Sævar og Árni taka við KA Nú hefur verið tilkynnt að Sævar Árnason verði næsti þjálfari KA-manna í DHL-deild karla í handbolta og honum til aðstoðar verður fyrrum aðstoðarþjálfari KA til fjölda ára, Árni Stefánsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KA í kvöld. Þeirra bíður það erfiða verkefni að halda KA liðinu á meðal þeirra bestu, en illa hefur gengið hjá norðanmönnum að undanförnu. Sport 15. mars 2006 21:24
Reynir hættur að þjálfa KA Reynir Stefánsson hefur stigið af stóli sem þjálfari handknattleiksliðs KA í DHL-deildinni af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu nú undir kvöldið. Ekki er ljóst hver tekur við liði KA í hans stað. Sport 14. mars 2006 18:37
Haukar lögðu Selfoss Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik. Haukar lögðu Selfoss 33-28 á heimavelli sínum Ásvöllum og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og skellti FH 31-26. Þá var einn leikur í DHL-deild kvenna, Grótta marði sigur á FH á útivelli 26-25. Sport 12. mars 2006 21:46
Fram burstaði KA Fram var ekki vandræðum með KA menn á heimavelli sínum í DHL-deil karla í handbolta í dag og vann tíu marka sigur 37-27. Jóhann Einarsson skoraði 8 mörk fyrir Fram og Stefán Stefánsson skoraði 6. Hjá KA voru Elfar Halldórsson og Nikola Jankovic markahæstir með 5 mörk hvor. Fram hefur þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Haukar eiga leik til góða gegn Selfossi í kvöld. Sport 12. mars 2006 18:04
Valur lagði Aftureldingu Tveir leikir fóru fram nú síðdegis í DHL-deild karla í handbolta. Valsmenn skelltu Aftureldingu í Mosfellsbænum 27-25 og Víkingur/Fjölnir lagði Þór naumlega á heimavelli 29-28. Sport 11. mars 2006 18:08
Fylkir vann auðveldan sigur á ÍBV Fylkir vann í dag auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild karla í handbolta 27-18 á heimavelli sínum. Ingólfur Axelsson skoraði 10 mörk fyrir Fylki og Hlynur Morthens varði 20 skot í markinu. Ólafur Víðir Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir ÍBV. Sport 11. mars 2006 16:03
HK lagði ÍR HK er komið í sjötta sæti í DHL-deild karla í handknattleik eftir sigur á ÍR á heimavelli sínum í Digranesi í kvöld 29-27. HK hefur hlotið 20 stig, en ÍR er í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig. Sport 10. mars 2006 21:55
HK tekur á móti ÍR Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld þegar HK tekur á móti ÍR í Digranesi. HK er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig, en ÍR-ingar sitja í sætinu fyrir ofan með einu stigi meira. Leikurinn hefst klukkan 20. Sport 10. mars 2006 16:45
Stjarnan lagði KA fyrir norðan Stjarnan vann í kvöld nauman sigur á KA 26-25 fyrir norðan í DHL-deildinni í handknattleik karla, eftir að hafa verið yfir 15-12 í hálfleik. Stórskyttan Tite Kalandadze var markahæstur í liði Garðbæinga með 7 mörk, en Jónatan Magnússon skoraði 9 mörk fyrir norðanmenn. Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, en KA í því sjötta með 19. stig. Sport 8. mars 2006 21:12
Fram á toppinn í handboltanum Fram tyllti sér á topp DHL-deildar karla í handbolta í dag með tveggja marka sigri á ÍBV á erfiðum útivelli í Eyjum, 32-34. Tveir leikir fóru fram hjá körlunum í efstu deild en Stjarnan lagði Hauka í Ásgarði með 5 marka mun, 33-28. Sport 4. mars 2006 18:07
Valur lagði Fylki Valsmenn unnu góðan sigur á Fylki í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld 20-28, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-15. Hjalti Þór Pálmason skoraði 10 mörk fyrir Val og Mohamadi Loutoufi skoraði 6. Þá var Hlynur Jóhannesson í miklu stuði í marki Vals og varði 20 skot. Heimir Örn Árnason skoraði 9 mörk fyrir Fylki. Sport 3. mars 2006 21:03
Fimm leikir á dagskrá í kvöld Fimm leikir fara fram í dhl-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19 mætast Þór og HK á Akureyri, klukkan 19:15 mætast KA og FH, ÍR og Afturelding og svo Valur og Fylkir í Laugardalshöllinni og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Víkingur/Fjölnir á Selfossi. Sport 3. mars 2006 18:15
Sigur hjá toppliðunum Haukar og Fram unnu leiki sína í kvöld í DHL-deild karla í handbolta og halda því fyrsta og öðru sætinu í deildinni. Haukar unnu auðveldan sigur á KA 39-28 og Valsmenn unnu nauman sigur á Fram 30-29. Sport 1. mars 2006 21:36
HK lagði Selfoss HK lagði Selfoss 37-28 í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Leikurinn fór fram í Digranesi. Elías Halldórsson var markahæstur í liði HK með 11 mörk, en Vladimir Duvic skoraði 13 mörk fyrir Selfyssinga. Sport 28. febrúar 2006 21:06
Haukar unnu ÍBV Haukar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í DHL-deild karla í handbolta í dag og unnu heimamenn 34-32 og komust þar með í efsta sæti deildarinnar. Sport 18. febrúar 2006 20:01
Fylkir skellti toppliði Fram Fylkismenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði DHL-deildarinnar Fram í Árbænum í kvöld 28-23 eftir að Fram hafði verið yfir í hálfleik. Þór og Afturelding gerðu jafntefli 27-27, Valur vann nauman sigur á FH 26-25, KA burstaði Víking/Fjölni 36-25 og ÍR lagði Selfoss á útivelli 33-29. Sport 17. febrúar 2006 21:56
Fimm leikir í kvöld Fimm leikir eru á dagskrá í DHL-deild karla i handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Fram í Árbænum, Valur mætir FH í Laugardalshöll, Þór og Afturelding mætast í Höllinni fyrir norðan, KA tekur á móti Víkingi/Fjölni í KA-heimilinu og Selfoss fær ÍR í heimsókn. Sport 17. febrúar 2006 17:45
Haukar lögðu Val Haukar sigruðu Valsmenn á heimavelli sínum Ásvöllum 33-28 í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum, en Valsmenn urðu fyrir blóðtöku strax á 8. mínútu leiksins þegar Baldvin Þorsteinsson fékk að líta rauða spjaldið og kom því ekki meira við sögu í leiknum. Sport 15. febrúar 2006 21:33
Jafnt hjá ÍR og Stjörnunni ÍR og Stjarnan gerðu jafntefli 27-27 í hörkuspennandi leik í Austurbergi í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, þar sem Ragnar Helgason jafnaði metin fyrir heimamenn þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Tite Kalandadze um leið og lokaflautið gall small í þverslánni á marki ÍR. Sport 15. febrúar 2006 21:22
Stórleikur á Ásvöllum Heil umferð er á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld og þá er einn leikur á dagskrá í DHL-deild kvenna. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Hauka og Vals á Ásvöllum, en sá leikur hefst klukkan 20. Sport 15. febrúar 2006 18:51
Haukasigur í Árbænum Haukar lögðu Fylki í Árbænum í kvöld í fyrstu umferðinni í DHL deild karla í handbolta eftir hlé sem gert var á deildarkeppninni vegna EM í Sviss. Guðmundur Pedersen var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Kári Kristjánsson skoraði 7, en hjá Fylki var Anar Agnarsson markahæstur með 8 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 18 skot í marki Hauka. Sport 8. febrúar 2006 21:03
Heil umferð í kvöld Keppni í DHL-deild karla í handbolta hefst aftur í kvöld eftir hlé vegna EM í Sviss með helli umferð eða sjö leikjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 Sport 8. febrúar 2006 16:30
Haukar fóru létt með HK Haukar báru sigurorð af HK 32-24 í síðasta leik ársins í DHL-deild karla í handknattleik í gærkvöldi, eftir að hafa verið yfir 13-12 í hálfleik. Haukar sitja í öðru sæti deildarinnar ásamt Val, en Fram er í toppsætinu. Deildin hefst ekki að nýju fyrr en í byrjun febrúar, því sem kunnugt er fer Evrópumót landsliða fram í Sviss í janúar. Sport 22. desember 2005 06:15
ÍBV lagði ÍR Eyjamenn sigruðu heimamenn í ÍR í lokaleik dagsins í DHL-deild karla í handbolta 32-28 en leikurinn fór fram í Austurbergi. Sport 17. desember 2005 19:19
Fram hafði betur í toppslagnum Framarar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag og lögðu Hauka í toppslag DHL-deildar karla í handbolta, 33-26. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram, þar af 9 úr vítum, en Arnar Pétursson skoraði 6 fyrir Hauka. Haukarnir byrjuðu betur í leiknum, en varnarleikur Fram skóp sigurinn í dag og greinilegt að liðið er til alls líklegt undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Sport 17. desember 2005 18:31
Valur tapaði í Digranesi Topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta sótti ekki gull í greipar HK í Digranesi í kvöld og tapaði 25-23. KA lagði granna sína í Þór í háspennuleik 26-25. Loks burstaði Stjarnan Selfoss 32-23. Valsmenn halda þó enn efsta sæti deildarinnar, en bæði Fram og Haukar geta skotist framúr Val á morgun. Þessi lið mætast einmitt í deildinni á morgun. Sport 16. desember 2005 21:55
Þrír leikir í kvöld Síðustu umferð fyrir jól í DHL-deild karla í handbolta lýkur um helgina, en hún hefst í kvöld með þremur leikjum. HK tekur á móti Val í Digranesi, Þór Akureyri tekur á móti grönnum sínum í KA og Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Fjórir leikir verða svo á morgun, en þar ber hæst stórleikur Hauka og Fram á Ásvöllum. Sport 16. desember 2005 14:45
Haukar höfðu sigur á ÍR Haukar lögðu ÍR í Austurbergi í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta 33-29, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18-14 fyrir gestina. Guðmundur Pedersen skoraði 8 mörk fyrir Hauka, öll úr vítum, en Tryggvi Haraldsson, Ísleifur Sigurðsson, Ragnar Helgason og Hafsteinn Ingason skoruðu allir 5 mörk hver fyrir ÍR. Sport 14. desember 2005 21:15
ÍR tekur á móti Haukum Einn leikur fer fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Hauka í Austurbergi og hefst leikurinn klukkan 19:15. Haukar eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki, en ÍR er í áttunda sætinu með 11 stig úr 12 leikjum. Sport 14. desember 2005 18:00
Jafntefli í kaflaskiptum leik Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Sport 11. desember 2005 07:15