NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Marbury ætlar að feta í fótspor David Beckham

Leikstjórnandinn Stephon Marbury hjá New York Knicks í NBA deildinni segist ætla að feta í fótspor David Beckham þegar samningur hans við New York rennur út eftir tvö ár. Hann segist vera búinn að ákveða að reyna þá fyrir sér á Ítalíu þar sem hann ætlar að setjast að með fjölskyldu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Durant neitaði fjögurra milljarða tilboði Adidas

Framherjinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics neitaði á dögunum rúmlega fjögurra milljarða samningstilboði frá íþróttavöruframleiðandanum Adidas og ákvað að halda sig við Nike. Þar fær hann "aðeins" 3,6 milljarða samning fyrir að leika í skóm frá fyrirtækinu næstu sjö árin og þar af fær hann rúmar 600 milljónir beint í vasann við undirritun. Durant var valinn númer tvö í nýliðavalinu í NBA á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Yao Ming gagnrýndur harðlega í Kína

Íþróttaráðið í Kína gagnrýnir miðherjann Yao Ming harðlega í nýjustu útgáfu China Sports Daily sem er málgagn ráðsins í landinu. Ming er gagnrýndur fyrir að koma seint til æfinga með landsliðinu og þar setja menn stórt spurningamerki við það hve miklum tíma hann eyðir í að sinna einkalífinu. Þetta þykir ekki bera vott um hollustu við þjóðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Yi fær ekki að spila með Milwaukee

Kínverski framherjinn Yi Jianlian mun ekki fá að spila með liði Milwaukee Bucks í NBA deildinni ef maka má nýjustu fréttir frá Kína. Jianlian var valinn númer sex af Milwaukee í nýliðavalinu á dögunum en hefur enn ekki skrifað undir samning við félagið vegna þrýstings frá heimalandi sínu. Málið er að verða hið vandræðalegasta og stefnir í að David Stern forseti NBA deildarinnar þurfi nú að skerast í leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson og Artest fá sjö leikja bann

Fyrrum samherjarnir Stephen Jackson hjá Golden State og Ron Artest hjá Sacramento í NBA deildinni, voru á dögunum dæmdir í sjö leikja bann af deildinni fyrir að komast í kast við lögin utan vallar. Leikmannasamtökin íhuga nú að áfrýja þessum dómi, en Ron Artest er mjög upptekinn við að laga ímynd sína þessa dagana.

Körfubolti
Fréttamynd

Mourning ætlar að spila eitt ár í viðbót

Miðherjinn Alonzo Mourning hjá Miami Heat í NBA deildinni hefur tilkynnt að hann ætli að spila eitt ár til viðbótar með liðinu. Mourning hafð legið undir feldi í allt sumar en sagði ljótt tap liðsins gegn Chicago í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor vera helstu ástæðu þess að hann hafi ekki geta lagt skóna á hilluna.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando fjárfestir fyrir 12 milljarða

Forráðamenn NBA liðsins Orlando Magic hafa ekki setið auðum höndum undanfarna daga og fjárfesta nú grimmt. Í dag skrifaði miðherjinn Dwight Howard undir nýjan samning við félagið sem sagður er vera til fimm ára og upp á um 85 milljónir dollara.

Körfubolti
Fréttamynd

Oden spilar ekki meira í sumardeildinni

Miðherjinn Greg Oden getur ekki spilað meira í sumardeildinni í NBA því hann þarf að fara í aðgerð til að láta taka úr sér hálskirtlana. Oden var valinn númer eitt af Portland í nýliðavalinu á dögunum og þykir mikið efni. Hann hefur alls ekki náð sér á strik í sumardeildinni til þessa og kennir veikindum sínum um úthaldsleysi sitt.

Körfubolti
Fréttamynd

Francis keyptur út hjá Portland

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá því í morgun að bakvörðurinn Steve Francis muni verða keyptur út úr samningi sínum hjá Portland Trailblazers fyrir um 30 milljónir dollara. Francis var skipt til Portland frá New York á dögunum, en félagið hefur ekki í hyggju að nota leikstjórnandann.

Körfubolti
Fréttamynd

Vopnaðir menn rændu Antoine Walker

Framherjinn Antoine Walker hjá Miami Heat í NBA deildinni lenti í óskemmtilegri reynslu í gærkvöldi þegar vopnaðir ræningjar stálu öllu steini léttara í íbúð hans í Chicago. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Walker er rændur á ferli sínum í NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýliðarnir ryðgaðir í byrjun

Nýliðarnir Greg Oden hjá Portland og Kevin Durant hjá Seattle voru boðnir velkomnir í NBA deildina á dögunum þegar þeir spiluðu sína fyrstu leiki í sumardeildinni. Oden og Durant voru valdir númer 1 og 2 í nýliðavalinu um daginn og eru miklar vonir bundnar við þá á næstu árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Nocioni gerir fimm ára samning við Bulls

Argentínumaðurinn Andres Nocioni hjá Chicago Bulls hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið upp á um 38 milljónir dollara, en samningurinn verður ekki tilkynntur formlega fyrr en 11. júlí. Nocioni skoraði 14 stig og hirti 5,7 fráköst fyrir Chicago í vetur. Hann er 27 ára gamall framherji og spilar með landsliði Argentínu.

Körfubolti
Fréttamynd

Billups nær samningum við Detroit

ESPN sjónvarpsstöðin greinir frá því í nótt að leikstjórnandinn Chauncey Billups hafi náð samkomulagi við Detroit Pistons um að framlengja samning sinn við félagið um 5-6 ár og fái fyrir það 60 milljónir dollara. Umboðsmaður Billups hafði áður vísað svipuðum fréttum á bug.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant baðst afsökunar

Stórstjarnan Kobe Bryant hjá LA Lakers segist hafa beðið framkvæmdastjóra félagsins afsökunar á ummælum sínum fyrir fimm vikum þegar hann heimtaði að fara frá félaginu. Bryant hefur ekki dregið ósk sína til baka, en segist hafa hlaupið aðeins á sig vegna óþolinmæði í garð forráðamanna félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Grant Hill semur við Phoenix

Framherjinn Grant Hill sem leikið hefur með Orlando Magic í NBA deildinni síðustu ár skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Phoenix Suns. Hill var með lausa samninga hjá Orlando en gengur nú til liðs við Steve Nash og félaga þar sem hann mun spila fyrir algjör lágmarkslaun næstu tvö árin.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórskyttan Navarro á leið til Washington

Spænska stórskyttan Juan Carlos Navarro hjá körfuboltaliði Barcelona hefur fengið sig lausan undan samningi við félagið og hefur ákveðið að ganga í raðir Washington Wizards í NBA deildinni. Washington átti réttinn á hinum 27 ára gamla Navarro sem segir það draum fyrir sig að fá að reyna sig meðal þeirra bestu.

Körfubolti
Fréttamynd

Carlesimo tekur við Seattle Supersonics

Seattle Supersonics í NBA deildinni virðist nú loksins hafa tekist að ráða sér þjálfara ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. Félagið hefur enn á ný leitað í raðir NBA meistara San Antonio til að ná sér í mannskap því í nótt gengur það frá ráðningu PJ Carlesimo, sem verið hefur aðstoðarþjálfari Spurs síðustu fimm ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Grant Hill tekur ákvörðun í vikunni

Framherjinn Grant Hill ætlar að taka ákvörðun um framtíð sína í NBA deildinni fyrir helgi, en hann er með lausa samninga eftir að hafa leikið með Orlando undanfarin ár. Phoenix þykir líklegasta félagið til að landa Hill en Detroit, San Antonio, Miami og Dallas hafa einnig borið víurnar í þennan reynda kappa.

Körfubolti
Fréttamynd

Darko úti í kuldanum

Umboðsmaður Darko Milicic hjá Orlando Magic er ekki sáttur við forráðamenn NBA-liðsins eftir að þeir drógu til baka fyrirhugað tilboð um framlengingu á samningi hans. Orlando hefur boðið Rashard Lewis svo háan samning að óvíst er hvort félagið nær að halda Milicic í kjölfarið.

Körfubolti
Fréttamynd

Rashard Lewis samþykkir að fara til Orlando Magic

Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur tjáð forráðamönnum Orlando Magic að hann vilji skrifa undir samning við félagið. Lewis er með lausa samninga hjá Seattle í sumar eftir að hafa skorað yfir 22 stig að meðaltali fyrir Seattle síðasta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Portland valdi Oden í nýliðavali NBA

Nýliðavalið í NBA körfuboltanum fór fram í gærkvöldi sem er það sterkasta í mörg ár. Portland Trail Blazers, sem höfðu fyrsta valrétt, veðjuðu á miðherjann Greg Oden sem var valinn besti varnarleikmaðurinn í háskólakörfuboltanum í vetur. Hann er sagður besti stóri maðurinn til að koma inn í NBA deildina síðan Tim Duncan árið 1997.

Körfubolti
Fréttamynd

Portland ætlar að velja Greg Oden

ESPN sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að hún hafi heimildir fyrir því að Portland Trailblazers ætli að nota fyrsta valrétt sinn í nýliðavali NBA í nótt til að velja miðherjann Greg Oden frá Ohio State háskólanum. Fastlega er reiknað með því að Seattle Supersonics muni þá taka Kevin Durant frá Texas með öðrum valrétti sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Wallace með lausa samninga

Framherjinn Gerald Wallace hjá Charlotte Bobcats verður með lausa samninga hjá liðinu á sunnudaginn eftir að hann ákvað í dag að afsala sér síðasta árinu af samningi sínum við félagið. Wallace verður væntanlega eftirsóttur á næstu dögum eftir frábært tímabil í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Chauncey Billups á markaðnum

Leikstjórnandinn Chauncey Billups hjá Detroit Pistons kaus í dag að afsala sér síðasta árinu af samningi sínum við Detroit Pistons í NBA deildinni og verður því með lausa samninga um mánaðarmótin. Tvö lið eru talin hafa mikinn áhuga á að fá Billups í sínar raðir en Detroit er í bestu aðstöðunni til að bjóða honum góðan samning.

Körfubolti
Fréttamynd

Kirilenko beðinn að taka sig saman í andlitinu

Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett sagði nei við Boston Celtics

ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu.

Körfubolti
Fréttamynd

Reggie Theus tekur við Sacramento Kings

NBA lið Sacramento Kings hefur ráðið fyrrum leikmann liðsins Reggie Theus sem næsta þjálfara félagsins. Theus spilaði með Kings þegar liðið var í Kansas City á sínum tíma en er nú að taka við þjálfun NBA liðs í fyrsta sinn á ferlinum. Hann var áður þjálfari New Mexico State í Háskólaboltanum og leysir Eric Musselman af hólmi eftir að hann vann aðeins 33 leiki með Sacramento í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Baron Davis er liðtækur rappari

Þeir eru ekki ófáir NBA-leikmennirnir sem hafa reynt fyrir sér í rappinu með misgóðum árangri. Menn á borð við Shaquille O´Neal, Allen Iverson, Tony Parker og Ron Artest hafa sent frá sér lög og skífur sem hafa fengið vægast sagt misjafna dóma. Í myndbandinu sem sjá má með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan má heyra framlag Baron Davis til rappsins, en þar er hann að ríma með vini sínum Mr Drastick.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson á ekki von á að Bryant fari frá Lakers

Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust.

Körfubolti