NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Kiki Vandeweghe verður þjálfari New Jersey

Gamla kempan og starfandi framkvæmdastjóri New Jersey Nets, Kiki Vandeweghe, mun taka að sér þjálfun lélegasta liðs NBA-deildarinnar í dag en Nets ráku Lawrence Frank skömmu áður en liðið tapaði sínum sautjánda leik í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Terry tryggði Dallas sigur - Ellis með 45 stig

Jason Terry tryggði Dallas Mavericks 104-102 sigur á Philadelphia 76ers með því að skora sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og Jason Kidd var með 22 stig og 11 stoðsendingar en Dallas var nærri því búið að missa niður 17 stiga forskot í leiknum. Willie Green skroaði 23 stig fyrir Philadelphia.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey Nets jafnaði metið yfir verstu byrjun liðs í NBA

New Jersey Nets tapaði í nótt sínum 17. leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið sótti meistarana í Los Angeles Lakers heim. Nets varð þar með þriðja liðiðí sögu deildarinnar til að tapa 17 fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en hin tvö voru Miami Heat (1988-89) og Los Angeles Clippers (1999).

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson er ekki tilbúinn að leggja NBA-skóna á hilluna

Umboðsmaður Allen Iverson segir sinn mann ekki vera tilbúinn að setja punktinn á bak við NBA-feril sinn þrátt fyrir að hafa látinn fara frá Memphis Grizzlies í vikunni. Iverson er orðinn 34 ára gamall en hann hefur skorað 27,0 stig að meðaltali í 889 leikjum í9 NBA-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekki líklegt að NBA leggi treyju númer 23

Eins og Vísir greindi frá á föstudaginn þá stendur LeBron James fyrir átaki þar sem hann hvetur alla leikmenn deildarinnar með númerið 23 á bakinu til þess að leggja númerinu af virðingu við Michael Jordan.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Sigrar hjá Lakers og Cleveland

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og þeir voru reyndar ekkert af ódýrari gerðinni. Lakers lagði Phoenix og Cleveland skellti Miami.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Cleveland lagði Orlando

LeBron James og Mo Williams skoruðu samtals 64 stig fyrir Cleveland í nótt er liðið spilaði flottan körfubolta og lagði Orlando að velli. James skoraði 36 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Wade í banastuði

Dwyane Wade, stjarna Miami Heat, hefur alltaf gaman af því að spila gegn Washington enda á hann nánast alltaf góðan leik gegn liðinu.

Körfubolti