Skrautleg sigurkarfa Randle, Westbrook getur ekki unnið og Jókerinn í stuði Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann áttunda leikinn í röð þökk sé Julius Randle, Sacramento Kings sá til þess að Russell Westbrook hefur ekki unnið leik sem leikmaður Los Angeles Clippers og Nikola Jokić náði enn á ný þrefaldri tvennu í sigri Denver Nuggets. Körfubolti 4. mars 2023 10:31
Luka og Kyrie báðir með 40 stig: „Varð að fá að vera með í partýinu“ Luka Doncic og Kyrie Irving sýndu í nótt að þeir geta farið báðir á kostum í sama leik en margir höfðu áhyggjur af því hvort þeir gætu náð sínu besta fram hlið við hlið í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 3. mars 2023 10:30
„Ég hef spilað næstum því þúsund körfuboltaleiki en í dag var ég stressaður“ Kevin Durant viðurkennir að hafa verið stressaður fyrir frumraun sína með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 2. mars 2023 15:30
Hafa enn ekki unnið eftir að þeir fengu Russell Westbrook til sín Russell Westbrook tapaði mörgum leikjum með Los Angeles Lakers á leiktíðinni og það hefur ekkert breyst eftir að hann færði sig yfir í hitt NBA-liðið í borginni. Körfubolti 1. mars 2023 16:30
Fær yfir fjóra milljarða vegna mynda af slysstað Vanessa Bryant, ekkja körfuboltamannsins Kobe Bryant, hefur komist að samkomulagi við Los Angeles sýslu um bætur vegna mynda sem fóru í dreifingu, af líkamsleifum Kobe, dóttur þeirra og sjö öðrum eftir þyrluslysið fyrir þremur árum. Körfubolti 1. mars 2023 07:32
Besti leikmaður NBA-deildarinnar allur útklóraður Nikola Jokic hefur auðvitað vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu inn á körfuboltavellinum í NBA-deildinni en hann sker sig líka út fyrir hugarfarið. Körfubolti 28. febrúar 2023 15:32
Óttast að LeBron James verði frá í margar vikur LeBron James meiddist í sigurleiknum á móti Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta um helgina og þessi meiðsli virðast vera slæm. Körfubolti 28. febrúar 2023 11:00
„Vitum að Kyrie mun gera fólk brjálað eftir smá“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Farið var yfir hvort Dallas væri verra eftir að Kyrie Irving gekk í raðir liðsins, hvort Orlando kæmist í umspilið, hversu líklegir Denver Nuggets væru og hvort Russell Westbrook hjálpi Los Angeles Clippers. Körfubolti 28. febrúar 2023 09:00
Sá elsti í sögunni til að skora yfir sjötíu stig í NBA-leik Damian Lillard setti bæði félagsmet og persónulegt met í sigri Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 27. febrúar 2023 10:01
Ótrúlegar lokasekúndur þegar Tatum tryggði Boston sigur á Philadelphia Jayson Tatum tryggði Boston Celtics sigur á Philadelphia 76´ers með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall í leik liðanna í nótt. Þá vann Memphis Grizzlies sigur á Denver Nuggets í uppgjöri tveggja efstu liða Vesturdeildarinnar. Körfubolti 26. febrúar 2023 10:00
Kings unnu í næststigahæsta leik allra tíma Leikur Sacramento Kings og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í nótt fer í sögubækurnar sem næststigahæsti leikur allra tíma. Körfubolti 25. febrúar 2023 09:30
Áttfaldur áhugi á miðum á leiki troðslumeistarans Margt getur gerst á einni viku í lífi íþróttamanns og körfuboltamaðurinn Mac McClung er gott dæmi um það. Körfubolti 23. febrúar 2023 12:31
Lögmál leiksins: „Það er vond vara“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins þar sem farið er yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. Farið var yfir fjölda deildarleikja sem stjörnur deildarinnar hvíla þessa dagana. Það er ekki góð vara sagði sérfræðingur þáttarins. Körfubolti 21. febrúar 2023 07:00
Vonast til að hægt sé að gera Stjörnuleikinn samkeppnishæfari Jaylen Brown horfði á Jayson Tatum, samherja sinn hjá Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, setja stigamet í Stjörnuleik deildarinnar í nótt. Eftir leik sagðist hann vonast til að hægt væri að gera leikinn samkeppnishæfari. Körfubolti 20. febrúar 2023 21:46
Westbrook áfram í Los Angeles Körfuboltamaðurinn Russell Westbrook verður samkvæmt umboðsmanni sínum áfram í Los Angeles þó svo að Lakers hafi sent hann til Utah Jazz fyrir ekki svo löngu. Körfubolti 20. febrúar 2023 17:46
Sigurður segir Phoenix í dauðafæri og klárlega líklegast í vestrinu Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars rætt um lið Phoenix Suns og möguleika þess í NBA-deildinni í körfubolta eftir komu Kevins Durant frá Brooklyn Nets. Körfubolti 20. febrúar 2023 16:31
Brittney Griner snýr aftur á körfuboltavöllinn eftir fangavistina í Rússlandi Brittney Griner gekk um helgina frá eins árs samningi við Phoenix Mercury og mun því spila í WNBA-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Körfubolti 20. febrúar 2023 09:30
Jayson Tatum setti stigamet í Stjörnuleiknum í nótt Boston Celtics leikmaðurinn Jayson Tatum fór í mikið stuð í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í nótt þar sem lið Giannis Antetokounmpo vann 184-175 sigur á liði LeBrons James. Körfubolti 20. febrúar 2023 07:39
Sló þögn á salinn eftir óvænta frammistöðu McClung Segja má að hinn óþekkti Mac McClung hafi komið, séð og sigrað í troðslukeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Þá fór Damian Lillard með sigur af hólmi í þriggja stiga keppninni. Körfubolti 19. febrúar 2023 10:45
Fleiri ríki í Bandaríkjunum setja nú LeBron James fyrir ofan Jordan LeBron James er nú orðinn stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem mörgum finnst að hjálpi honum mikið í baráttunni um að vera álitinn sá besti sem hefur spilað körfuboltaíþróttina. Körfubolti 17. febrúar 2023 15:30
Michael Jordan gefur 1,4 milljarða króna í tilefni sextugsafmælis síns Michael Jordan verður sextugur á föstudaginn og hann ákvað að það væri betra að gefa en þiggja í tilefni stórafmælisins. Hann hefur sett mörg met á ferlinum og enn eitt er núna fallið. Körfubolti 16. febrúar 2023 07:30
Forseta Íslands fagnað á NBA-leik í nótt Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er staddur í Bandaríkjunum og var einn af fræga fólkinu sem var kynnt sérstaklega á NBA-leik í nótt. Körfubolti 15. febrúar 2023 08:40
Hvorki Luka né Kyrie vildu taka lokaskotið og þeir hafa enn ekki unnið saman Kyrie Irving og Luka Doncic eru nú liðsfélagar hjá Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta. Dallas liðið ætti því að hafa góða menn til að klára leiki. Körfubolti 14. febrúar 2023 14:30
Lakers getur náð inn í úrslitakeppni en liðið er „bang average“ Möguleikar Los Angeles Lakers á því að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eru meðal þess sem farið verður yfir í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Körfubolti 13. febrúar 2023 19:00
Lakers gaf Abdul-Jabbar demantshring eftir að hann missti stigametið LeBron James tók stigametið í NBA-deildinni í körfubolta af Kareem Abdul-Jabbar í síðustu viku en sá gamli stóð ekki alveg tómhentur á eftir. Körfubolti 13. febrúar 2023 13:31
Trúði því ekki þegar Lebron James settist við hliðina á henni Hin tólf ára gamla Gaia fékk ekki að sjá LeBron James spila á laugardagskvöldið en fékk samt að sitja við hliðina á stigahæsta leikmanninum í sögu NBA deildarinnar. Körfubolti 13. febrúar 2023 12:31
Ætlar að biðjast afsökunar með því að kaupa handa honum bíl Jaylen Brown missti af leik Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta um helgina eftir að hafa fengið þungt högg frá liðsfélaga sínum í sigri á Philadelphia 76ers fyrir helgi. Körfubolti 13. febrúar 2023 11:00
LeBron James setti upp ímyndaða kórónu á stóra skjánum á Super Bowl Stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi var mættur á Super Bowl leikinn í Glendale í Arizona fylki í nótt. Körfubolti 13. febrúar 2023 06:30
Tap í fyrsta leik Doncic og Irving Dallas Mavericks tapaði fyrir Sacramento Kings í nótt en leikurinn var sá fyrsti sem Kyrie Irving og Luka Doncic léku í saman hjá Dallas. Þá vann Los Angeles Lakers góðan sigur á Golden State Warriors. Körfubolti 12. febrúar 2023 09:21
Giannis öflugur í tíunda sigri Bucks í röð Það var nóg um að vera í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og í nótt. Körfubolti 11. febrúar 2023 10:30