Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Pavel: Þetta er verk­efni fyrir Ægi sjálfan

Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins á móti Val og KR. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur farið vel af stað og fékk mikið hrós í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin fékk ó­vænt sím­tal á fæðingar­deildinni

Martin Her­manns­son, lands­liðs­maður í körfu­bolta og leik­maður Alba Ber­lín, birtist í skemmti­legu inn­slagi hjá Dyn Basket­ball þar sem að hann upp­lýsti hvert væri þekktasta nafnið í síma­skránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrr­verandi NBA leik­maður Tony Parker sem varð fjór­faldur NBA meistari á sínum ferli.

Körfubolti
Fréttamynd

Kristófer valdi besta samherjann á ferlinum

Eins og fram kom í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi og á Vísi í morgun stefnir Kristófer Acox á endurkomu með Valsmönnum á næstu vikum. Hann ætlar sér að vera kominn á fullt í Bónusdeildinni í janúar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við þurfum að sýna Tinda­stólsorkuna“

Tindastóll heimsótti Njarðvík á nýjan heimavöll, IceMar-höllina í kvöld þegar 3. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það voru nýliðar Tindastóls sem sóttu sterkan sigur 76-77 í spennandi leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar unnu með 45 stiga mun

Haukar byrja af miklum krafti í Bónus-deild kvenna í körfubolta og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Í kvöld vann liðið algjöran risasigur gegn Stjörnunni í Garðabæ, 103-58.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­trú­legur leikhluti Martins í naumum sigri

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði heil sautján stig í þriðja leikhluta, þegar Alba Berlín vann sinn fyrsta sigur í Evrópudeildinni (e. Euroleague) í körfubolta á þessari leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Snýr aftur eftir nærri þriggja ára fjar­veru

Lonzo Ball mun spila sinn fyrsta leik fyrir NBA-liðið Chicago Bulls síðan þann 14. janúar 2022 á miðvikudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við gríðarlega erfið meiðsli en virðist loks vera að ná sér.

Körfubolti