NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Bryant frestar aðgerð á fingri

Stjörnuleikmaðurinn Kobe Bryant hjá LA Lakers hefur ákveðið að fresta enn og aftur að fara í aðgerð á litlafingri hægri handar eftir að hafa meiðst á honum í febrúar sl.

Körfubolti
Fréttamynd

Rivers framlengir við Boston

Doc Rivers, þjálfari NBA meistara Boston Celtics, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið. Sagt er að samningurinn gildi út leiktíðina 2010-11 og bæti því tveimur árum við núgildandi samning hans.

Körfubolti
Fréttamynd

Ewing og Olajuwon í heiðurshöllina

Sjö einstaklingar voru í gærkvöld vígðir inn í heiðurshöll körfuboltans í Springfield í Bandaríkjunum. Þar á meðal voru miðherjarnir Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon og þjálfarinn Pat Riley.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili verður frá í 2-3 mánuði

Argentínumaðurinn Manu Ginobili hjá San Antonio Spurs hefur gengist undir aðgerð vegna ökklameiðsla og gert er ráð fyrir því að bakvörðurinn verði frá keppni í 2-3 mánuði vegna þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Lið Oklahoma fær nafnið Thunder

NBA liðinu í Oklahoma City var í gær gefið nafnið Thunder. Liðið hét áður Seattle Supersonics en nafninu var breytt í tilefni þess að liðið flutti til Oklahomaborgar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili þarf í uppskurð

Argentínski bakvörðurinn Manu Ginobili hjá San Antonio Spurs mun gangast undir uppskurð á næstu dögum eftir að hafa meiðst í undanúrslitaleik Ólympíuleikanna á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Mo Williams til Cleveland

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hafa fengið til liðs við sig nýjan leikstjórnanda eftir að þrjú félög í deildinni skiptu á leikmönnum í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Iguodala mun líklega framlengja við Sixers

Hinn fjölhæfi Andre Iguodala hjá Philadelphia 76ers í NBA deildinni mun hafa samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um sex ár. Sagt er að Iguodala, sem spilar sem bakvörður og framherji, muni fá um 80 milljónir dollara fyrir samninginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Var einni stjörnumáltíð frá sykursýki

Fyrrum körfuboltastjarnan og sjónvarpsmaðurinn Charles Barkley er nú farinn að stunda hnefaleika til að koma sér í betra form. Barkley þótti oft heldur þéttur á ferlinum sem leikmaður, en hefur blásið hressilega út eftir að hann lagði skóna á hilluna.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul Pierce var færður í handjárn

Paul Pierce, leikmaður Boston og verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA í sumar, var færður í handjárn af vegalögreglu í Las Vegas á sunnudaginn eftir að hafa verið með dólgslæti.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard handtekinn fyrir ofsaakstur

Framherjinn Josh Howard hjá Dallas Mavericks var handtekinn fyrir ofsaakstur á götum Winston-Salem í Norður-Karólínu í gær. Howard var mældur á 150 kílómetra hraða þar sem hann var í kappakstri við annan bíl á götum borgarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Pierce: Ég er besti leikmaður í heimi

Paul Pierce, verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA deildinni, var ekki lengi að hugsa sig um þegar hann var spurður hvort Kobe Bryant væri besti körfuboltamaður heimsins á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

500 milljóna rukkun á fimmtugsafmælinu

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni, fékk frekar óskemmtilegar fréttir á fimmtugsafmæli sínu í dag. Honum var þá gert að greiða Don Nelson, fyrrum þjálfara Dallas, ríflega 500 milljónir króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Vona að hann ráðist ekki á áhorfanda

Kínverski miðherjinn Yao Ming hefur komið af stað nokkrum titringi í herbúðum Houston Rockets í NBA deildinni vegna ummæla sem hann lét hafa eftir sér um nýjasta liðsfélaga sinn Ron Artest í samtali við Houston Chronicle í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Luol Deng samdi við Chicago Bulls

Framherjinn Luol Deng hjá Chicago Bulls hefur náð samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn um sex ár. Talið er að hann fái á bilinu 70-80 milljónir dollara í laun á samningstímanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Vujacic bauðst betri samningur í Evrópu

Slóveninn Sasha Vujacic framlengdi samning sinn við Los Angeles Lakers á dögunum. Hann fullyrðir að sér hafi borist talsvert hærri samningstilboð frá félögum í Evrópu, en hann kaus að vera áfram í herbúðum Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Okafor samdi við Bobcats

Kraftframherjinn Emeka Okafor hefur undirritað nýjan sex ára samning við Charlotte Bobcats í NBA deildinni og færir samningurinn honum um 72 milljónir dollara í laun, eða tæpa 5,8 milljarða.

Körfubolti
Fréttamynd

Biedrins framlengir við Warriors

Lettneski miðherjinn Andris Biedrins hjá Golden State Warriors hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við félagið sem færir honum að lágmarki 54 milljónir dollara í laun.

Körfubolti
Fréttamynd

Kwame Brown semur við Pistons

Miðherjinn Kwame Brown gerði í gær tveggja ára samning við Detroit Pistons í NBA deildinni, en hann lék með Memphis og LA Lakers á síðustu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili í ÓL hóp Argentínumanna

Bakvörðurinn Manu Ginobili hefur verið valinn í 12 manna landsliðshóp Argentínumanna fyrir Ólympíuleikana í Peking. Þessi tíðindi vekja væntanlega litla hrifningu forráðamanna San Antonio Spurs í NBA deildinni, en Ginobili hefur átt við meiðsli að stríða.

Körfubolti
Fréttamynd

Turiaf til Golden State

Miðherjinn Ronny Turiaf hjá LA Lakers mun leika með Golden State Warriors í NBA deildinni á næstu leiktíð. Turiaf var með lausa samninga og fékk tilboð frá Warriors sem forráðamenn Lakers voru tregir til að jafna.

Körfubolti
Fréttamynd

James Posey semur við Hornets

Framherjinn James Posey hjá meistaraliði Boston Celtics ákvað í gærkvöld að gera fjögurra ára samning við New Orleans Hornets í NBA deildinni. Samningurinn er sagður metinn á 25 milljónir dollara, en Boston var ekki tilbúið að bjóða honum svo mikið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Marcus Camby til LA Clippers

Miðherjinn Marcus Camby gekk í nótt í raðir LA Clippers frá Denver Nuggets í NBA deildinni. Camby er 35 ára og var valinn varnarmaður ársins árið 2007.

Körfubolti
Fréttamynd

Artest vill fara til Lakers

Framherjinn skrautlegi Ron Artest hjá Sacramento Kings segist sjá mikið eftir því að hafa ekki fengið sig lausan frá samningi sínum við félagið í sumar og segist vilja spila undir stjórn Phil Jackson hjá LA Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas fær 8,6 milljarða samning

Skorarinn mikli Gilbert Arenas hjá Washington Wizards skrifaði í gærkvöld undir framlenginu á samningi sínum við félagið. Samningurinn er til sex ára og færir kappanum á níunda milljarð í tekjur.

Körfubolti