Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar 25. nóvember 2024 14:12 Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Menning Framsóknarflokkurinn Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar