Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Bolsonaro laus við Covid-19

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni.

Erlent
Fréttamynd

Ellefu í einangrun

Ellefu er nú í einangrun á Íslandi en ekkert nýtt innanlandssmit greindist í gær. Einn greindist þó smitaður við landamærin en tíu voru í einangrun í gær.

Innlent
Fréttamynd

Smitrakningu að mestu lokið

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera.

Innlent
Fréttamynd

Trudeau glímir við enn eitt hneykslismálið

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans.

Erlent
Fréttamynd

Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er

Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 

Innlent
Fréttamynd

Arnór og Hörður voru einkennalausir

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmenn í fótbolta, eru nú í einangrun eftir að próf gaf til kynna að þeir gætu verið smitaðir af kórónuveirunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Grímuskylda tekin upp á Englandi

Viðskiptavinir verslana, banka og stórmarkaða þurfa nú að vera með grímu til að draga úr líkum á kórónuveirusmitum samkvæmt nýjum reglum sem hafa tekið gildi á Englandi. Allt að 17.000 króna sekt liggur við því ef fólk neitar að bera grímu.

Erlent