Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vor­kenni honum“

    Arne Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðs hans Liverpool við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skýrði út stöðu Ítalans Federico Chiesa hjá liðinu. Chiesa hefur verið inn og út úr hóp hjá enska liðinu frá skiptum hans til Bítlaborgarinnar í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi“

    „Ég er staddur í Kyiv. Ástandið hér er spennuþrungið, það eru eldflaugaárásir frá Rússlandi á hverjum degi. Það er andlega erfitt að takast á við það. Ég á margar svefnlausar nætur,“ segir Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk. Hann veitir innsýn í erfiðar aðstæður sem leikmenn og starfsfólk félagsins þarf að glíma við.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Naumt hjá Skyttunum

    Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ó­vænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus

    Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Salah setti met í sigri Liverpool

    Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Hann er klár­lega magnaður þjálfari“

    Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn

    Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Öruggt hjá Skyttunum

    Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þægi­legt í Slóvakíu

    Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír.

    Fótbolti