég haldið áfram á sömu braut,“ voru fyrstu viðbrögð Mariju Gedroit þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita að hún hefði verið kosin besta skytta deildarinnar. „Ég er á mínu þriðja ári hjá Haukum og ég er mjög ánægð með að hafa komið hingað. Haukar eru fullkomið lið fyrir mig. Allt liðið reynir að vinna með mér og hjálpa mér og á móti reyni ég að hjálpa liðinu. Við reynum að gera þetta saman,“ segir Marija. „Við hittum á gullkálfinn þarna,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, um Mariju. „Hún er með hæð til að vera góð skytta og hún er með góð skot, bæði frá gólfi sem og þegar hún stekkur upp. Það er bara kraftur í henni,“ segir Halldór Harri og er sammála kosningunni þótt hann hafi ekki getað gefið sínum leikmanni atkvæði. „Þetta kemur mér ekki á óvart því mér finnst hún vera besta vinstri skyttan á landinu og með betri leikmönnum í deildinni finnst mér,“ segir hann. Það tók samt smá tíma fyrir hana að aðlagast eftir að hún kom til Íslands fyrir tímabilið 2011-12. „Þetta tók auðvitað sinn tíma og hún var ekkert rosalega góð fyrsta hálfa árið. Þegar henni leið loksins vel á Íslandi þá skaust hún upp. Hún kemur inn í ungan hóp og sýnir fordæmi um hvernig á að gera hlutina,“ segir Halldór Harri en hvað með áhuga annarra liða? Eru félög að reyna að stela henni frá Haukum? „Hún á samning hér út næsta ár líka og verður hjá okkur næstu árin. Það hefur örugglega verið reynt að taka hana frá okkur en við erum passasamir með samninga og það er erfitt að brjóta þá,“ segir Halldór Harri. Marija er ánægð hjá Haukum og segir að liðið sé á réttri leið. „Við erum að vaxa sem lið og reynum að bæta okkur á hverju ári. Liðið er mun betra núna en það var á mínu fyrsta ári. Við ætlum að vinna eitthvað í framtíðinni hvort sem það verður í ár eða á næstu ári,“ segir Marija bjartsýn. „Kærastinn minn, Giedrius Morkunas, spilar einnig með Haukum og okkur líður báðum eins og við séum heima hjá okkur. Ég er að reyna að læra íslenskuna en Giedrius talar hana mun betur en ég,“ segir Marija og þrátt fyrir þessa flottu kosningu er hún ekkert á leiðinni í sterkara lið. „Ég held að ég sé ekki að fara neitt. Ég vona bara að við í Haukum náum að komast ofar á töflunni,“ sagði Marija.Ragnheiður Júlíusdóttir, FramMynd/DaníelHver er besta skyttan í Olís-deild kvenna? 1. Marija Gedroit, Haukum 33 (6 atkvæði í 1. sæti) 2. Vera Lopes, ÍBV 19 (2) 3. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 18 (2) 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 17 (2) 5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 9 6. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 4 7. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 3 8. Thea Imani Sturludóttir, Fylki 2 9. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 1 10. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 1 11. Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 1Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Fréttablaðið greinir síðan frá fleiri niðurstöðum könnunnarinnar á næstu dögum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira