Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Enginn „heims­endir“ verði Kefla­vík ekki Ís­lands­meistari

Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari.

Körfubolti
Fréttamynd

Taka inn nýjan mann eftir stutt stopp Franck í Þor­láks­höfn

Franski bakvörðurinn Franck Kamgain stoppaði stutt við í Þorlákshöfn eftir að hafa samið þar við lið Þórs fyrr í mánuðinum fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Hann hefur verið látinn fara en Þórsarar hafa nú þegar tekið inn nýjan mann fyrir hann. 

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi með tíu í fyrsta leik

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason átti sinn þátt í 90-72 sigri Bilbao Basket á Breogán í fyrstu umferð efstu deild Spánar í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mátti þetta ekki í Þýska­landi“

Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ein­hver náttúru­legasta þrenna sem ég hef séð“

Keflavík tók á móti Þór Akureyri í Blue höllinni í dag þar sem Meistari meistaranna í körfubolta kvenna fór fram. Það voru margir sem bjuggust fyrir fram við sigri Keflavíkur í dag en það voru Þór Akureyri sem komu öllum að óvörum og höfðu betur 82-86.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena verður á skjánum í vetur

Sjónvarpsþættinum Bónus Körfuboltakvöldi hefur borist afar mikill liðsstyrkur fyrir nýtt tímabil sem hefst með upphitunarþætti á Stöð 2 Sport annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Mögnuðu tíma­bili ný­liðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“

Ný­liða­tíma­bili stór­stjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfu­bolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fe­ver, féll úr leik í úr­slita­keppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vin­sældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Fram­haldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfu­boltann í heild sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq í Stjörnuna

Stjarnan tilkynnti í gær tvo nýja erlenda leikmenn sem munu spila fyrir Garðbæinga næsta tímabil í Bónusdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Clark slegin í augað í frum­raun

Eftir að hafa verið valin nýliði ársins í WNBA-deildinni í körfubolta, með fullt hús stiga, varð Caitlin Clark að sætta sig við stórt tap með Indiana Fever í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni.

Körfubolti
Fréttamynd

Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru

Adrian Wojnarowski hefur ákveðið að vanda kvæði sínu í kross og breyta um starfsvettvang. Hann hefur því sagt starfi sínu hjá íþróttafréttarisanum ESPN lausu. Frá þessu greindi Woj, eins og hann er öllu jafnan kallaður, á samfélagsmiðlum sínum.

Körfubolti