NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Boston lagði meistarana í tvíframlengdum leik

Boston Celtics sigraði meistara Miami Heat 100-98 í tvíframlengdum leik liðanna í NBA körfuboltanum í kvöld. Paul Pierce fór fyrir Celtics með þrefaldri tvennu í fjarveru Rajon Rondo sem var greindur með slitið krossband á meðan leiknum stóð.

Körfubolti
Fréttamynd

Rajon Rondo frá út tímabilið

Rajon Rondo leikmaður Boston Celtics í NBA körfuboltanum er með slitið krossband og leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Rondo var í skoðun á sama tíma og Celtics tekur á móti Miami Heat og kom fram í útsendingun á Stöð 2 Sport að hann sé með slitið krossband.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Áttundi sigur San Antonio í röð

San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Loksins sigur hjá Lakers - Boston tapaði niður 27 stiga forystu

Los Angeles Lakers vann loksins leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en Boston Celtics þurfti að sætta sig við sjötta tapið í röð eftir tvíframlengdan leik þrátt fyrir að vera 27 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Miami Heat vann fjórða leikinn í röð, Chicago Bulls stöðvaði sigurgöngu Golden State Warriors og Memphis fór létt með Brooklyn Nets. Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs unnu bæði sína leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

Duncan valinn í Stjörnuleikinn í fjórtánda sinn

NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Þrjú töp í röð hjá Clippers - Melo góður í Boston

Los Angeles Clippers tapaði sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá á móti Phoenix Suns. Carmelo Anthony var góður í langþráðum sigri New York Knicks í Boston og DeMar DeRozan skoraði magnaða sigurkörfu fyrir Toronto Raptors í Orlando.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Golden State vann Oklahoma City - fjögur töp í röð hjá Lakers

Golden State Warriors heldur áfram að vinna flotta sigra í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann topplið Oklahoma City Thunder í nótt tveimur dögum eftir að liðið vann Los Angeles Clippers, næstbesta lið deildarinnar. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum og LeBron James var með þrennu í sigri Miami í framlengdum leik. San Antonio Spurs vann fimmtánda heimaleikinn í röð og Brooklyn Nets er eins og nýtt lið undir stjórn P.J. Carlesimo.

Körfubolti
Fréttamynd

Kupchak: Leikmönnum Lakers að kenna en ekki þjálfaranum

Mitch Kupchak, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, kennir leikmönnum um slæmt gengi liðsins og telur ástæðuna ekki liggja á þjálfaranum sem hann valdi yfir Phil Jackson. Lakers hefur aðeins unnið 2 af 11 leikjum sínum í janúar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Oklahoma City vann uppgjör bestu liðanna

Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Clippers 109-97 í nótt í uppgjöri liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta en Thunder náði með því eins og hálfs leiks forskoti á Clippers í baráttunni um besta sigurhlutfallið og þar með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Golden State vann Clippers og Lakers tapar enn

Los Angeles liðin töpuðu bæði leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Brooklyn Nets vann New York Knicks í uppgjöri New York liðanna en þau unnu því bæði tvisvar í fjórum innbyrðisleikjum sínum á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Seattle-borg eignast NBA-lið á ný

Sacramento Kings er á leiðinni frá Sacramento-borg eftir að Maloof-fjölskyldan ákvað í gær að selja félagið til fjárfestingahóps frá Seattle-borg. Kóngarnir frá Sacramento gætu byrjað að spila heimaleiki sína í Seattle-borg frá og með næsta tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Durant skoraði 52 stig gegn Dallas

Kevin Durant fór algjörlega hamförum með Oklahoma gegn Dallas í nótt og setti persónulegt met er hann skoraði 52 stig í mögnuðum 117-114 sigri Oklahoma í frábærum leik sem var að framlengja.

Körfubolti
Fréttamynd

James sá yngsti til að skora 20 þúsund stig

LeBron James, leikmaður Miami Heat, náði stórum áfanga í nótt er hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora 20 þúsund stig. Hann skoraði 25 stig í nótt ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7 fráköst í öruggum sigri á Golden State.

Körfubolti