Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“

„Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag.

Lífið
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs

Þór Þorlákshöfn vann í kvöld nauman sigur gegn Njarðvík í Icelandic Glacial Höllinni, lokatölur 91-89. Heimamenn leiddu með 10-15 stigum nánast allan leikinn, en gestirnir hleyptu spennu í leikinn á lokakaflanum. Á endanum lönduðu Þórsarar þó naumum sigri og tilla sér upp að hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar, allavega tímabundið.

Körfubolti
Fréttamynd

Landsliðskona í Fjölni

Körfuboltakonan Sigrún Björg Ólafsdóttir gengur í raðir Fjölnis þegar hún lýkur keppni með Chattanooga Mocs í bandaríska háskólaboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR

Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur.

Sport
Fréttamynd

NBA dagsins: Svona kláraði gríska undrið dæmið

Í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig Giannis Antetokounmpo tókst að tryggja Milwaukee Bucks sigur á New Orleans Pelicans með því að skora fimm síðustu stigin. Pelíkanarnir skoruðu ekki síðustu tvær mínútur leiksins en voru yfir áður en að því kom.

Körfubolti