Valur vann HK með einu marki Elvar Geir Magnússon skrifar 6. október 2008 19:18 Úr leik hjá Val fyrr á tímabilinu. Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti)
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira