Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 24-27 | Fyrsti sigur Stjörnumanna á árinu Stjarnan vann sinn fyrsta leik á árinu þegar liðið lagði FH að velli, 24-27, í Kaplakrika í kvöld. Þetta var fyrsta tap FH-inga á heimavelli í vetur. Handbolti 27. mars 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Víkingur tók á móti Selfossi í 19. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 27. mars 2022 21:00
Halldór Jóhann: Ekki auðveldur leikur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur við sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Handbolti 27. mars 2022 20:19
Umfjöllun og viðtöl: HK - Grótta 26-28 | Grótta eygir enn von um úrslitakeppni Grótta hélt möguleikanum á sæti í úrslitakeppni á lífi er liðið hafði betur gegn HK í Olís-deild karla í handbolta í dag. Handbolti 27. mars 2022 18:33
Jónatan Magnússon: Töpum þessu stigi „Ég er drullu svekktur og fúll,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 25-25 jafntefli á móti Aftureldingu í KA heimilinu í dag. KA var að vinna með tveimur þegar skammt var eftir af leiknum en fór afskaplega illa að ráði sínu á lokametrunum og náði ekki skoti í lokasókninni. Sport 27. mars 2022 18:12
Umfjöllun og viðtöl: KA - Afturelding 25-25 | Jafnt í KA heimilinu KA og Afturelding skildu jöfn 25-25 í KA heimilinu á Akureyri í dag eftir dramatískar lokasekúndur þar sem KA fór illa að ráði sínu í lokasókninni. Handbolti 27. mars 2022 15:20
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 30 - 30 Haukar | Bæði lið stigi ríkari eftir stórslaginn ÍBV og Haukar, tvö af efstu fjórum liðunum í Olís-deild karla í handbolta, áttust við í hörkuleik í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag. Handbolti 27. mars 2022 15:18
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 30-26| Valsmenn aftur á sigurbraut Valur komst aftur á sigurbraut eftir fjögurra marka sigur á Fram 30-26. Valsarar voru sterkari á lokasprettinum og sigldu fram úr sem skilaði stigunum tveimur. Handbolti 26. mars 2022 20:25
Snorri Steinn: Héldum haus allan leikinn Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með hvernig Valur svaraði vonbrigðunum gegn FH í síðustu umferð. Sport 26. mars 2022 20:10
Reynsluboltinn Ásbjörn: „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum“ Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 26. mars 2022 08:01
„Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því“ Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir að Stjörnumenn þurfi að hreinsa andrúmsloftið ef þeir ætla ekki að líta illa út í úrslitakeppninni. Handbolti 25. mars 2022 12:01
Ekki rétt að Ásbjörn sé sá markahæsti frá upphafi Í gær tilkynntu FH-ingar að Ásbjörn Friðriksson sé orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en þegar tölfræðin var skoðuð betur kom í ljós að FH-ingurinn öflugi á enn nokkuð langt í land með að taka metið. Handbolti 24. mars 2022 12:31
Sjáðu Ásbjörn „klobba“ landsliðsmarkvörðinn og verða sá markahæsti í sögunni FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er nú orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi en hann bætti metið í stórsigrinum á Val í Olís-deild karla í gær. Handbolti 24. mars 2022 10:00
Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari. Handbolti 23. mars 2022 23:10
Haukar í basli með botnliðið en sendu það niður um deild Topplið Olís-deildar karla í handbolta, Haukar, mörðu botnlið Víkings 28-26 í leik liðanna í kvöld. Úrslitin þýða að Víkingar eru fallnir úr deildinni líkt og HK sem féll einnig eftir tap í kvöld. Handbolti 23. mars 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 33-23 | HK-ingar fallnir úr Olís-deildinni Eftir tíu marka tap gegn Selfyssingum á útivelli og sigur Gróttu gegn Stjörnunni er HK fallið úr Olís-deild karla. Lokatölur á Selfossi í kvöld 33-23, Selfyssingum í vil. Handbolti 23. mars 2022 22:15
Ásbjörn eftir merkan áfanga og góðan sigur: Þetta er viðurkenning að maður hafi verið að gera gott síðustu ár Ásbjörn Friðiriksson leikmaður FH, náði þeim merka áfanga að verða markahæsti leikmaður Olís-deildar karla frá upphafi í kvöld er FH mætti Val í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann hefur nú skorað 1412 mörk í Olís-deildinni. Handbolti 23. mars 2022 21:45
„Þetta lið verður geggjað þegar við komum aftur í Olís-deildina“ Eftir tíu marka tap á Selfossi í kvöld er HK fallið úr Olís-deild karla í handbolta. Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, segir að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum sem var spilaður, en er þó bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir allt. Handbolti 23. mars 2022 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 27-30 | Sterkur sigur gestanna og heimamenn ekki unnið deildarleik á árinu Átjánda umferð Olís-deildar karla í handbolta hófst í kvöld eftir u.þ.b. tveggja vikna hlé á deildarkeppninni. Í Garðabæ mætti Grótta í heimsókn og lék gegn heimamönnum í Stjörnunni. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Gróttu, en sigurinn hefði hæglega getað verið stærri. Handbolti 23. mars 2022 21:10
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 30-22 | Heimamenn hefndu fyrir tapið í bikarnum FH-ingar fengu nýkrýnda bikarmeistara Vals í heimsókn í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mættust síðast í undanúrslitum Coca-cola bikarsins þar sem Valsmenn slóu FH út og því við hörkuleik að búast. Lokatölur 30-22. Handbolti 23. mars 2022 20:50
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 29-32 | Eyjasigur á klaufskum Mosfellingum ÍBV vann þriggja marka sigur á Aftureldingu, 29-32, í Mosfellsbænum í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 23. mars 2022 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 24-26 | Möguleikar Safamýrarpilta á sæti í úrslitakeppninni fara dvínandi KA vann sterkan tveggja marka útisigur á Fram í leik sem Safamýrarpiltar þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í vonina um sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 26-24 gestunum frá Akureyri í vil og vonir Fram fara því dvínandi. Handbolti 23. mars 2022 20:42
„Verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að fjöldi sóknarmistaka hefði verið munurinn á milli feigs og ófeigs gegn ÍBV í kvöld. Handbolti 23. mars 2022 20:35
Einar Jónsson: Dómgæslan var brandari Fram tapaði afar mikilvægum heimaleik gegn KA 24-26. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum. Sport 23. mars 2022 20:05
Upphitun Seinni bylgjunnar: „Valsararnir líta ógeðslega vel út“ Gríðarleg spenna er á toppi Olís-deildar karla í handbolta nú þegar fram undan eru fimm síðustu umferðirnar á aðeins þremur vikum. Algjör lykilleikur í bráttunni um sæti í úrslitakeppninni er í Safamýri í kvöld. Handbolti 23. mars 2022 15:01
Ásgeir Örn um lokasprettinn: Skák í gangi og röðin á liðunum gæti breyst töluvert Olís-deild karla í handbolta hefst aftur í dag eftir hlé vegna bikarúrslitanna og landsliðsæfinga. Það verða kláraðar fimm umferðir á næstu átján dögum og Guðjón Guðmundsson fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Seinni bylgjunni til að fara aðeins yfir hvernig lokakafli mótsins lítur úr. Handbolti 23. mars 2022 10:30
„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“ Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum. Handbolti 18. mars 2022 09:00
Áfall fyrir Selfoss: Ísak ristarbrotinn Selfyssingar urðu fyrir miklu áfalli þegar örvhenta skyttan Ísak Gústafsson ristarbrotnaði á æfingu með U-20 ára landsliðinu. Handbolti 17. mars 2022 12:19
„Stríð er það versta sem til er“ Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út. Handbolti 17. mars 2022 10:00
Darri fer til Parísar eftir tímabilið Handboltamaðurinn Darri Aronsson hleypir heimdraganum í sumar þegar hann gengur í raðir franska liðsins Ivry. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Ivry. Handbolti 16. mars 2022 11:29