Oddaleikur hjá San Antonio og New Orleans 16. maí 2008 07:15 Manu Ginobili setti persónulegt met með sex þristum í nótt NordcPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio. Oddaleikur liðanna verður því í New Orleans á mánudagskvöldið og þar verður leikið til þrautar. San Antonio vann nokkuð öruggan sigur í leiknum í nótt og náði mest 24 stiga forskoti. Þetta var 20. leikurinn af 21 þar sem heimaliðið fer með sigur af hólmi í annari umferðinni í úrslitakeppninni. Manu Ginobili var öflugur í liði San Antonio og skoraði 25 stig, þar af sex þrista, Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst og Tony Parker skoraði 15 stig. Chris Paul fór að venju fyrir liði New Orleans með 21 stigi og 8 stoðsendingum, Tyson Chandler skoraði 14 stig, Peja Stojakovic 13 og David West skoraði aðeins 10 stig. Tölfræði leiksins West átti stórleik í fimmta leiknum í New Orleans, en lenti í villuvandræðum eins og Chris Paul í leiknum í nótt og þurfti svo að fara útaf í fjórða leikhlutanum vegna bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í fimmta leiknum. "Við vitum hvað er í húfi. Við eigum á hættu að vera slegnir út og því ætlum við ekki að gefast upp baráttulaust. Við mætum klárir í slaginn í oddaleikinn," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. San Antonio liðið hefur ekki horft fram á að vera slegið út í úrslitakeppninni síðan árið 2006 þegar liðið lenti 3-1 undir í einvígi sínu við Dallas, en kom þá til baka og tapaði oddaleik í framlengingu. Ljóst er að eitthvað verður undan að láta í oddaleiknum á mánudaginn, en spútniklið New Orleans hefur haldið áfram að koma spámönnum á óvart í allan vetur. Þá er bara að sjá hvort reynsla meistara San Antonio eða ungt og hungrað lið New Orleans hefur betur í úrslitaleiknum í einvíginu, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort LA Lakers eða Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar. Sjötti leikur Utah og Lakers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 02:30 eftir miðnætti í nótt. Þar hefur Lakers 3-2 yfir og getur tryggt sig áfram með sigri. Þá gæti einnig dregið til tíðinda í einvígi Boston og Cleveland, en sjötti leikur liðanna verður sýndur beint á NBA TV rásinni á miðnætti í nótt. Þar hefur Boston yfir 3-2 í einvíginu en þarf að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppninni ef liðinu á að takast að komast í úrslit Austurdeildarinnar þar sem Detroit bíður átekta. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio. Oddaleikur liðanna verður því í New Orleans á mánudagskvöldið og þar verður leikið til þrautar. San Antonio vann nokkuð öruggan sigur í leiknum í nótt og náði mest 24 stiga forskoti. Þetta var 20. leikurinn af 21 þar sem heimaliðið fer með sigur af hólmi í annari umferðinni í úrslitakeppninni. Manu Ginobili var öflugur í liði San Antonio og skoraði 25 stig, þar af sex þrista, Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst og Tony Parker skoraði 15 stig. Chris Paul fór að venju fyrir liði New Orleans með 21 stigi og 8 stoðsendingum, Tyson Chandler skoraði 14 stig, Peja Stojakovic 13 og David West skoraði aðeins 10 stig. Tölfræði leiksins West átti stórleik í fimmta leiknum í New Orleans, en lenti í villuvandræðum eins og Chris Paul í leiknum í nótt og þurfti svo að fara útaf í fjórða leikhlutanum vegna bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í fimmta leiknum. "Við vitum hvað er í húfi. Við eigum á hættu að vera slegnir út og því ætlum við ekki að gefast upp baráttulaust. Við mætum klárir í slaginn í oddaleikinn," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. San Antonio liðið hefur ekki horft fram á að vera slegið út í úrslitakeppninni síðan árið 2006 þegar liðið lenti 3-1 undir í einvígi sínu við Dallas, en kom þá til baka og tapaði oddaleik í framlengingu. Ljóst er að eitthvað verður undan að láta í oddaleiknum á mánudaginn, en spútniklið New Orleans hefur haldið áfram að koma spámönnum á óvart í allan vetur. Þá er bara að sjá hvort reynsla meistara San Antonio eða ungt og hungrað lið New Orleans hefur betur í úrslitaleiknum í einvíginu, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort LA Lakers eða Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar. Sjötti leikur Utah og Lakers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 02:30 eftir miðnætti í nótt. Þar hefur Lakers 3-2 yfir og getur tryggt sig áfram með sigri. Þá gæti einnig dregið til tíðinda í einvígi Boston og Cleveland, en sjötti leikur liðanna verður sýndur beint á NBA TV rásinni á miðnætti í nótt. Þar hefur Boston yfir 3-2 í einvíginu en þarf að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppninni ef liðinu á að takast að komast í úrslit Austurdeildarinnar þar sem Detroit bíður átekta. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira