Lyon og Real Madrid gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi Súperskipting Jose Mourinho virtist vera að létta Lyon-álögunum af Real Madrid en Frakkarnir náðu að tryggja sér 1-1 jafntefli átta mínútum fyrir leikslok í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Karim Benzema kom Real yfir á móti sínum gömlu félögum en Bafetimbi Gomis skoraði jöfnunarmark Lyon. Fótbolti 22. febrúar 2011 21:42
Anelka með tvö mörk og Chelsea í flottum málum Chelsea er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitunum en sá seinni fer síðan fram á Stamford Bridge 16. mars. Fótbolti 22. febrúar 2011 21:39
Arshavin afar sáttur með sigurmarkið sitt á móti Barcelona Rússinn Andrey Arshavin býst alveg eins við því að hans verði minnst fyrir sigurmarkið sem hann skoraði á móti Barcelona í Meistaradeildinni í síðustu viku. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá seinni fer fram eftir tvær vikur. Fótbolti 22. febrúar 2011 20:15
Xavi frá í sjö til tíu daga - ætti að ná Arsenal-leiknum Barcelona verður án miðjumannsins Xavi Hernandez á næstunni vegna meiðsla sem leikmaðurinn varð fyrir um helgina. Xavi fór í myndatöku í gær og þar kom í ljós að hann hafði rifið vöðva í vinstri fæti. Meiðslin teljast þó ekki vera mjög alvarleg. Fótbolti 22. febrúar 2011 18:45
Anderson líklega frá í tvo mánuði Man. Utd verður án fjölda leikmanna í Meistaradeildinni á morgun en þá sækir United lið Marseille heim í sextán liða úrslitum keppninnar. United verður meðal annars án þeirra Ryan Giggs, Rio Ferdinand og Anderson. Fótbolti 22. febrúar 2011 14:30
Grönkjær: Abramovich kom stundum inn í klefa en sagði ekki orð Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Fótbolti 21. febrúar 2011 23:45
Gennaro Gattuso fær fjögurra leikja bann Gennaro Gattuso, fyrirliði ítalska liðsins AC Milan, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að ráðast á Joe Jordan, aðstoðarmaður Harry Redknapp hjá Tottenham í fyrri leik AC Milan og Tottenham í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 21. febrúar 2011 17:05
Barcelona er ekki að fara að kaupa Wilshere Það er mikið látið með miðjumanninn Jack Wilshere hjá Arsenal þessa dagana og bresku blöðin hafa þegar kastað því fram að Barcelona hafi áhuga á leikmanninum og ætli að kaupa hann. Fótbolti 21. febrúar 2011 10:00
Bale gæti náð síðari leiknum gegn Milan Líkur eru á því að Gareth Bale, leikmaður Tottenham, verði orðinn leikfær fyrir síðari leik liðsins gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 20. febrúar 2011 08:00
Messi viss um að Fabregas komi til Barcelona Lionel Messi segist þess fullviss að Cesc Fabregas muni einn daginn ganga til liðs við æskufélag sitt, Barcelona. Fótbolti 19. febrúar 2011 23:30
Joe Jordan neitar sök Joe Jordan, aðstoðarþjálfari Tottenham, neitar að hann hafa beitt Gennaro Gattuso, fyrirliða AC Milan, kynþáttaníð. Fótbolti 18. febrúar 2011 10:45
Wilshere: Minn besti dagur Jack Wilshere segir að dagurinn í gær hafi verið sá langbesti hjá sér síðan hann gekk til liðs við Arsenal. Fótbolti 17. febrúar 2011 16:45
Lampard: Mikilvægara að vinna Meistaradeildina Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að það sé mikilvægara að liðið vinni Meistaradeild Evrópu í ár frekar en að verja annað hvort enska meistaratitilinn eða bikarmeistaratitilinn. Enski boltinn 17. febrúar 2011 15:45
Fabregas: Við unnum besta fótboltalið sögunnar Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, var í skýjunum eins og aðrir Arsenal-menn eftir 2-1 sigur á Barcelona í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. David Villa kom Barca í 1-0 en mörk frá Robin van Persie og Andrey Arshavin á lokakafla leiksins tryggðu Arsenal sigurinn. Fótbolti 17. febrúar 2011 14:45
Var markið sem Messi skoraði gegn Arsenal löglegt? Lionel Messi virtist hafa komið Barcelona í 2-0 forystu gegn Arsenal í Meistaradeild EVrópu í gær. Fótbolti 17. febrúar 2011 14:15
Corluka frá í minnst mánuð Vedran Corluka á von á því að hann verði frá næsta mánuðinn og að hann missi því af síðari leik Tottenham og AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Enski boltinn 17. febrúar 2011 13:45
UEFA kærir Gattuso fyrir alvarlega óíþróttamannslega hegðun Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært AC Milan manninn Gennaro Gattuso fyrir alvarlega óíþróttamannlega hegðun eftir að ítalski miðjumaðurinn skallaði aðstoðarþjálfara Tottenham eftir Meistaradeildarleik AC Milan og Tottenham á þriðjudagskvöldið. Tottenham vann leikinn 1-0 á San Siro. Fótbolti 17. febrúar 2011 12:18
Redknapp kemur Jordan til varnar Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það sé ekki möguleiki að Joe Jordan, aðstoðarmaður sinn, hafi verið með niðrandi ummæli í garð Ítala í leiknum gegn AC Milan á þriðjudagskvöldið. Fótbolti 17. febrúar 2011 11:15
Önnur slagsmál í göngunum eftir sigur Tottenham Enskir fjölmiðlar greina frá því að leikmenn Tottenham og AC Milan hafi slegist í göngunum inn í búningsklefa á San Siro-vellinum eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á þrijðudagskvöldið. Fótbolti 17. febrúar 2011 10:30
Dýrustu sætin á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kosta 800.000 kr. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta fer fram á hinum glæsilega Wembley leikvangi í London í maí og þar hafa mörg fyrirtæki og einstaklingar leigt glæsilega aðstöðu í þeim 163 lúxus áhorfendaboxum sem eru til staðar á Wembley. Þeir aðilar sem eru með þessi lúxus áhorfendastæði á leigu allt árið þurfa hinsvegar að greiða sérstaklega ef þeir ætla sér að nýta þessa aðstöðu á úrslitaleiknum og UEFA hefur ákveðið að hvert sæti kosti um 800.000 kr. Fótbolti 17. febrúar 2011 09:00
Strákurinn hans Ronaldo þreyttur á blaðrinu í pabba sínum Brasilíski fótboltamaðurinn Ronaldo lagði skóna á hilluna á mánudaginn þar sem þessi fyrrum besti knattspyrnumaður heims gat ekki varist tárum þegar hann kvaddi boltann eftir átján litrík ár. Fótbolti 16. febrúar 2011 23:45
Wenger: Þetta var sérstakt kvöld Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sýndi í kvöld að hann kann að brosa og hann brosti breitt er strákarnir hans skoruðu tvisvar gegn Barcelona. Fótbolti 16. febrúar 2011 22:17
Guardiola: Seinni leikurinn verður mjög opinn Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var frekar rólegur þó svo lið hans hafi tapað, 2-1, gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 16. febrúar 2011 22:12
Magnaður sigur hjá Arsenal gegn Barcelona - Shaktar kom á óvart Arsenal vann dramatískan sigur á Barcelona, 2-1, þegar liðin mættust á Emirates-vellinum í London í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 16. febrúar 2011 21:42
Woodgate: Það héldu margir að ég kæmi aldrei aftur Jonathan Woodgate var ánægður með að fá tækifæri með Tottenham á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Woodgate kom inn á sem varamaður eftir að Vedran Corluka meiddist. William Gallas fór í hægri bakvörðinn og Woodgate tók stöðu hans í miðverðinum. Enski boltinn 16. febrúar 2011 17:30
Franski landsliðsmarkvörðurinn dreymir um United Hugo Lloris, markvörður Lyon og franska landsliðsins, segist vera spenntur fyrir því að komast til enska liðsins Manchester United í framtíðinni. United er enn að leita sér að eftirmanni Hollendingsins Edwin van der Sar sem leggur skóna á hilluna í vor. Enski boltinn 16. febrúar 2011 16:45
Réttlætinu fullnægt ef Fabregas kemur til Barcelona Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, segir að réttlætinu verði fullnægt ef Cesc Fabregas gengur í raðir félagsins í framtíðinni. Fótbolti 16. febrúar 2011 15:45
Iniesta: Þetta verða klassískar viðureignir Andres Iniesta, leikmaður Barcelona, hefur hrósað liði Arsenal fyrir leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og talar um að Barca sé að fara að mæta einu besta liði í heimi á Emirates-leikvanginum í kvöld. Fótbolti 16. febrúar 2011 15:15
Umboðsmaður: Jordan ögraði Gattuso Claudio Pasqualin, umboðsmaður Gennaro Gattuso, segir að Joe Jordan hafi kallað skjólstæðing sinn ljótum nöfnum. Fótbolti 16. febrúar 2011 14:15
Wenger: Allir ellefu þurfa að eiga góðan leik Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að allir sínir leikmenn þurfi að spila sinn besta leik ætli Arsenal að slá Barcelona út úr Meistaradeildinni. Liðin mætast í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum á heimavelli Arsenal í kvöld. Fótbolti 16. febrúar 2011 13:15
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti