Óforsvaranlegt að 2,1 milljarði verði varið til listaverkakaupa fyrir nýja Landspítalann Jón Gunnarsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á myndlistarlögum, þar sem lagt er til að kvöð um að verja prósenti af heildarkostnaði opinberrar byggingar til listaverkakaupa verði felld niður. Innlent 19. mars 2024 12:11
Hættir sem leikhússtjóri og hefur störf í ráðuneytinu Marta Nordal hefur ákveðið að hætta sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hún hefur gegnt stöðunni frá árinu 2018. Menning 19. mars 2024 11:22
Sagður vera næsti James Bond Breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson er sagður hafa verið valinn til þess að taka við af Daniel Craig í hlutverki njósnara hans hátignar, James Bond. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky fréttastofunnar þar sem segir þó að leikarinn hafi enn ekki samþykkt boðið. Bíó og sjónvarp 19. mars 2024 09:40
Náðu markmiðinu og seldu rúmar 100 þúsund bækur Bókamarkaðnum á Laugardalsvelli í Reykjavík lauk á sunnudagskvöld og fór svo á endanum að sölumarkmið framkvæmdastjórann náðist. Hundrað þúsund bækur seldust. Viðskipti innlent 19. mars 2024 08:19
Frumsýnir nýtt myndband: Auður orðinn Luthersson Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, sendir frá sér stuttmyndband við lagið I Can Always Picture You sem kom út síðastliðinn föstudag og er frumsýnt hér að neðan. Lagið var gefið út samtísmis á ensku og íslensku og kemur út undir listamannsnafninu Luthersson. Tónlist 19. mars 2024 08:00
Sá Dune tvö hundruð sinnum og er búinn að fara nítján sinnum á Dune 2 í bíó Geimóperan Dune 2 er á allra vörum þessa dagana. Einn kvikmyndaunnandi hefur séð hana nítján sinnum í bíó en á samt enn langt í land með að sjá hana jafnoft og hann sá fyrri myndina. Fyrri myndina hefur hann horft á rúmlega 200 sinnum. Bíó og sjónvarp 19. mars 2024 08:00
Tröllaukinn kór valtaði yfir pínulítinn píanóleikara „Stóð við krossinn mærin mæra, mændi á soninn hjartakæra.“ Á þessum orðum hefst þýðing Matthíasar Jochumssonar á Stabat mater. Gagnrýni 19. mars 2024 07:00
Myndaveisla: Sex listrænum áratugum fagnað með glæsilegri sýningu Listunnendur sameinuðust á Kjarvalsstöðum á laugardaginn við opnun á sýningunni Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát. Þar eru til sýnis verk eftir listakonuna Borghildi Óskarsdóttur sem er fædd árið 1942. Menning 18. mars 2024 17:01
Selur tösku og eitt eintak af nýrri plötu á eina milljón „Útgáfudagur plötunnar er enn leyndó,“ segir tónlistarmaðurinn ISSI hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að glænýrri plötu sem ber heitið 21. Fyrr í dag birti hann færslu á Instagram þar sem hann auglýsir tösku og eitt eintak af plötunni til sölu á milljón krónur. Tónlist 18. mars 2024 14:01
Súrrealískt að djamma með Zöru Larsson „Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson. Tónlist 18. mars 2024 12:00
Zara tók sjálfur með gosinu Sænska ofurstjarnan Zara Larsson nýtti sér stund milli stríða vel á laugardagskvöldinu þegar það byrjaði að gjósa. Hún tók nokkrar sjálfur af sér með gosinu af toppi tónlistarhússins Hörpu þar sem hún var með tónleika það kvöldið. Lífið 18. mars 2024 10:09
Sigur Rós endar túrinn með Elju í Hörpu Sigur Rós er á leið í tónleikaferðalag með strengjasveit um Norðurlöndin. Ferðalagið mun enda í Eldborg í Hörpu í desember næstkomandi. Sveitin mun þar koma fram ásamt kammersveitinni Elju. Tónlist 18. mars 2024 09:44
Ingó veðurguð og Alexandra eiga von á stelpu Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó veðurguð, og kærasta hans Alexandra Eir Davíðsdóttir eiga von á stúlku í ágúst. Parið greinir frá tímamótunum í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 18. mars 2024 09:17
Kann ekki að gefast upp Mollý Jökulsdóttir var tvítug þegar hún flutti ein út til Danmerkur, með tvær ferðatöskur og óljóst framtíðarplan. Í dag er hún í stjórnunarstöðu hjá einni stærstu verslunarkeðju í Evrópu og er á sama tíma á uppleið innan tónlistargeirans, en á dögunum undirritaði hún samning við Quattro Music sem er undirfyrirtæki Warner Brothers í Kaupmannahöfn. Lífið 18. mars 2024 09:03
Hámhorfið: Hvað eru listakonur landsins að horfa á? Sunnudagar og sjónvarp eru prýðileg blanda fyrir þau sem vilja nýta hvíldardaginn vel. Lífið á Vísi heldur áfram að rannsaka sjónvarpsefni þar sem gríðarlegt magn er í boði og oft getur valið því orðið yfirþyrmandi. Í dag deila nokkrar öflugar listakonur landsins því hvað þær eru að horfa á þessa dagana. Bíó og sjónvarp 17. mars 2024 12:31
Dó næstum því við tökur á Íslandi Tónlistarkonan Kacey Musgraves segist hafa næstum því látið lífið þegar hún var stödd hér á landi við að taka myndband fyrir titillag nýrrar plötu sinnar. Hún segir Ísland hafa verið eins og önnur pláneta. Lífið 17. mars 2024 10:44
„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“ „Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 17. mars 2024 07:01
Vampíra vann Músíktilraunir Hljómsveitin Vampíra stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum sem lauk í kvöld að loknum fjórum undankvöldum í Hörpu. Eló hafnaði í öðru sæti og Chögma í því þriðja. Tónlist 17. mars 2024 00:19
Myndaveisla: Spessi frumsýndi Afsakið meðanað égæli Íslenska heimildamyndin Afsakið meðanað ég æli var frumsýnd í Bíó Paradís að viðstöddum kvikmyndagerðarmönnum og leikstjóra miðvikudagskvöldið 13. mars. Þar létu helstu kanónur úr menningarlífinu sig ekki vanta. Lífið 15. mars 2024 15:41
Bríet umkringd stórstjörnum í Japan Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar var umkringd heimsfrægum stórstjörnum á veitingastað á The Tokyo Edition Ginze hótelinu í Japan í gærkvöldi. Bríet birti myndir af þessu glæsilega kvöldi á samfélagsmiðlinum Instagram. Lífið 15. mars 2024 15:19
Leggur til að listamannalaun verði margfölduð Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur lagt í samráðsgátt drög að frumvarpi sem felur í sér að stóraukið framlag ríkisins til listamannalauna. Innlent 15. mars 2024 10:04
Númer 3 en stefna á toppinn Ragnar Steinn Þórsson og Oddur Þórisson hafa unnið saman að tónlist undanfarin fimm ár og ákváðu í lok síðasta árs að slá loksins til og gefa út tónlist undir nafninu Númer 3. Þeir hafa gefið út eina smáskífu og eina plötu og eru hvergi nærri hættir. Tónlist 15. mars 2024 08:02
Amanda og Brák meðal handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna Amanda Riffo og Brák Jónsdóttir eru meðal þeirra myndlistarmanna sem hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin. Þá fékk Hreinn Friðfinnsson Verðlaunaafhending fór fram í Iðnó í kvöld þar sem var margt um manninn. Menning 14. mars 2024 21:16
Glæsilegt eftirpartý Laufeyjar á Edition Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Jónsdóttir fagnaði með fjölskyldu og vinum í eftirpartýi á skemmtistaðnum Sunset á lúxushótelinu Edition við Reykjavíkurhöfn á sunnudagskvöld eftir þriggja daga tónleikahald í Eldborgarsal Hörpu. Lífið 14. mars 2024 16:30
Edda og Palli rifja upp stærstu fréttamálin Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon stýra í nýjum þáttum á Stöð 2. Lífið 14. mars 2024 14:55
Úthverfamamma með fullkomnunaráráttu og pillufíkill Söngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á dögunum en hann byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. Lífið 14. mars 2024 14:43
Semja sérstakan forsetabrag fyrir Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Einar Aðalsteinsson tónlistarmaður sömdu sérstakt lag um hugsanlegt og/eða væntanlegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sínum fyrsta hlaðvarpsþætti. Lífið 14. mars 2024 13:51
Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 14. mars 2024 07:00
Kim vandræðaleg á tónleikum með nýrri eiginkonu Kanye Kim Kardashian mætti á tónleika hjá fyrrverandi eiginmanni sínum Kanye West í gærkvöldi í tilefni af útgáfu nýrrar plötu hans. Kim sat tónleikana með Bianca Censori, núverandi eiginkonu Kanye og fullyrða slúðurmiðlar vestanhafs að andrúmsloftið milli kvennanna hafi verið þrúgandi. Lífið 13. mars 2024 18:28
Kaflaskil í íslenskri menningarsögu Fjöldinn allur af ritfæru fólki minnist nú Matthíasar Johannessen sem andaðist á líknardeild Landsspítalans í vikunni, 94 ára að aldri. Menning 13. mars 2024 11:12