Kökunni útdeilt Ekki þarf að efast um að þeir sem eiga rétt á lækkun höfuðstóls húsnæðislánsins síns samkvæmt skuldalækkunartillögunum sem kynntar voru um síðustu helgi verði ríkisstjórninni þakklátir fyrir greiðann. Eftir stendur eins og fyrr sú spurning hvort hópurinn sem nú fær aðstoð frá ríkinu sé endilega sá sem þurfti mest á henni að halda Fastir pennar 4. desember 2013 00:00
„Svínamálið“ Reynslan frá nágrannaríkjunum sýnir okkur að hatursglæpir eru einn fylgifiskur fjölmenningarsamfélagsins. Við höfum verið blessunarlega laus við þá til þessa. Einn slíkur var þó framinn í vikunni, um bjartan dag og í vitna viðurvist. Fjórir menn dreifðu svínshausum, -löppum og -blóði á lóðina í Sogamýri þar sem Félag múslima hyggst reisa mosku. Fastir pennar 30. nóvember 2013 06:00
Er svigrúmið fyrir alla? Stór hluti launamanna á Íslandi virðist hafa skynsamlegar og raunhæfar væntingar til næstu kjarasamninga. Í skoðanakönnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera lýstu tveir þriðjuhlutar svarenda sig reiðubúna að fara þjóðarsáttarleið lítilla kauphækkana og lágrar verðbólgu. Fastir pennar 29. nóvember 2013 07:00
Minna RÚV með skýrara hlutverk Uppsagnir hátt í fjörutíu starfsmanna Ríkisútvarpsins í gær vekja athygli og umræður. Gott fagfólk, sem margt hvert hefur orðið heimilisvinir landsmanna í gegnum viðtækin, missti vinnuna og að því er að sjálfsögðu eftirsjá. Fastir pennar 28. nóvember 2013 06:00
Borgað fyrir að nota náttúruna Fréttablaðið sagði frá því í gær að afleitt ástand væri á stórum hluta göngustíga í Þórsmörk. Í blaðinu birtust myndir sem sýna vel hvernig tugir þúsunda ferðamanna hafa traðkað gróðurþekjuna í sundur og skilið eftir stór sár í landinu þar sem verst lætur. Fastir pennar 27. nóvember 2013 00:00
Já, það er hægt að breyta stjórnarskrá Vinna við breytingar á stjórnarskránni er enn og aftur komin í gang með því að forsætisráðherra hefur skipað nýja stjórnarskrárnefnd. Hún er skipuð í samræmi við samkomulag allra þingflokka frá því í sumar og á að hafa til hliðsjónar meðal annars tillögur stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar frá síðasta kjörtímabili, vinnu stjórnarskrárnefndar frá kjörtímabilinu þar á undan og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs. Fastir pennar 21. nóvember 2013 06:00
Stórt áhyggjuefni Hnútukast Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsvarsmenn Seðlabankans vegna varnaðarorða þeirra um skuldalækkunaráform ríkisstjórnarinnar er furðulegt. Reyndar ekkert furðulegra en þau áform öll og ekki minna áhyggjuefni. Fastir pennar 20. nóvember 2013 07:00
Léttara regluverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði í byrjun vikunnar fram þarft frumvarp á Alþingi. Það fjallar um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni. Fastir pennar 16. nóvember 2013 06:00
Óþreyjufulli eigandinn Segja má að áherzlumunur varðandi hlutverk Landsvirkjunar hafi komið fram í máli forstjóra fyrirtækisins og iðnaðarráðherra á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag. Fastir pennar 15. nóvember 2013 06:00
Tak for alt Mörgu ljótu og neikvæðu úr sameiginlegri sögu Íslands og Danmerkur hefur löngum verið haldið á lofti hér á landi. Þrátt fyrir þrotlaust endurskoðunarstarf yngri sagnfræðinga situr einokunarverzlunin, maðkaða mjölið, íslenzku kirkjuklukkurnar sem voru bræddar upp Fastir pennar 14. nóvember 2013 06:00
Rétti tónninn Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar gefa rétta tóninn fyrir það starf sem framundan er á kjörtímabilinu við að ná tökum á ríkisfjármálunum. Þær eru ekki allar nýjar – meirihlutinn hefur raunar komið fram áður – en þær eru margar og eiga að geta nýtzt vel þegar menn velta við hverjum steini í leit að áhrifaríkum sparnaðarleiðum. Fastir pennar 13. nóvember 2013 07:00
Þvælzt fyrir þjóðarsátt Ekki er víst að allir vilji horfast í augu við það, en svigrúmið til að hækka laun í næstu kjarasamningum er ákaflega lítið. Fastir pennar 12. nóvember 2013 06:00
Orðheldna stjórnin Ein ástæðan fyrir því að Íslendingar bera lítið traust til stjórnmálamanna er hvað þeir eru stundum gjörsamlega ósammála sjálfum sér. Það er furðulega algengt að menn gangi af göflunum í stjórnarandstöðu yfir athæfi sem þeir sjá svo ekkert athugavert við þegar þeir eru komnir í stjórn – og reyndar öfugt líka. Fastir pennar 9. nóvember 2013 07:00
Himnasendingar og hvalrekar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er bjartsýnismaður. Um það bera vott tvær ræður, sem hann hefur haldið undanfarna daga. Fastir pennar 8. nóvember 2013 07:00
Aðförin að Ólafi Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sakaði Steingrím J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson um "aðför“ að forseta Íslands í ræðu á Alþingi í fyrradag. Skrif þessara tveggja fyrrverandi ráðherra í bókum um síðasta kjörtímabil kallar hún "forkastanleg“ Fastir pennar 7. nóvember 2013 06:00
Ekki afturhvarf til fortíðar Ákvörðun Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur að draga sig í hlé frá stjórnmálastarfi markar vissulega tímamót í borgarmálapólitíkinni. Þegar Jón hverfur úr stóli borgarstjóra lýkur tímabili sem er einstakt í sögu borgarstjórnarinnar; grínisti og vinir hans unnu stórsigur í borgarstjórnarkosningum og fórst betur úr hendi að stjórna borginni en flestir hefðu búizt við - þótt þar sé vissulega margt gagnrýni vert. Í könnun sem gerð var í september á fylgi flokkanna í borgarstjórn fékk Bezti flokkurinn 37 prósent, meira en í kosningunum árið 2010. Fastir pennar 2. nóvember 2013 10:01
Hráa ferska kjötið Innflutningur á ferskum kjötvörum er hagur neytenda, sem hafa þá úr meiru að velja. Íslenzkur landbúnaður fær meiri samkeppni og veitir ekkert af. Kjötið sem er flutt inn er háð ströngu heilbrigðiseftirliti í heimalandinu. Íslenzk stjórnvöld mega áfram taka stikkprufur til að fylgjast með heilbrigði innfluttra búvara. Innflutningsbannið er fyrst og fremst viðskiptahindrun, hugsað til að vernda landbúnaðinn fyrir samkeppni. Það verður ágætt þegar EFTA-dómstóllinn hnekkir því. Fastir pennar 1. nóvember 2013 07:00
Auðvelda leiðin Fjárhagsáætlunin, sem meirihluti Bezta flokksins (eða eigum við að segja Bjartrar framtíðar?) og Samfylkingarinnar leggur fram fyrir komandi kosningaár í Reykjavík gerir ráð fyrir að afgangur verði á rekstri borgarinnar. Það er gott og göfugt markmið. Hins vegar er ekki sama hvernig því er náð. Fastir pennar 31. október 2013 06:00
Millilending í flugvallarmáli Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um innanlandsflug er ágæt millilending í máli sem var komið upp í loft. Þar er komið til móts við sjónarmið beggja; þeirra sem vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýri og þeirra sem vilja að miðstöð innanlandsflugs sé áfram í Reykjavík. Fastir pennar 29. október 2013 00:00
Það sem þig raunverulega langar Við hjá Tal viljum að internetið sé opið og aðgengilegt öllum sama hvar í heiminum þeir eru fæddir og búsettir. Við viljum að hlutirnir séu einfaldir og auðveldir í notkun og þú getir gert það sem þig raunverulega langar. Þess vegna settum við smá Lúxus í netið ykkar,“ Fastir pennar 26. október 2013 06:00
Leiðin til að rjúfa vítahringinn Færri feður taka sér nú fæðingarorlof með börnum sínum en á árunum fyrir hrun. Fréttablaðið sagði í gær frá fyrstu handföstu tölunum um áhrifin af verulegri lækkun fæðingarorlofsgreiðslnanna árið 2009. Fastir pennar 24. október 2013 07:00
Upplýst ákvörðun um sæstreng Lagning sæstrengs til að selja íslenzka raforku til Bretlands eða meginlandsins hefur oft verið til umræðu undanfarna áratugi. Nú fara þær umræður fram í meiri alvöru en oftast áður, eins og rakið var í ýtarlegri fréttaskýringu Svavars Hávarðssonar í helgarblaði Fréttablaðsins. Fastir pennar 23. október 2013 07:00
Pólitík í Gálgahrauni Hvers konar ríki er það sem handtekur Ómar Ragnarsson? var spurt víða á samfélagsmiðlum í gær, eftir að þessi ástmögur þjóðarinnar var tekinn höndum þar sem hann sat ásamt fleirum í vegi vinnuvéla í Gálgahrauni. Fastir pennar 22. október 2013 07:00
Ranglátur skattur aflagður Mín ráðlegging til þeirra sem eru í sömu sporum og ég var árið 1987 er að byrja á því að flytja fyrirtækin úr landi. Ísland er of fjandsamlegt tæknifyrirtækjum til að það sé nokkurt vit í að vera hérna.“ Þetta segir Friðrik Skúlason, einn af helztu frumkvöðlum íslenzka hugbúnaðargeirans, í samtali við Fréttablaðið í gær. Fastir pennar 18. október 2013 00:00
Berrassaðir ráðherrar Niðurstöður úr könnun markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu á viðhorfum kjósenda til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eru afgerandi. Minnihluti vill ganga í ESB við svo búið, enda er enginn aðildarsamningur sem fólk getur tekið afstöðu til. Hins vegar vill meirihluti, 52 prósent, halda aðildarviðræðunum áfram og yfirgnæfandi meirihluti, eða 67 prósent, að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um framhald viðræðnanna. Fastir pennar 17. október 2013 07:00
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun