Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 11:53 Sóttvarnalæknir Vesturlands segir að enginn þeirra smituðu sé alvarlega veikur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Greint var frá því á sunnudag að sex ný innanlandssmit hefðu greinst og tengdust þau öll einstaklingi sem kom til landsins frá einu Eystrasaltslandanna 15. júlí og greindist síðar smitaður. Hann hafi skráð sig inn á erlendri kennitölu sinni en ekki íslenskri. Því hafi ekki verið gerð krafa um að hann sætti heimkomusmitgát og gengist undir aðra sýnatöku eftir komuna til landsins. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, segir við Vísi að maðurinn sem greindist fyrst smitaður hafi reynst neikvæður fyrir veirunni við skimun á landamærunum. Þeir sex sem hafa síðan greinst smitaðir séu erlendir verkamenn sem starfa og búa með honum. Fólkið sé nú í einangrun og smitrakningarteymi hafi gert viðeigandi ráðstafanir. Ekkert þeirra sé alvarlega veikt. Enn er unnið að því að greina smitin og uppruna þeirra. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.Vísir/Egill Bæjaryfirvöldum á Akranesi hafa ekki verið gefin fyrirmæli um sérstakar ráðstafanir vegna hópsýkingarinnar, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra. Þau fylgi þeim almennu ráðstöfunum sem sóttvarnayfirvöld gefa út á hverjum tíma. Sævar Freyr segir Vísi að hópsýkingin sýni að faraldrinum sé hvergi nærri lokið og að hún ætti að vera fólki brýning um að virða sóttvarnareglur. „Við búum við á Íslandi núna töluvert frelsi sem margar þjóðir búa ekki við í þessu sambandi og það er mikilvægt að við virðum þessar reglur svo við fáum að halda áfram í það frelsi. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þetta á ekki bara við um Akranes, þetta á við um alla landsmenn,“ segir bæjarstjórinn. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Greint var frá því á sunnudag að sex ný innanlandssmit hefðu greinst og tengdust þau öll einstaklingi sem kom til landsins frá einu Eystrasaltslandanna 15. júlí og greindist síðar smitaður. Hann hafi skráð sig inn á erlendri kennitölu sinni en ekki íslenskri. Því hafi ekki verið gerð krafa um að hann sætti heimkomusmitgát og gengist undir aðra sýnatöku eftir komuna til landsins. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, segir við Vísi að maðurinn sem greindist fyrst smitaður hafi reynst neikvæður fyrir veirunni við skimun á landamærunum. Þeir sex sem hafa síðan greinst smitaðir séu erlendir verkamenn sem starfa og búa með honum. Fólkið sé nú í einangrun og smitrakningarteymi hafi gert viðeigandi ráðstafanir. Ekkert þeirra sé alvarlega veikt. Enn er unnið að því að greina smitin og uppruna þeirra. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.Vísir/Egill Bæjaryfirvöldum á Akranesi hafa ekki verið gefin fyrirmæli um sérstakar ráðstafanir vegna hópsýkingarinnar, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra. Þau fylgi þeim almennu ráðstöfunum sem sóttvarnayfirvöld gefa út á hverjum tíma. Sævar Freyr segir Vísi að hópsýkingin sýni að faraldrinum sé hvergi nærri lokið og að hún ætti að vera fólki brýning um að virða sóttvarnareglur. „Við búum við á Íslandi núna töluvert frelsi sem margar þjóðir búa ekki við í þessu sambandi og það er mikilvægt að við virðum þessar reglur svo við fáum að halda áfram í það frelsi. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þetta á ekki bara við um Akranes, þetta á við um alla landsmenn,“ segir bæjarstjórinn.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24
Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39
Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21