Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 08:39 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis og staðgengill sóttvarnalæknis. vísir/arnar Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21
Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00