Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 15:52 Misheppnað grín Einars Jónssonar kostaði hann eins leiks bann. vísir/hulda margrét Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Einar lét ummælin falla í viðtali við Vísi eftir leikinn í Kaplakrika, er hann var spurður út í rauða spjaldið sem Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fékk fyrir að kasta boltanum í andlit Birgis Más Birgissonar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar meðal annars í viðtalinu. Framkvæmdastjóri HSÍ vísaði ummælunum til aganefndar sem dæmdi hann í eins leiks bann. Að mati aganefndarinnar veittist Einar að heilindum og háttvísi Þorsteins Gauta. Nefndin taldi ennfremur að ummælin hafi verið til þess fallin að gera lítið úr umræðuna innan íþróttahreyfingarinnar um alvarleika höfuðmeiðsla. Engu hafi breytt þótt ummælin hafi verið sett fram í háði eða spotti. Úrskurð aganefndar HSÍ má sjá með því að smella hér. Einar baðst afsökunar á ummælum sínum í gær þar sem hann tiltók að þau hafi verið sett fram í gríni og þeim hafi ekki verið ætlað að særa neinn. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Einar tekur út leikbann þegar Fram tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í Olís-deildinni á föstudaginn. Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, var einnig dæmdur í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í tapinu fyrir Aftureldingu. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar Grótta tekur á móti FH á fimmtudaginn. Olís-deild karla Fram FH Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Einar lét ummælin falla í viðtali við Vísi eftir leikinn í Kaplakrika, er hann var spurður út í rauða spjaldið sem Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fékk fyrir að kasta boltanum í andlit Birgis Más Birgissonar beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar meðal annars í viðtalinu. Framkvæmdastjóri HSÍ vísaði ummælunum til aganefndar sem dæmdi hann í eins leiks bann. Að mati aganefndarinnar veittist Einar að heilindum og háttvísi Þorsteins Gauta. Nefndin taldi ennfremur að ummælin hafi verið til þess fallin að gera lítið úr umræðuna innan íþróttahreyfingarinnar um alvarleika höfuðmeiðsla. Engu hafi breytt þótt ummælin hafi verið sett fram í háði eða spotti. Úrskurð aganefndar HSÍ má sjá með því að smella hér. Einar baðst afsökunar á ummælum sínum í gær þar sem hann tiltók að þau hafi verið sett fram í gríni og þeim hafi ekki verið ætlað að særa neinn. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Einar tekur út leikbann þegar Fram tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í Olís-deildinni á föstudaginn. Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, var einnig dæmdur í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í tapinu fyrir Aftureldingu. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar Grótta tekur á móti FH á fimmtudaginn.
Olís-deild karla Fram FH Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira