Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. febrúar 2012 07:30 Thierry Henry skoraði sigurmark Arsenal í síðasta leik. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira