Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Skoðun 13.4.2025 07:02
Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun. Innlent 12.4.2025 20:39
„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. Innlent 12.4.2025 14:51
Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi. Erlent 11. apríl 2025 08:37
Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Bandaríski leikarinn Eric Dane, sem þekktur er fyrir að hafa um árabil farið með hlutverk í þáttunum Grey‘s Anatomy, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS, tegund af MND. Lífið 11. apríl 2025 07:35
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Skoðun 10. apríl 2025 22:00
Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Logi Einarsson, menningarráðherra, afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn í dag, 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis. Menning 10. apríl 2025 18:41
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa. Lífið 10. apríl 2025 17:51
Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Sérstök forsýning á þáttaröðinni Reykjavík 112 fór fram í Smárabíói síðastliðinn þriðjudag. Þættirnir byggja á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium um páskana. Lífið 10. apríl 2025 16:01
Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Íslandsvinirnir í Britpop-sveitinni Pulp munu gefa út sína fyrstu plötu í heil 24 ár í júní næstkomandi. Platan ber nafnið More og kemur út 6. júní. Tónlist 10. apríl 2025 12:44
Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lögreglumenn í Los Angeles skutu og særðu eiginkonu bassaleikara rokkhljómsveitarinnar Weezer og handtóku hana síðan fyrir tilraun til manndráps í gær. Hún er sökuð um að hafa miðað byssu á lögreglumenn. Lífið 10. apríl 2025 08:52
Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Ameríska tímaritið og vefmiðillinn Variety hefur útnefnt Bíó Paradís sem eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum um allan heim. Í umsögn er talað um hönnun innanhús og að það sé hægt að leigja það fyrir viðburði. Þá er einnig talað um aðgengi að erlendum kvikmyndum. Lífið 9. apríl 2025 23:04
Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Mikil spenna og eftirvænting er á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring því söngnemendur í Tónlistarskóla Rangæinga hafa æft söng kabarett síðustu vikurnar, sem sýndur verður í Hvolnum á Hvolsvelli. Átján ára aldurstakmark er á kabarettinn. Lífið 9. apríl 2025 21:03
Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Viðræður eru hafnar á milli Plan B Entertainment, framleiðslufyrirtækis Brads Pitt, og leikstjórans Philip Barantini um það sem gæti orðið önnur þáttaröð af geysivinsælu framhaldsþáttaröðinni Adolescence. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2025 20:42
Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Breska leikkonan Aimee Lou Wood stal hjörtum margra áhorfenda í nýjustu seríunni um hvíta lótusblómið. Wood er 31 árs gömul og hefur verið að leika frá árinu 2016 en er fyrst núna að fá verðskuldaða athygli um allan heim. Lífið á Vísi setti saman smá nærmynd af þessari rísandi stjörnu. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2025 20:01
Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Breska hljómsveitin Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, kemur til Húsavíkur á föstudag til að taka upp sína eigin útgáfu af laginu Húsavík (My Hometown). Lífið 9. apríl 2025 15:35
Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Leikkonan Katrín Halldóra hefur nú bæst við í leikarahóp á sýningunni Þetta er Laddi. Hún tekur við keflinu af Völu Kristínu sem er á leið í fæðingarorlof en hún á von á frumburði sínum með leikaranum Hilmi Snæ. Lífið 9. apríl 2025 13:02
Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Landlæknir hefur sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst er gegn því að nemendum verði sérstaklega sýnd myndin eða þættirnir Adolescence. Innlent 9. apríl 2025 10:42
Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Val Kilmer var heittrúaður method-leikari sem sökkti sér ofan í hlutverk sín en fékk líka orð á sig fyrir að vera dyntótt dramdrottning og erfiður í samskiptum. Í tilefni andláts Vals Kilmer hefur Vísir tekið saman tíu bestu og tíu verstu myndir leikarans. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2025 08:30
Opið bréf til Friðriks Þórs Kæri Friðrik Þór Friðriksson. Um daginn gafstu álit þitt á kvikmyndagerðarnámi á Íslandi í viðtali á Samstöðinni og sagðir þar ýmislegt miður fallegt um nýja BA-námið í Listaháskóla Íslands, þar sem við erum öll kennarar. Skoðun 8. apríl 2025 13:00
Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba. Lífið 8. apríl 2025 12:57
Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa sett íbúð sína við Hafnarbraut í Kópavogi á sölu. Lífið 8. apríl 2025 09:41
„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ „Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur. Lífið 8. apríl 2025 07:03
Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Poppstjarnan Madonna og rokkstjarnan Elton John segjast orðin vinir á ný eftir rúmlega tuttugu ára langar erjur þeirra á milli. Lífið 7. apríl 2025 23:58