Handboltalandsliðið ekki laust við Covid: „Hugsar með hryllingi til síðasta móts“ Alþjóða handknattleikssambandið verður með áfram strangar reglur vegna Covid 19 á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst i Svíþjóð og Póllandi í byrjun janúar á næsta ári. Handbolti 22. nóvember 2022 08:26
Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. Neytendur 16. nóvember 2022 08:51
Leikskólabörn að greinast með flensuna Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu. Innlent 7. nóvember 2022 21:30
Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 7. nóvember 2022 13:01
Yfirvöld í Kína hafa engan áhuga á afléttingum Kínversk yfirvöld hafa ekki áhuga á því að aflétta samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í bráð. Sýnatökur, sóttkví og lokanir eru enn daglegt brauð í Kína. Erlent 5. nóvember 2022 23:34
Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. Innlent 2. nóvember 2022 22:55
Miklar tíðablæðingar skráðar sem aukaverkanir af völdum Covid-bóluefna Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) ákvað á fundi sínum dagana 24. til 27. október að leggja til að miklar tíðablæðingar yrðu skráðar sem möguleg aukaverkun af bóluefnunum Comirnaty og Spikevax gegn Covid-19. Innlent 2. nóvember 2022 06:33
Tæplega tvö hundruð látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári Hundrað og áttatíu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári og hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri. Sóttvarnalæknir segir að sjúkdómurinn valdi mun meiri usla en aðrir smitsjúkdóma á borð við inflúensu. Innlent 31. október 2022 19:44
Disney-þemagarðinum í Sjanghæ lokað vegna Covid og gestir fastir inni Disney-þemagarðinum í Sjanghæ var lokað í morgun vegna Covid-19. Gestum garðsins var tilkynnt að þeir fengju ekki að fara fyrr en þeir hefðu fengið neikvæðar niðurstöður úr skimun. Erlent 31. október 2022 08:58
Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. Erlent 26. október 2022 16:02
Hafa keypt lyfið Paxlovid til meðhöndlunar á Covid-sjúklingum Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið um kaup á lyfinu Paxlovid til meðhöndlunar einstaklinga sem eru smitaðir af kórónuveirunni (SARS-CoV-2 ) og í hættu á að veikjast alvarlega af völdum hennar. Innlent 26. október 2022 10:03
Bólusetja gegn kórónuveirunni með munnúða Kínverjar hafa, fyrstir þjóða, hafið bólusetningar gegn COVID-19 með munnúða í stað sprautu. Erlent 26. október 2022 08:37
Mikil aukning á greiðslum úr sjúkrasjóðum Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem fengu sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á síðasta ári náði næsum fimm hundruð manns, sem gera um 3,2 prósent alls félagsfólks. Innlent 26. október 2022 06:48
Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. Innlent 25. október 2022 19:22
Bein útsending: Gefa áfallastjórnun stjórnvalda háa einkunn Nefnd sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni og var hún rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Nefndin mun kynna skýrsluna í málstofu í Norræna húsinu kl. 14.30 í dag. Innlent 25. október 2022 14:22
Neitað um gistingu vegna Covid og fékk endurgreitt Hóteli hefur verið gert að endurgreiða ferðamanni rúmar 340 evrur vegna gistingar. Hótelið neitaði manninum um gistingu vegna þess að hann var smitaður af kórónuveirunni. Á þeim tímapunkti hafði öllum sóttavarnaraðgerðum verið aflétt. Innlent 22. október 2022 12:54
Vonast eftir bóluefnum gegn krabbameinum fyrir 2030 Bóluefni gegn krabbameinum gætu komið á markað fyrir árið 2030, segja hjónin á bakvið Covid-bóluefni Pfizer og BioNTech. Erlent 17. október 2022 07:38
Veiran náði Birni Inga á endanum Björn Ingi Hrafnsson hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn. Innlent 16. október 2022 22:44
Á þriðja tug eru á biðlista eftir meðferð vegna eftirkasta Covid-19 Tuttugu og fimm eru nú á biðlista eftir að komast að í endurhæfingu á Reykjalundi vegna langtímaveikinda eftir að hafa fengið Covid-19. Innlent 13. október 2022 19:01
Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. Erlent 13. október 2022 12:17
Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. Innlent 12. október 2022 13:57
Áframhaldandi grímuskylda á Landspítala Grímuskylda verður með óbreyttum hætti næstu vikur, jafnvel mánuði, á Landspítalanum. Búist er við haust eða vetrarbylgju af Covid ásamt inflúensufaraldri og öðrum öndunarfærasýkingum. Hætt verður að skima einkennalausa sjúklinga fyrir Covid-19 við innlögn. Innlent 11. október 2022 10:13
Biðla til fólks að mæta í dag til að kaffæra ekki stöðvunum í haust Í dag er síðasti dagur tveggja vikna bólusetningarátaks Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöllinni en um tvö þúsund manns hafa mætt á dag frá því að átakið hófst. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að hver sé að verða síðastur og vonast eftir góðum kippi í dag en opið verður til klukkan þrjú. Innlent 7. október 2022 11:57
Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. Innlent 5. október 2022 22:54
Ekki lengur sent í sóttkví við komuna til Ástralíu Ástralía mun hætta að senda ferðalanga sem koma til landsins í sóttkví við komu frá og með 14. október næstkomandi. Landið hefur verið þekkt fyrir einar ströngustu reglur og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Erlent 30. september 2022 20:31
Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. Innlent 27. september 2022 18:18
Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. Körfubolti 27. september 2022 13:31
Peningaprentun fór úr böndunum í heimsfaraldri Erfið staða efnahagsmála í Evrópu er ekki eingöngu vegna orkuskorts heldur einna helst afleiðing mikillar peningaprentunar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum frá vormánuðum 2020. Þetta er mat Lars Christensen, hagfræðings. Innherji 27. september 2022 10:01
Kanslarinn greindist með Covid-19 Olaf Scholz Þýskalandskanslari hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er með væg einkenni og hefur afboðað sig á fjölda viðburða sem hann hugðist sækja í vikunni. Erlent 26. september 2022 14:44
Búast við þrjú til fjögur þúsund manns í Laugardalshöll á dag Bólusetningarátak í Laugardalshöll hefst á morgun þar sem einstaklingum sextíu ára og eldri verður boðið fjórða skammt bóluefnis gegn Covid og inflúensubólusetningu samhliða því. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á von á allt að þrjú til fjögur þúsund manns á dag í höllina en sambærilegt átak er að fara af stað víðar á landinu. Innlent 26. september 2022 11:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent