Uppgjörið: Tindastóll - Haukar 106-78 | Haukar áfram fallbyssufóður Það var Tindastóll sem sigraði Hauka í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld en úrslit leiksins voru 106-78. Haukar hafa þar með ekki reynst nein fyrirstaða í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu, eftir töp gegn Hetti og Grindavík einnig. Körfubolti 17. október 2024 18:31
Helena segir að Þóra sé að uppskera: Þarf þessa ábyrgð Þóra Kristín Jónsdóttir og félagar í Haukum eru einar á toppnum í Bónus deild kvenna í körfubolta eftir þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum. Körfubolti 17. október 2024 16:32
Pavel: Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins á móti Val og KR. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur farið vel af stað og fékk mikið hrós í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 17. október 2024 15:01
Pavel um bestu liðin í deildinni: Ég sé tækifæri fyrir KR Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru vel yfir málin í síðasta þætti af Bónus Körfuboltakvöldi karla og það var margt tekið fyrir í framlengingunni. Körfubolti 17. október 2024 13:02
New York einum leik frá því að eignast aftur meistara New York Liberty er í komið í 2-1 og þar með aðeins einum sigri frá því að tryggja sér WNBA meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Körfubolti 17. október 2024 13:02
„Alltaf í einhverjum skotgröfum“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Val í Bónus-deild karla í körfubolta. Bæði lið leita síns fyrsta sigurs í deildinni. Körfubolti 17. október 2024 12:02
Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Körfubolti 17. október 2024 10:31
Martin fékk óvænt símtal á fæðingardeildinni Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Alba Berlín, birtist í skemmtilegu innslagi hjá Dyn Basketball þar sem að hann upplýsti hvert væri þekktasta nafnið í símaskránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrrverandi NBA leikmaður Tony Parker sem varð fjórfaldur NBA meistari á sínum ferli. Körfubolti 17. október 2024 07:31
Hamar/Þór hafði betur í nýliðaslagnum Hamar/Þór hafði betur í nýliðaslag Bónus-deildar kvenna í körfubolta þegar liðið sótti Aþenu heim í kvöld, lokatölur 85-97 . Körfubolti 16. október 2024 22:02
„Gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera“ Keflavík heimsótti Val í N1-höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. Körfubolti 16. október 2024 21:46
Uppgjörið: Valur - Keflavík 73-79 | Meistararnir unnu í spennutrylli á Hlíðarenda Valur tók á móti Íslands-og bikarmeisturum Keflavík í N1 höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. Körfubolti 16. október 2024 21:00
Aðeins 65 dögum eldri en þegar Logi pabbi hennar náði þessu Hin unga Sara Börk Logadóttir sprakk út í leik Njarðvíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta í gær. Körfubolti 16. október 2024 13:31
Kristófer valdi besta samherjann á ferlinum Eins og fram kom í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi og á Vísi í morgun stefnir Kristófer Acox á endurkomu með Valsmönnum á næstu vikum. Hann ætlar sér að vera kominn á fullt í Bónusdeildinni í janúar. Körfubolti 16. október 2024 12:00
Stefnir á endurkomu á næstu vikum: „Mæti með tvö glæný hné“ „Ég fór í aðgerð á báðum hnjám og gerði það í raun því ég hafði svo mikinn tíma,“ segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox sem var gestur í Bónus Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. Körfubolti 16. október 2024 08:32
„Við þurfum að sýna Tindastólsorkuna“ Tindastóll heimsótti Njarðvík á nýjan heimavöll, IceMar-höllina í kvöld þegar 3. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það voru nýliðar Tindastóls sem sóttu sterkan sigur 76-77 í spennandi leik. Körfubolti 15. október 2024 22:17
Öll liðin komin með sigur eftir að Þór skellti Grindavík Öll liðin í Bónus-deild kvenna í körfubolta eru komin með sigur, þó að þriðju umferð sé enn ekki lokið, eftir að Þór vann tíu stiga sigur gegn Grindavík á Akureyri í kvöld, 81-71. Körfubolti 15. október 2024 21:26
Haukar unnu með 45 stiga mun Haukar byrja af miklum krafti í Bónus-deild kvenna í körfubolta og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Í kvöld vann liðið algjöran risasigur gegn Stjörnunni í Garðabæ, 103-58. Körfubolti 15. október 2024 20:24
Ótrúlegur leikhluti Martins í naumum sigri Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði heil sautján stig í þriðja leikhluta, þegar Alba Berlín vann sinn fyrsta sigur í Evrópudeildinni (e. Euroleague) í körfubolta á þessari leiktíð. Körfubolti 15. október 2024 19:48
Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 76-77 | Magnaður sigur nýliðanna í nýju höllinni Njarðvík mætti Tindastól í þriðju umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld þegar lið Njarðvíkur spilaði sinn fyrsta leik í nýju húsi, IceMar-höllinni. Tindastóll tók sterkan sigur á útivelli 76-77. Körfubolti 15. október 2024 18:31
Eigandi Clippers með mikla áherslu á fjölda klósetta í nýjustu höll NBA Steve Ballmer hefur verið eigandi NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Clippers í tíu ár og hefur nú séð til þess að félagið er loksins komið í sína eigin höll. Körfubolti 15. október 2024 14:02
Vörn Keflavíkur gerir Pavel brjálaðan: „Konan mín þurfti að halda mér niðri“ Pavel Ermolinskij hrífst af liði Keflavíkur í Bónus deild karla. Keflvíkingar geta þó líka gert hann gráhærðan með tilburðum sínum í vörninni. Pavel ræddi um Keflavík í Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 15. október 2024 13:30
Rifjuðu upp tónlistarfortíð Helga Magg: „Ég skammast mín núll fyrir Sveitta“ Helgi Már Magnússon er vel þekktur fyrir afrek sín á körfuboltasviðinu. Færri vita þó um fortíð hans í tónlistarbransanum. Hún var rifjuð upp í Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 15. október 2024 11:31
Körfuboltakvöld: Tilþrif 2. umferðar Að venju var farið yfir tíu bestu tilþrif umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi. Körfubolti 14. október 2024 23:33
Snýr aftur eftir nærri þriggja ára fjarveru Lonzo Ball mun spila sinn fyrsta leik fyrir NBA-liðið Chicago Bulls síðan þann 14. janúar 2022 á miðvikudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við gríðarlega erfið meiðsli en virðist loks vera að ná sér. Körfubolti 14. október 2024 23:03
Segist ekki ætla að fara Jordan eða Kobe leiðina Bandaríski körfuboltamaðurinn Anthony Edwards gerir tilkall til að verða eitt af andlitum NBA deildarinnar en hann ætlar ekki að taka sér þá Michael Jordan eða Kobe Bryant til fyrirmyndar í einu. Körfubolti 14. október 2024 13:32
Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Það er alltaf mikið happadrætti að velja sér erlenda leikmenn í köfuboltanum en KR-goðsögn er á því að þeir hafi fengið vinninginn í haust. Körfubolti 14. október 2024 12:02
Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Körfubolti 14. október 2024 09:02
Martin hetjan en nærri því skúrkur þegar Alba fór áfram í bikar Alba Berlin mætti liði Crailsheim Merlins í þýska bikarnum í körfubolta í dag. Martin Hermannsson skoraði sigurkörfu Alba í leiknum en var nálægt því að vera skúrkurinn undir lok leiks. Körfubolti 13. október 2024 16:35
Frábær sigur Tryggva og félaga gegn stórliði Real Tryggvi Snær Hlinason lék í tæpar tuttugu mínútur með liði Bilbao sem vann góðan sigur á Real Madrid í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik í dag. Körfubolti 13. október 2024 12:34
Hart tekist á í nýjum leik: „Ef þú rústar mér ekki þá er það galið“ Hörður Unnsteinsson bjó til skemmtilegan samkvæmisleik í Körfuboltakvöldi kvenna í vikunni, þar sem þær Ólöf Helga Pálsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir sýndu keppnisskap sitt. Körfubolti 12. október 2024 22:33