Valur vann HK með einu marki Elvar Geir Magnússon skrifar 6. október 2008 19:18 Úr leik hjá Val fyrr á tímabilinu. Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti)
Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira