Arsenal steinlá á móti AC Milan og er nánast úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2012 19:15 AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum. Brasilíumaðurinn Robinho skoraði tvö marka AC Milan en þau komu bæði eftir stoðsendingar Svíans Zlatan Ibrahimovic sem síðan innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu í lokin. Zlatan fiskaði vítið sjálfur. Fyrsta mark leiksins og það fallegasta skoraði hinsvegar Kevin Prince-Boateng. Þetta er stærsta tap Arsenal á útivelli í sögu liðsins í Meistaradeildinni en það má segja að öll vandamál liðsins í vetur hafi kristallast í þessum leik. Kevin Prince-Boateng kom AC Milan í 1-0 með frábæru marki á 15. mínútu eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Antonio Nocerino. Boateng tók boltann á kassann og afgreiddi hann í slánna og inn. Nocerino var síðan nálægt því að skora sjálfur sjö mínútum síðar. Robinho bætti síðan við öðru mark á 38. mínútu með skalla rétt utan markteigs eftir frábæran undirbúning Zlatan Ibrahimovic. Zlatan fann Robinho aftur eftir aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik og Brasilíumaðurinn kom AC Milan í 3-0 með skoti rétt fyrir utan vítateig. Thierry Henry kom inn á í hálfleik en það breytti engu fyrir Arsenal-liðið og þriðja markið var algjört kjaftshögg. Zlatan Ibrahimovic innsiglaði síðan sigurinn ellefu mínútum fyrir leikslok með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Johan Djourou braut á Zlatan í teignum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira
AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum. Brasilíumaðurinn Robinho skoraði tvö marka AC Milan en þau komu bæði eftir stoðsendingar Svíans Zlatan Ibrahimovic sem síðan innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu í lokin. Zlatan fiskaði vítið sjálfur. Fyrsta mark leiksins og það fallegasta skoraði hinsvegar Kevin Prince-Boateng. Þetta er stærsta tap Arsenal á útivelli í sögu liðsins í Meistaradeildinni en það má segja að öll vandamál liðsins í vetur hafi kristallast í þessum leik. Kevin Prince-Boateng kom AC Milan í 1-0 með frábæru marki á 15. mínútu eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Antonio Nocerino. Boateng tók boltann á kassann og afgreiddi hann í slánna og inn. Nocerino var síðan nálægt því að skora sjálfur sjö mínútum síðar. Robinho bætti síðan við öðru mark á 38. mínútu með skalla rétt utan markteigs eftir frábæran undirbúning Zlatan Ibrahimovic. Zlatan fann Robinho aftur eftir aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik og Brasilíumaðurinn kom AC Milan í 3-0 með skoti rétt fyrir utan vítateig. Thierry Henry kom inn á í hálfleik en það breytti engu fyrir Arsenal-liðið og þriðja markið var algjört kjaftshögg. Zlatan Ibrahimovic innsiglaði síðan sigurinn ellefu mínútum fyrir leikslok með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Johan Djourou braut á Zlatan í teignum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira