LeBron James er orðinn betri en Kobe Bryant 19. maí 2009 14:39 Margir spá því að Kobe Bryant og LeBron James muni mætast í lokaúrslitum NBA í júní Nordic Photos/Getty Images LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30. NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. West er ekki fyrsti maðurinn sem lætur þessi orð út úr sér, en þau eru áhugaverð í ljósi þess að West var áður leikmaður og síðar framkvæmdastjóri LA Lakers. Hann er maðurinn sem fékk Kobe Bryant til LA Lakers á sínum tíma. Bryant hefur almennt verið álitinn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár, en West segir að LeBron James sé búinn að taka við þeim titli. Cleveland og LA Lakers standa í ströngu í úrslitakeppni NBA um þessar mundir. Lakers-liðið mætir Denver í úrslitum Vesturdeildar og Cleveland mætir Orlando í úrslitum Austurdeildar. Flestir hallast að því að það verði LA Lakers og Cleveland sem leiki til úrslita og þar fengi fólk að sjá James og Bryant leiða saman hesta sína á stóra sviðinu. Jerry West er ekki í nokkrum vafa um að James sé orðinn besti leikmaður deildarinnar. James er óstöðvandi "Ég horfi á þetta Cleveland-lið og velti fyrir mér hve marga leiki það myndi vinna ef James væri ekki til staðar. Hann er stórkostlegur leikmaður og á góða möguleika á að verða sá besti í sögunni," sagði West og bar hann saman við Michael Jordan. "Jordan var besti varnarmaður deildarinnar og líka besti sóknarmaður deildarinnar. Það sýndi hann ár eftir ár. LeBron James mun gera það sama og hann er að bæta sig. Hann er farinn að hitta betur fyrir utan og þegar hann gerir það - er einfaldlega ekki hægt að stöðva hann," sagði West og hélt áfram; "Hann er of stór, of sterkur og of fljótur til að hægt sé að eiga við hann. Svo er hann líka frábær liðsfélagi. Félagar hans elska að spila með honum. LeBron James getur spilað fjórar stöður á vellinum og ég held að ég hafi aldrei séð meiri íþróttamann á körfuboltavelli," sagði West.Kobe tekur síðasta skotiðJerry West fékk Bryant til Los Angeles á sínum tímaNordicPhotos/GettyImagesWest hefur miklar mætur á James en hann er ekki búinn að gleyma fyrrum skjólstæðingi sínum Kobe Bryant."Ef ég ætti að velja mér einn mann til að taka síðasta skotið fyrir mig - væri það Kobe Bryant.Það er kannski erfitt fyrir mig að vera hlutlaus því það var ég sem fékk hann til Los Angeles, en ég er samt á því að James sé kominn fram úr Bryant sem leikmaður," sagði West.Fyrsti leikurinn í undanúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í kvöld klukkan eitt. Þar mætast LA Lakers og Denver Nuggets í fyrsta leik í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og allir leikirnir í undanúrslitunum.Annað kvöld hefst svo einvígi Cleveland og Orlando klukkan 0:30.
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira