Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin „Það er beinlínis villandi fyrir neytendur að benda á olíufélögin sem sökudólg fyrir aukinni verðbólgu. Ekki aðeins var öllu olíugjaldinu skilað til neytenda heldur hefur álagning á eldsneyti N1 haldist óbreytt frá síðasta ári.“ Innlent 30.1.2026 14:38
Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi búist við meiri lækkunum á eldsneytisverði hjá olíufélögunum samfara því að eldsneytisgjöld og vörugjöld á bensíni voru felld niður um áramótin. Þau þurfi að passa sig. Ríkisstjórnin ætli að ná hallalausum fjárlögum til að ná tökum á verðbólgunni. Innlent 30.1.2026 13:05
„Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Erlendum karlmanni, á leið í heimsókn til tengdafjölskyldu sinnar á Íslandi, var meinaður aðgangur í flugvél Icelandair því gildistími vegabréfs hans var innan við þrír mánuðir. Með neyðarvegabréf í hendi keypti hann nýtt og dýrt flug. Hann rak í rogastans þegar hann ætlaði að halda heim á leið viku síðar og átti ekki lengur sæti í fluginu. Formaður Neytendasamtakanna segir reglu flugfélagsins óskiljanlega en forsvarsmenn Icelandair segja að um vel þekkt fyrirkomulag sé að ræða. Neytendur 30.1.2026 06:30
Deilt um verðhækkanir Veitna Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða. Innlent 19. janúar 2026 22:19
Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur lýsa yfir óánægju með há förgunargjöld á endurvinnslustöðvum Sorpu og segja gjöldin ýta undir hvata til þess að skilja úrgang eftir á víðavangi. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir ekki sanngjarnt að skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgi fyrir framkvæmdaruslið hjá þeim sem kjósa að fara í framkvæmdir. Neytendur 19. janúar 2026 18:48
Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir mikilvægt að fólk skrái kílómetrastöðu ökutækja áður en fresturinn rennur út á morgun. Þá gæti verið sniðugt að fara yfir hvort skráningin sé alveg örugglega rétt. Neytendur 19. janúar 2026 12:57
Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Álagning olíufélaganna hefur aldrei verið hærri en núna. Eldsneytisverð lækkaði um tæplega 97 krónur við ármótin þegar kílómetragjaldið tók gildi sem er í samræmi við væntingar Alþýðusambandsins. Eldsneytisverð hefði þó mátt lækka enn frekar að mati ASÍ. Neytendur 17. janúar 2026 15:48
Hættið að rukka vangreiðslugjald! Á bílastæðum sem nota þjónustu Checkit.is eru engin vangreiðslugjöld innheimt. Þar undir eru meðal annars Þingvellir, Seljalandsfoss, Höfðatorg, Selafjaran og Hafnarhólmi. Skoðun 12. janúar 2026 13:16
Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innviðaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Samgöngustofu um að vísa frá kvörtun fjögurra farþega sem ýmist var vísað úr eða yfirgáfu flugvél Play í Danmörku haustið 2024. Farþegarnir kröfðust þess að brottvísunin yrði metin ólögmæt og að þeim yrðu dæmdar skaða- og miskabætur. Neytendur 12. janúar 2026 12:41
Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Danól, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur hafið innköllun á NAN Expert Pro HA 1 og NAN Pro 1 þurrmjólk með lotunúmerunum 51690742F4, 51180346AC og 51250346AC. Áður hafði verið tilkynnt sérstaklega að ekki væri ástæða til þess að innkalla þurrmjólkina hér á landi en þá hafði það verið gert í Noregi. Neytendur 9. janúar 2026 16:37
Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Stöðum þar sem innheimt eru bílastæðagjöld hefur fjölgað ört undanfarin ár. Samhliða hefur þeim fyrirtækjum fjölgað sem bjóða upp á tæknilegar lausnir og þjónustu við gjaldtökuna og á sama tíma höfum við ítrekað heyrt frá neytendum sem kvarta yfir viðskiptaháttum á gjaldskyldum bílastæðum, skorti á upplýsingum, merkingum og handahófskenndri framkvæmd. Skoðun 9. janúar 2026 10:02
„Algjört siðleysi“ Formaður Neytendasamtakanna segir að atvinnuvegaráðherra eigi að fara varlega í að breyta lögum í því skyni að koma skikki á svokallaðan „gjaldskyldufrumskóg“. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir aðferðir sumra fyrirtækja siðlausar. Neytendur 9. janúar 2026 09:33
Bíllinn þremur milljónum dýrari Hækkun vörugjalda, sem tók gildi um áramótin, er farin að láta á sér kræla í verði hjá bílaumboðum. Afnám vörugjalda á rafmagnsbíla hefur ekki mikil áhrif eftir lækkun rafbílastyrks og dæmi eru um að ódýrari rafbílar hækki í verði eftir breytinguna. Viðskipti innlent 8. janúar 2026 13:37
Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Atvinnuvegaráðherra hefur boðað aðgerðir til að koma skikki á það sem hún lýsir sem „gjaldskyldufrumskógi“. Óregla á bílastæðamarkaði hafi of lengi bitnað á neytendum. Neytendastofa gefur út leiðbeiningar á morgun og reiknar með því að fyrirtæki bæti úr merkingum við bílastæði. Neytendur 8. janúar 2026 11:59
Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, flytur erindi á morgunverðarfundi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur boðað nú klukkan níu. Þar verður fjallað um aðgerðir til að efla neytendavernd í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum. Neytendur 8. janúar 2026 08:02
Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Á fjórtán árum hefur leiguverð hækkað nærri fimmfalt meira á Íslandi en meðaltal Evrópu. Á meðan launaþróun og húsnæðisverð í Evrópu haldast í hendur, rýkur verðið upp hér á landi. Formaður Leigjendasamtakanna segir skatt á leigusala eingöngu hafa áhrif á leigjendur. Neytendur 7. janúar 2026 13:12
Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Viðskiptavinir Sambíóanna borga nú 120 krónur aukalega panti þeir bíómiða í gegnum vefsíðu bíóhúsanna. Gjaldið er nefnt úrvinnslugjald en framkvæmdastjóri segir gjaldinu ætlað að koma til móts við aukinn kostnað meðal annars vegna reksturs og viðhalds miðasölukerfa. Það geri Sambíóunum kleyft að halda miðaverði stöðugu. Neytendur 7. janúar 2026 07:02
Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Seinna á árinu munu íbúðareigendur aftur geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á íbúðarlán segir fjármálaráðherra. Sem stendur býðst íbúðareigendum ekki að nýta sér leiðina en unnið er að frumvarpi í ráðuneytinu. Neytendur 6. janúar 2026 11:45
„Miður að bensínhákum sé umbunað“ Bensínverð hefur lækkað um þriðjung eftir áramót en Neytendasamtökunum berast kvartanir um að verði hafi verið haldið uppi fyrir þann tíma. Formaður segir ósanngjarnt að bensínhákum sé umbunað á sama tíma og rekstrarkostnaður sparneytinna bíla hækkar. Innlent 2. janúar 2026 21:44
Neytendur eigi meira inni Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla. Neytendur 2. janúar 2026 12:45
Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin á bensíni í prósentutölum er ívið meiri en hjá samkeppnisaðilum. Neytendur 2. janúar 2026 10:43
Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Eldsneytisverð lækkaði um í kringum þrjátíu prósent þegar nýtt ár gekk í garð á miðnætti og ný lög um kílómetragjald tóku gildi. Neytendur 1. janúar 2026 07:38
Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Verð á strætómiða fyrir fullorðna hækkar um tuttugu krónur eftir áramót, eða um þrjú prósent. Byggðasamlagið hækkar að jafnaði gjaldskrá sína tvisvar á ári. Gjaldskrárbreytingar taka gildi 6. janúar 2026. Neytendur 30. desember 2025 14:00
Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Vesturbæingar kaupa hlutfallslega oftast ís af öllum á meðan Hafnfirðingar fara oftast í bíó, samkvæmt samantekt sparisjóðsins Indó á neysluvenjum notenda. Neytendur 30. desember 2025 12:08