Handbolti

Yfirlýsing frá Viggó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viggó Sigurðsson.
Viggó Sigurðsson.
Viggó Sigurðsson sendir frá sér yfirlýsingu í dag vegna ummæla sem höfð voru eftir honum í Morgunblaðinu á dögunum. Hún er svohljóðandi:

„Ég harma að hafa rætt við blaðamann Morgunblaðsins um frammistöðu dómarana eftir leik Fram og FH í N1 deild karla.

Með kveðju. Viggó Sigurðsson."

Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði við Fréttablaðið á dögunum að verið væri að skoða hvort taka ætti ummæli Viggós fyrir hjá aganefnd HSÍ.

Þá var eftirfarandi haft eftir Viggó í Morgunblaðinu.

„Ekki bætti úr skák að dómgæslan var gjörsamlega út í hött og öll á einn veg allan leikinn. Annar dómarinn, þá er ég ekki að tala um parið, var í „missjón" gegn okkur frá upphafi til enda."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×