Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. Innlent 26. október 2023 11:31
Enginn draumaprins sjáanlegur í firðinum Friðrik Ómar Hjörleifsson var nánast búinn að keyra sig í kaf með mikilli vinnu fyrr í sumar en hann segir haustið hafa sömuleiðis verið hressandi. Framundan taki nú við útgáfa nýrrar plötu, jólatónleikar og flutningar. Lífið 26. október 2023 07:01
„Þetta var hans einlæga ósk“ „Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október. Lífið 25. október 2023 17:01
Hræðilega gaman að semja hrekkjavökulag Hrekkjavakan er á næsta leiti og margir komnir með hugann þangað, þar á meðal leikhópurinn sem stendur að sýningunni Fíasól sem sett verður á fjalir Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. Lífið 25. október 2023 10:30
Radcliffe framleiðir heimildarmynd um lamaðan áhættuleikara sinn Leikarinn Daniel Radcliffe framleiðir nú heimildarmynd um manninn sem lék öll áhættuatriði hans og lamaðist á setti við tökur á Harry Potter kvikmyndinni Deathly Hallows: Part 1. Bíó og sjónvarp 25. október 2023 08:17
Shaft-stjarnan Richard Roundtree er látinn Bandaríski leikarinn Richard Roundtree, sem þekktastur er fyrir hlutverk í myndinni Shaft frá árinu 1971, er látinn. Hann varð 81 árs gamall. Lífið 25. október 2023 07:32
Glæpasaga Ragnheiðar hlaut Svartfuglinn Ragnheiður Jónsdóttir hlaut fyrr í dag glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bók sína Blóðmjólk. Menning 24. október 2023 14:39
Gítarleikari Massive Attack er látinn Angelo Bruschini, gítarleikari sem spilaði lengi með bresku sveitarinni Massive Attack, er látinn. Hann varð 62 ára gamall. Lífið 24. október 2023 13:56
Níðþunga dómsdagsrokkssveit rekur á strendur landsins Dómsdagsrokkssveitin Bongripper leikur fyrir hausaskaki fimmtudaginn 26. október á Gauknum, í fyrsta sinn á Íslandi. Tónlist 24. október 2023 12:24
Húsinu fylgdi geðveik kona Sólveig Pálsdóttir hefur undanfarin ár verið að hasla sé völl sem einn okkar allra besti spennusagnahöfundur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Miðilinn sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að hún skrifaði hluta bókarinnar við nánast óbærilegar aðstæður. Menning 24. október 2023 07:00
Umdeild auglýsing tekin úr birtingu: „Ég skammast mín ekkert fyrir hana“ Stórsöngvarinn Geir Ólafsson sér ekki eftir umdeildri auglýsingu sinni sem tekin var úr birtingu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga neinn og segir auglýsinguna, sem er fyrir Las Vegas-jólatónleika hans, byggja á sannsögulegum atburðum. Innlent 24. október 2023 06:46
Höfundur Simpsons-lagsins kærður fyrir fleiri kynferðisbrot Tvær konur hana nú lagt fram kæru á hendur Bandaríska tónskáldsins Danny Elfman, þar sem hann er sakaður um að misnota stöðu sína í tónlistarbransanum með því að beita þær kynferðisofbeldi. Lífið 22. október 2023 23:50
Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu „Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina. Lífið 22. október 2023 20:00
Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. Innlent 22. október 2023 19:48
Þrennir tónleikar í súginn eftir óveður og bilun Tónlistarkonan Hafdís Huld og aðdáendur hennar sitja eftir með sárt ennið eftir að flugferð hennar var frestað ítrekað og loks aflýst. Hún hefur þurft að aflýsa þrennum tónleikum á Bretlandseyjum vegna þessa. Lífið 22. október 2023 14:55
Um 50 list- og menningarviðburðir í boði á Akranesi á Vökudögum Íbúar á Akranesi eru nú að setja sig í stellingar fyrir ellefu daga lista- og menningarhátíð, Vökudaga, sem hefjast fimmtudaginn 26. október. Boðið verður upp á um fimmtíu menningarviðburði í bæjarfélaginu þessa daga allt frá listsýningum upp í pönktónleika. Lífið 22. október 2023 13:04
„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. Áskorun 22. október 2023 08:01
„Nenni ekki að dvelja í dramakasti” Leikkonuna Katrínu Halldóru Sigurðardóttur þarf varla að kynna. Hún sló eftirminnilega í gegn í hlutverki söngkonunnar Ellýjar í samnefndri sýningu sem sýnd var 220 sinnum í Borgarleikhúsinu. Lífið 22. október 2023 07:00
Tim Burton og Matrix-stjarnan Monica Bellucci nýtt par Kvikmyndagerðarmaðurinn Tim Burton og ítalska stórleikkonan Monoca Bellucci eru eitt nýjasta par Hollywood. Lífið 21. október 2023 21:38
„Að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir“ „Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri?“ segir tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall um lagið sitt bankastræti, sem hún syngur ásamt Unu Torfa. Tónlist 21. október 2023 17:01
Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt. Erlent 21. október 2023 14:31
Afhjúpar það sem er óþægilegt að segja upphátt „Ég fýla að segja sögur um manneskjur, að kafa ofan í allt þetta litla sem er inn í okkur og okkur finnst kannski óþægilegt að segja upphátt,“ segir leikstjórinn Katrín Björgvinsdóttir, sem leikstýrir sjónvarpsseríunni Svo lengi sem við lifum. Blaðamaður ræddi við Katrínu um listsköpunina og lífið. Menning 21. október 2023 07:01
„Við erum í grunninn viðkvæm lítil blóm“ Átta ár eru síðan leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir fékk fastráðningu við Borgarleikhúsið. Í byrjun næsta árs mun hún breyta til og söðla um í Þjóðleikhúsinu. Hún segist vera spennt að verða nýja stelpan í bekknum. Lífið 21. október 2023 07:01
Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. Viðskipti innlent 20. október 2023 14:21
Heimaleikurinn til New York Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn hefur verið valin inn á Doc NYC - stærstu heimildarmyndahátíð Bandaríkjanna, sem fer fram í New York í nóvember. Bíó og sjónvarp 20. október 2023 14:17
Listaverkasafn Berlusconi skapar vandræði fyrir afkomendurna Einn af helstu menningarvitum og listaverkagagnrýnendum Ítalíu hefur hæðst að listaverkasafni sem forsætisráðherrann fyrrverandi, Silvio Berlusconi, skildi eftir sig þegar hann lést í júní síðastliðinn. Safnið hefur skapað ákveðin vandræði fyrir afkomendur og erfingja Berlusconi. Erlent 20. október 2023 07:49
Stefán Reynir er látinn Stefán Reynir Gíslason kórstjóri og organisti er látinn 68 ára gamall. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 17. október síðastliðinn. Stefán hafði verið í fararbroddi í tónlistarlífinu í Skagafirði um árabil. Innlent 19. október 2023 10:34
Lasse Berghagen er látinn Lasse Berghagen, einn ástsælasti söngvari og sjónvarpsþáttastjórnandi Svíþjóðar, er látinn, 78 ára að aldri. Lífið 19. október 2023 10:30
Sambúð Þorvalds og Egils gekk vel þrátt fyrir fimmtíu ára aldursmun Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem samansett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Lífið 19. október 2023 10:30
Rocky-leikarinn Burt Young látinn Bandaríski leikarinn Burt Young, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Rocky, er látinn. Hann varð 83 ára gamall. Lífið 19. október 2023 07:37