
Seattle 4 - Sacramento 1
Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu.