Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um vasaþjófnað í miðborginni. Þjófurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 24. apríl 2025 17:27
Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sérsveitin aðstoðaði lögregluna á Suðulandi vegna rannsóknaraðgerðar í Árnessýslu í gærkvöldi, um kvöldmatarleytið. Einn var handtekinn en síðan látinn laus að skýrslutöku lokinni. Innlent 24. apríl 2025 13:55
Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. Innlent 24. apríl 2025 12:23
Kastaði eggjum í bíl Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki. Innlent 24. apríl 2025 07:44
Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Bíl Starkaðs Péturssonar var stolið og fannst hann þremur vikum síðar þegar vinkona leikarans rambaði á ólæstan bílinn. Það eina sem fannst í bílnum var lögfræðibók og pennaveski. Spurningin er hvort þjófurinn hafi stolið hlutunum úr öðrum bíl eða eigi þá sjálfur. Lífið 23. apríl 2025 23:51
Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Lögreglan á Suðurlandi fékk aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra fyrr í kvöld við rannsóknaraðgerð. Aðgerðinni er lokið en hún var liður í máli sem er áfram til rannsóknar. Innlent 23. apríl 2025 21:20
Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Þrír menn eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði. Einn mannanna var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar en enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi. Innlent 23. apríl 2025 21:03
Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Innlent 23. apríl 2025 19:00
Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 23. apríl 2025 18:25
Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið. Innlent 23. apríl 2025 15:42
Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Tæplega þrítug kona sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti áttræðs föður síns á heimili þeirra í Garðabæ neitar sök að hafa orðið honum að bana. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23. apríl 2025 14:08
Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Litáískur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli evrópskrar handtökutilskipunar. Hann hefur ekki afplánað fjögurra og hálfs árs dóm vegna kynferðisbrota gegn barnungri stúlku í heimalandinu. Innlent 23. apríl 2025 10:47
Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Lögreglan á Suðurnesjum varar sérstaklega við svikapósti eða SMS-i sem á að vera frá Póstinum. Innlent 23. apríl 2025 08:03
Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Talsverður erill var hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra yfir páskana. Meðal verkefna var að hafa afskipti að ökumanni á barnsaldri sem ók óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða á klukkustund. Innlent 22. apríl 2025 12:05
Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Lögregla var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar á ölstofu í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang var sá grunaði farinn af vettvangi. Málið er í rannsókn samkvæmt dagbók lögreglunnar. Innlent 22. apríl 2025 06:18
Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. Innlent 21. apríl 2025 18:50
Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Aðstoðar lögreglu var óskað vegna innbrots en þjófarnir voru enn á vettvangi þegar lögreglu bar að garði og voru tveir handteknir. Þeir eru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 21. apríl 2025 07:29
Maðurinn er laus úr haldi Maðurinn sem var handtekinn í morgun í tengslum við rannsókn lögreglu á áverkum konu í heimahúsi í Árnessýslu er laus úr haldi. Lögregla telur að um slys hafi verið að ræða. Innlent 20. apríl 2025 13:51
Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi eftir að tilkynning barst um konu með skerta meðvitund í heimahúsi í nágrenni við Selfoss. Maðurinn sem tilkynnti um áverka hennar var handtekinn og tengist henni fjölskylduböndum. Innlent 20. apríl 2025 12:04
Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Lögreglan er með mikið viðbragð í nágrenni við Selfoss. Lögreglubílar og sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang. Innlent 20. apríl 2025 10:56
Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Lögregla hóf eftirför á eftir bíl sem ekið var talsvert yfir hámarkshraða á Hafnarfjarðarvegi í nótt. Þegar lögreglumenn gáfu ökumanni stöðvunarmerki jók hann ferðina og reyndi að stinga lögreglu af. Ökumaðurinn var handtekinn þegar hann stöðvaði loks bílinn og reyndist undir aldri. Innlent 20. apríl 2025 07:20
Engin tengsl milli þolenda og gerenda Karl og kona sem réðust á tvo í Ísafjarðarbæ virðast ekki hafa þekkt þolendurna að sögn yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. Hann segir ekkert benda til þess að um hatursglæp hafi verið að ræða. Frekari yfirheyrslur eru fyrirhugaðar á næstu dögum. Innlent 19. apríl 2025 18:18
Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Lögreglan á Húsavík handtók karlmann á þrítugsaldri sem hafði töluvert magn meintra ólöglegra fíkniefna í fórum sér. Innlent 19. apríl 2025 15:05
Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. Innlent 19. apríl 2025 13:18
Tveir handteknir vegna líkamsárásar Karl og kona voru handtekin í nótt vegna líkamsárásar í Ísafjarðarbæ. Veist var að tveimur til þremur einstaklingum í miðbæ bæjarins í nótt. Málið er á frumstigi. Innlent 19. apríl 2025 09:42
Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Brotist var í verslun í Reykjavík í gærkvöldi eða nótt þar sem sjóðsvél var stolið. Atvikið sést á upptökum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir að um skipulagðan þjófnað sé að ræða og að málið sé í rannsókn. Innlent 19. apríl 2025 07:26
Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á stofnun spítala til aðstoðar hjúkrunarfólks á stofnuninni. Innlent 18. apríl 2025 13:37
Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Innlent 18. apríl 2025 07:36
Háværar framkvæmdir stöðvaðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvisvar sinnum í dag afskipti af einstaklingum vegna háværra framkvæmda. Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru lögum samkvæmt bannaðar á helgidögum. Innlent 17. apríl 2025 18:01
Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Lögregla stöðvaði mann sem er sagður hafa verið með fíkniefni meðferðis og ókleift að sýna fram á hver hann væri. Grunar lögregla hann um sölu og dreifingu fíkniefna og tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 17. apríl 2025 07:56