Íslenzki tvískinnungurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. desember 2013 06:00 Um síðustu helgi náðist samkomulag á ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um að liðka fyrir alþjóðaviðskiptum á ýmsa lund. Meðal annars var samið um að hraða tollafgreiðslu á matvörum sem hætt er við skemmdum, til dæmis sjávarafurðum. Það er að sjálfsögðu hagsmunamál fyrir Ísland, sem flytur út mikið af fiski. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu um samkomulagið á sunnudaginn og minnti á að það væri sögulegt af því að í fyrsta sinn hefði náðst bindandi samkomulag á ráðherrafundi WTO. „Frá árinu 2001 hafa farið fram samningaviðræður á meðal aðildarríkja WTO undir merki svonefndrar Doha-lotu og má segja að með samkomulaginu í Balí hafi tekist að ljúka fyrsta áfanganum í þeim viðræðum. Enn eru þó erfiðustu samningsefni Doha-lotunnar óútkljáð, m.a. krafa Íslands og fleiri ríkja um að settar verði frekari skorður við ríkisstyrki í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þar er líka sagt frá því að formaður íslenzku samninganefndarinnar, Martin Eyjólfsson sendiherra, hafi flutt erindi á málþingi í tengslum við fundinn þar sem hann lagði áherzlu á mikilvægi þess að aftur yrði tekinn upp þráðurinn í samningaviðræðum um reglur um ríkisstyrki í sjávarútvegi. Í utanríkisráðuneytinu hefur líklega ekki þótt taka því að nefna annað af erfiðustu samningsefnum Doha-lotunnar, en það eru kröfur ríkja sem ástunda hagkvæman landbúnað og öflugan útflutning búvara, svo og margra þróunarríkja, um afnám ríkisstyrkja í landbúnaði og tolla á landbúnaðarvörur. Samninganefnd Íslands á fundum Heimsviðskiptastofnunarinnar hefur löngum verið sett í þá furðulegu stöðu að tala annars vegar fyrir afnámi ríkisstyrkja í sjávarútvegi, með þeim rökum að þeir skekki samkeppnisstöðu og stuðli að ofveiði og sóun á auðlindum, en verja hins vegar kerfi ríkisstyrkja og ofurtolla á landbúnaðarvörur með kjafti og klóm. Það er nefnilega svo fullkomlega borðleggjandi ef litið er á hagsmuni heimsbyggðarinnar allrar, ríkra landa og fátækra, að frjáls viðskipti, jafnt með sjávarafurðir sem landbúnaðarvörur, myndu verða fólki til mestra hagsbóta og draga úr sóun og ágangi á auðlindir. Það hlýtur líka að vera furðulegt fyrir íslenzku samningamennina að færa fram rökin fyrir því að það eigi að halda áfram að vernda landbúnaðinn; fæðuöryggi, byggðastefnu og félagslegt og menningarlegt mikilvægi; þegar talsmenn ríkjanna sem styrkja sjávarútveginn hvað mest svara með nákvæmlega sömu rökum fyrir því að viðhalda ríkisstyrkjum til veiða og vinnslu. Og loks getur það ekki verið vænlegt til árangurs í baráttunni fyrir afnámi ríkisstyrkja í sjávarútvegi að halda fram þveröfugri stefnu í landbúnaðarmálum og vilja ekki fallast á breytingar. Samkomulag um að efla fríverzlun yrði heimsbyggðinni til hagsbóta og myndi ýta undir hagvöxt víða um heim. Það sem íslenzk stjórnvöld gætu lagt af mörkum til að árangur náist í Doha-lotunni er að hætta þessum furðulega tvískinnungi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Um síðustu helgi náðist samkomulag á ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um að liðka fyrir alþjóðaviðskiptum á ýmsa lund. Meðal annars var samið um að hraða tollafgreiðslu á matvörum sem hætt er við skemmdum, til dæmis sjávarafurðum. Það er að sjálfsögðu hagsmunamál fyrir Ísland, sem flytur út mikið af fiski. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu um samkomulagið á sunnudaginn og minnti á að það væri sögulegt af því að í fyrsta sinn hefði náðst bindandi samkomulag á ráðherrafundi WTO. „Frá árinu 2001 hafa farið fram samningaviðræður á meðal aðildarríkja WTO undir merki svonefndrar Doha-lotu og má segja að með samkomulaginu í Balí hafi tekist að ljúka fyrsta áfanganum í þeim viðræðum. Enn eru þó erfiðustu samningsefni Doha-lotunnar óútkljáð, m.a. krafa Íslands og fleiri ríkja um að settar verði frekari skorður við ríkisstyrki í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þar er líka sagt frá því að formaður íslenzku samninganefndarinnar, Martin Eyjólfsson sendiherra, hafi flutt erindi á málþingi í tengslum við fundinn þar sem hann lagði áherzlu á mikilvægi þess að aftur yrði tekinn upp þráðurinn í samningaviðræðum um reglur um ríkisstyrki í sjávarútvegi. Í utanríkisráðuneytinu hefur líklega ekki þótt taka því að nefna annað af erfiðustu samningsefnum Doha-lotunnar, en það eru kröfur ríkja sem ástunda hagkvæman landbúnað og öflugan útflutning búvara, svo og margra þróunarríkja, um afnám ríkisstyrkja í landbúnaði og tolla á landbúnaðarvörur. Samninganefnd Íslands á fundum Heimsviðskiptastofnunarinnar hefur löngum verið sett í þá furðulegu stöðu að tala annars vegar fyrir afnámi ríkisstyrkja í sjávarútvegi, með þeim rökum að þeir skekki samkeppnisstöðu og stuðli að ofveiði og sóun á auðlindum, en verja hins vegar kerfi ríkisstyrkja og ofurtolla á landbúnaðarvörur með kjafti og klóm. Það er nefnilega svo fullkomlega borðleggjandi ef litið er á hagsmuni heimsbyggðarinnar allrar, ríkra landa og fátækra, að frjáls viðskipti, jafnt með sjávarafurðir sem landbúnaðarvörur, myndu verða fólki til mestra hagsbóta og draga úr sóun og ágangi á auðlindir. Það hlýtur líka að vera furðulegt fyrir íslenzku samningamennina að færa fram rökin fyrir því að það eigi að halda áfram að vernda landbúnaðinn; fæðuöryggi, byggðastefnu og félagslegt og menningarlegt mikilvægi; þegar talsmenn ríkjanna sem styrkja sjávarútveginn hvað mest svara með nákvæmlega sömu rökum fyrir því að viðhalda ríkisstyrkjum til veiða og vinnslu. Og loks getur það ekki verið vænlegt til árangurs í baráttunni fyrir afnámi ríkisstyrkja í sjávarútvegi að halda fram þveröfugri stefnu í landbúnaðarmálum og vilja ekki fallast á breytingar. Samkomulag um að efla fríverzlun yrði heimsbyggðinni til hagsbóta og myndi ýta undir hagvöxt víða um heim. Það sem íslenzk stjórnvöld gætu lagt af mörkum til að árangur náist í Doha-lotunni er að hætta þessum furðulega tvískinnungi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun