NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Mike Brown heldur áfram með Cleveland

Sögusagnir um óeiningu innan herbúða NBA liðsins Cleveland Cavaliers fóru víða í dag og þar var meðal annars talað um að þjálfarinn Mike Brown myndi hætta hjá félaginu. Innanbúðarmaður hjá Cleveland hefur nú borið þessar fréttar til baka.

Körfubolti
Fréttamynd

Westphal tekur við Kings

Sacramento Kings hefur ráðið reynsluboltann Paul Westphal sem næsta þjálfara liðsins. Hann er fjórði þjálfarinn hjá félaginu á fjórum árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Pau Gasol kvartar undan Dwight Howard

Orlando Magic minnkaði muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi sínu við LA Lakers í nótt með 108-104 sigri á heimavelli sínum. Hinn kröftugi Dwight Howard fór mikinn fyrir Orlando og skoraði 21 stig og tók 14 fráköst en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir LA Lakers og Pau Gasol var með 23.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe er ekki að íhuga að hætta

Bandarískir fjölmiðlar eru afar duglegir að fjalla um Kobe Bryant og löngun hans til þess að vinna sinn fjórða NBA-titil. Bryant er að klára sitt 13 tímabil í deildinni og er enn hungraður.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando Magic getur ekki spilað verr

Los Angeles Lakers tekur á móti Orlando Magic á miðnætti í kvöld í öðrum leik liðanna um NBA-meistaratitilinn. Lakers vann fyrsta leikinn örugglega með 100 stigum gegn 75 og vita sem er að Orlando getur vart spilað verr en í þeim leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant hefur aldrei liðið betur

Kobe Bryant var yfirburðarmaður á vellinum þegar Los Angeles Lakers saltaði Orlando Magic í fyrsta leik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Hann skoraði 40 stig, tók átta fráköst, sendi átta stoðsendingar, varði tvo skot og stal tveimur boltum.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq heldur með Kobe

Samband þeirra Shaquille O´Neal og Kobe Bryant hefur löngum verið stormasamt þó svo samvinna þeirra á vellinum hafi fært Lakers titla á sínum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Obama spáir Lakers titlinum

Barack Obama Bandaríkjaforseti er mikill áhugamaður um körfubolta og þykir liðtækur spilari sjálfur. Blaðamenn ytra eru þess utan duglegir að spyrja hann spurninga um íþróttalífið í landinu og að sjálfsögðu er búið að spyrja hann að því hverju hann spái í úrslitarimmu Lakers og Magic.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron tjáir sig loksins

LeBron James er loksins búinn að opna sig eftir að lið hans, Cleveland Cavaliers, féll úr leik gegn Orlando í úrslitum Austurdeildar í NBA-körfuboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers var allt annað en sáttur eftir að lið hans féll úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Orlando Magic fór illa með James og félaga sem allir bjuggust við að færu alla leið í lokaúrslitin. Þar mætast hinsvegar Orlando og Los Angeles.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando í lokaúrslitin - sló Cleveland út með stæl

Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig.

Körfubolti
Fréttamynd

Los Angeles Lakers komst í NBA-úrslitin í nótt

Los Angeles Lakers vann sannfærandi og auðveldan 119-92 sigur á Denver Nuggets í sjötta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Lakers vann því einvígið 4-2 og er komið í lokaúrslitin annað árið í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron hélt lífi í Cleveland

LeBron James sá til þess að tímabilinu hjá Cleveland lyki ekki í nótt. Hann átti enn einn stórleikinn er hans menn unnu sigur á Orlando, 112-102, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Sex milljón króna sigur

Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

Nú klikkaði þristurinn hjá LeBron

Orlando vann Cleveland, 116-114, í framlengdum leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar með hefur Orlando tekið 3-1 forystu í einvíginu og þarf bara einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í úrslitunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Van Gundy ætti að halda kjafti

Miðherji Cleveland Cavaliers, Ben Wallace, er allt annað en sáttur við þau ummæli þjálfara Orlando, Stan Van Gundy, að hann væri leikari sem léti sig falla auðveldlega í gólfið.

Körfubolti