Íslenskir rapparar prýða snakkpoka Andlit tveggja íslenskra rappara prýða umbúðir Rappsnakks. Þó svo að það sé aðeins fáanlegt í gegnum Instagram seldist fyrsta sendingin upp. Viðskipti innlent 27. maí 2020 14:20
Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. Innlent 17. maí 2020 19:58
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. Viðskipti innlent 17. maí 2020 09:26
J.C. Penney gjaldþrota Bandaríski smásölurisinn J.C. Penney hefur óskað eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Neytendur 16. maí 2020 13:12
Lækka gjaldið í Vaðlaheiðargöng fyrir þau sem bruna í gegn Veggjald fyrir ökumenn fólksbíla sem keyra beint í gegnum Vaðlaheiðargöng án þess að skrá sig lækkar um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 15. maí 2020 16:10
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Viðskipti innlent 14. maí 2020 17:54
Bauhaus sektað vegna verðverndarinnar Byggingavöruverslunin Bauhaus hefur verið sektuð um 500 þúsund krónur vegna fullyrðinga verslunarinnar um að þar sé lægsta verðið á markaðnum. Viðskipti innlent 14. maí 2020 09:52
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. Viðskipti erlent 13. maí 2020 11:03
„Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er“ Neytendur tuða á samfélagsmiðlum og á kaffihúsum en fylgja því of sjaldan eftir segir Rakel Garðarsdóttir. Gæti verið að breytast segir Breki Karlsson sem telur að neytendur muni sniðganga fyrirtæki sem ekki sýna af sér gott siðferði. Atvinnulíf 13. maí 2020 11:00
Vara við eitruðum kræklingi í Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði eftir að DSP-þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. Innlent 8. maí 2020 22:25
Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Innlent 7. maí 2020 18:19
Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Innlent 7. maí 2020 17:58
Breki telur Strætó nota Covid-19 sem skálkaskjól Formaður Neytendasamtakanna telur Strætó nota farsóttarvarnir sem skálkaskjól til hagræðingar. Innlent 7. maí 2020 11:57
Persónuvernd fengið ábendingu um viðbrögð Bjössa í World Class Björn Leifsson, eigandi World Class, greip til þess ráðs að svara greiðanda áskriftar hjá World Class opinberlega í vikunni. Viðbrögð Björns vöktu athygli og spurningar um mögulegt brot á persónuverndarlögum. Innlent 6. maí 2020 11:14
Kolaportið opnar dyrnar 16. maí Kolaportið hefur tilkynnt að opnað verði fyrir viðskiptavini þann 16. maí. Viðskipti innlent 4. maí 2020 15:51
Útskriftarnemar í MH og MR telja ferðaskrifstofur hafa brotið á sér Útskriftarnemar í MH og MR telja að ferðaskrifstofur hafi brotið á sér með því að ferðaskrifstofur endurgreiði ekki pakkaferðir innan tveggja vikna eftir að farið er fram á það. Innlent 2. maí 2020 19:00
Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. Innlent 2. maí 2020 11:15
Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. Viðskipti innlent 1. maí 2020 20:26
Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Viðskipti innlent 1. maí 2020 09:00
Skjóta á sænska Toppinn og segja Kristal eins íslenskan og íslenskir drykkir verða Ölgerðin, sem framleiðir sódavatnið Kristal, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að sá drykkur sé eins íslenskur og íslenskir drykkir verða. Viðskipti innlent 30. apríl 2020 17:55
Sænskt lindarvatn í Toppdósunum Þrátt fyrir að það sé ekki tiltekið á umbúðunum eða pakkningunni er Toppur í dós framleiddur og fluttur inn frá Svíþjóð. Viðskipti innlent 30. apríl 2020 10:20
Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. Viðskipti innlent 30. apríl 2020 09:00
Drekinn seldi tugi ólöglegra níkótínvökva Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir ólöglegra áfyllinga á rafrettur. Viðskipti innlent 29. apríl 2020 11:04
Björgunarsveitir verða að henda partíbyssunum Slysavarnarfélaginu Landsbjörg hefur verið gert að farga svokölluðum „partíbyssum“ Viðskipti innlent 29. apríl 2020 10:11
Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 28. apríl 2020 21:00
Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 28. apríl 2020 16:00
Innkalla bórmikið prumpuslím Leikfangaverslunin Kids Cool Shop hefur innkallað leikfangaslímið „Gas Maker“ frá framleiðandanum Robetoy, Neytendur 28. apríl 2020 13:51
Ekki hægt að horfa upp á aðra eins kaupmáttarrýrnun og varð eftir hrun Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist vongóður um að á morgun hefjist formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins um hvernig verja megi lífskjarasamninginn í því alvarlega ástandi sem nú ríki á vinnumarkaði. Innlent 27. apríl 2020 23:15
Verð í matvöruverslunum hækkað síðan í febrúar Vöruverð í matvöruverslunum landsins hefur í mörgum tilfellum hækkað talsvert síðan í febrúar samkvæmt nýrri úttekt ASÍ. Viðskipti innlent 26. apríl 2020 16:54
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. Innlent 24. apríl 2020 18:35